Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt, kæst eða súrt, nammi namm.

Hér er pistill sem birtist í Mosfellingi núna um daginn og hann er númer 65 í Röðinni.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

Nýtt, kæst eða súrt, nammi namm.

Já þá er komið að einum mest hressandi tíma ársins og það vill svo skemmtilega til að hann er í byrjun árs á þessu herrans ári 2015. Hvað er það sem ég er að bulla um, jú þorrinn auðvitað. Þetta byrjar alltaf skemmtilega fyrir okkur karl punganna á þjóðhátíðardegi karlmennskunnar, bóndadeginum, ég og sonur minn vorum vaktir á skemmtilegan hátt með morgunmat í rúmmið og sex ára syni mínum þótti mikið til koma enda er hann líka „bóndi“ á okkar heimili. Það er svo hressandi og skemmtilegur siður að halda þorrann hátíðlegan og hvað er nú þjóðlegra en að belgja sig út af gömlum og nýjum þjóðarréttum í góðra vina hópi og skola svo öllum herlegheitunum með rammíslenskum þorra bjór og brennivínssnafsi. Það sem meira er að í örfáar vikir getur þú mætt á hvert þorrablótið á fætur öðru og með kaldan þorramjöð í hendi og gert þér glaðan dag aftur og aftur. Þetta er nú ekki einsog aðfangadagur eða 17 júní þar sem partýið stendur bara yfir í einn dag, ónei súrmetið skal etið á meðan maður stendur í lappirnar og þangað til að belgurinn segir stopp. Fyrir þennan þorra las ég á einhverjum internet miðlinum að nú væri nýmeti á boðstólnum sem væri grænmetissulta sem hentar reyndar ekki mjög vel fyrir grænmetisætur eða vegan fólk enda er í herlegheitunum matarlím sem unnið er úr kjöti. En skítt með það það er alltaf gaman að koma með nýungar í þetta svona við og við, ef þú ert orðin þreyttur á kæstum hákarli eða súrum hval þá er bara að skella sér í grænmetissultuna og svo „bon appetit“. Í fyrra var nýjung á markaðnum (allavega í mín eyru) að boðið var upp á súrsaða lambatittlinga og seldist þetta upp á núll einni. Kannski komin tími til að skipta út fræga orðatiltækinu „Seldist einsog heitar lummur“ fyrir  „Seldist einsog súrir tillar“er það ekki flottara? Það var sama á teningnum í ár að lambasprellarnir voru hvergi til í búðum og greinilegt er að Íslendingum sumum hverjum þykir gott að smjatta á lamba tippum. Ekki hef ég nú smakkað skaufana frægu og verð ég að viðurkenna að ég er nú ekkert yfir mig spenntur á að bragða þessa nýjung ég get að minnsta kosti sofið vært yfir því að missa af þessum tillum en hver veit nema ég skelli einum skaufa á diskinn og bragði á í framtíðinni.

 

Högni Snær.                  


Desember.

Hér er jólapistillinn minn sem birtist í Mosfellingi núna um daginn.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

Desember.

Nú þegar þetta er skrifað eru tveir sveinar af þrettán búnir að brjótast inn hjá mér í Hulduhlíðinni og gefa mér gott í skóinn. Enga kartöflu hef ég fengið enn enda drengur góður og stilltur, minnsta kosti þegar aðrir sjá til. Já það er kominn Desember og ég er ekki frá því að það er kominn jóla fílingur í mig og hann kom þegar ég var að andskotast við að setja upp úti seríuna um daginn og var nærri dauður úr kulda og vosbúð í leiðinni en það fylgir að sjálfsögðu jólahaldinu. Svo er eitt sem minnir mig alltaf á að brátt nálgast jól í mínu starfi og það er SKATAN. Þar sem ég starfa sem fisksali í Fiskbúðinni á Sundlaugavegi þá er ekki hjá því komist að vera vel kæstur í vinnunni þegar nokkrar vikur eru í jól. Svo kæstur verð ég stundum að það liggur við því að ég þurfi að fara úr vinnu gallanum í bílnum áður en ég kem  inn fyrir dyrnar og helst þarf ég að koma mér úr gallanum í hringtorginu við Korputorg svo ég geri ekki út af við heimilisfólkið af skötu lykt. Nóg er nú fiskilyktin af kauða hina mánuði ársins. Ég sótti drengin minn um daginn í skólann á Höfðaberg og ég var varla kominn inn fyrir þröskuldinn þegar ég heyrði enn strumpinn segja „ojjj, hvaða fiskilykt er þetta“ ásamt því að gretta sig með miklum tilþrifum. Ég er nú búin að starfa í þessari vitleysu í að næstum áratug og ekki sér fyrir endann á því í bráð. Ég ætti nú að vera orðin vanur þessari skítafýlu einsog einhverjir vilja kalla lyktina vegna þess að ég hef starfað bæði á kjúklinga og svína búi og að ógleymdum stað sem við framleiddum lífrænan áburð  (sem er þurrkaður hænsnaskítur). Það hefur sína kosti þó að vera svona vel lyktandi t.d. þegar maður þarf að vera snöggur að fá afgreiðslu í bankanum til dæmis, því þá var ég sendur rakleiðis fremst í röðina svo að það væri hægt að losna við mig sem fyrst. En nú er það skatan sem stjórnar lyktinni á mér og það þýðir að nú eru að koma jól. Ó já og gleðileg jól.

 

Högni Snær.   

 


Bæjarróni 2014.

Hér er pistill sem birtist í Mosfellingi nú á dögunum og er númer 63 í röðinni.

 

IMG 0102

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Bæjarróni 2014

Jæja nú er komin vetur, skítt með haustið því snjórinn er mættur á svæðið og styttist í sveinana þrettán. En ég ætlaði ekki að skrifa um það heldur ætlaði ég að skrifa um nokkuð merkilegan félagskap hér í bæ, það eru reyndar margir merkilegir félagsskapar í okkar frábæra bæjarfélagi Mosfellsbæ en þessi félagskapur sem ég er að tala um er einn sá skemmtilegasti og fegursti að mati undirritaða og ekki bara í Mosó heldur kannski á landinu öllu og í heiminum jafnvel. (OK það er kannski of djúpt í árina tekið að segja hann sé fegursti hópur fólks heiminum.. en áfram með smjörið)

 Það vill svo til að ég er nefnilega fullkomlega óhlutdrægur í þessari skoðun minni enda er ég í þessum félagsskap sjálfur, ég er nefnilega að tala um Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar og  er ég búin að vera meðlimur þar síðan sumarið 2008, og er ég þar með löggildur bæjarróni og takk fyrir það. Eftir að hafa gengið í gegnum margra ára þrotlausar æfingar og gríðarlega flókið inntöku ferli var ég ásamt snillingnum “Kidda Ped“ látinn gangast undir inntöku próf sem við tveir rónabræður stóðumst með prýði ef mig brestur ekki minni til og urðum við frá og með þeim degi Bæjarrónar og það löggildir með uppáskrifaðan pappír því til sönnunar.

En svo ég komi mér nú að efninu þá er komið að árlegum viðburði í dagatali okkar Bæjarróna sem við rónar bíðum alltaf spenntir eftir en það er hið árlega hrossakjöts át og ekki bara hrossakjöt heldur vel saltað í þokkabót. Á þessum merka viðburði er einnig tilkynnt um hver hlýtur heiðurs nafnbótina „Bæjarróni ársins“ og að þessu sinni verður róni ársins 2014 valinn. Það er úr merkum hópi að velja enda er þessi félagsskapur uppfullur af löðrandi snillingum og myndar fólki miklu, þó eru ekki allir þar gallalausir einsog gengur og gerist því þar eru svartir sauðir inn á milli svo sem menn sem halda með Man Utd, og þeir sem setja X við D á fjögra ára fresti ( meira að segja Man Utd menn sem setja X við D)  en  batnandi mönnum er víst best að lifa. Þessi heiður er að sjálfsögðu á pari við það að fá Nóbelsverðlaun, þannig að það verður fróðlegt að sjá hvern dómnefndin velur úr í ár sem Bæjarróni ársins 2014.

 

Högni Snær      


Koma svo...

Hér er pistillinn minn sem kom í Mosfellingi núna í Október og ann er númer 62 í röðinni.

 

 

asffs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Koma svo...

Þá er sumarið búið og haustlægðirnar og rigningar stormarnir koma að heimsækja okkur hver af öðrum svona eins og vera ber á þessum árstíma. Nú fjúka yfirbreiðslurnar af grillunum og trambolínin takast á loft, og þetta kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart á hverju ári. Sumarið var nú ekki einsog ég hafði vonað, veðrið var undir meðallagi og fótbolta sumarið hjá okkar fólki í Aftureldingu var því miður frekar slappt. Ég sem hafði vonað að stelpurnar gerðu atlögu að toppi deildarinnar í ár og strákarnir færu beina leið upp en við rétt sluppum við fall í síðustu umferð. Það verður að teljast jákvætt að falla ekki en ekki beint árangur til að opna kampavínsflösku og kveikja á flugeldum eða hvað? En það kemur tímabil eftir þetta og ekkert annað í stöðunni en að gera betur að ári.

 En með með fjúkandi trambolínum og frosti á framrúðum kemur handbolta vertíðin sem ég einsog svo margir aðrir eru búnir að hlakka til að byrji, en í ár eru strákarnir á ný meðal þeirra bestu þar sem þeir eiga heima. Og vitið menn þegar þetta er skrifað eru þrír leikir búnir og þrír sigrar komnir í hús og þeir geta verið stoltir yfir árangrinum til þessa, Með svona góða byrjun er ekkert til fyrirstöðu að fara bara alla leið og klára þennan andskota og næla sér medalíu er það ekki bara.. En  við verðum þá líka að gera okkar hlut og gera það með látum og það er að fylla kofann á öllum heimaleikjum og öskra okkur meðvitundarlaus í leiðinni. Það væri nú gaman að fá svona stemningu á pallanna einsog var hér á gullaldar árunum á hverjum einast heimaleik. Rothöggið á pallana og stigin koma að sjálfum sér í hús. Ég ætti nú minnst að rífa kjaft um mætingu á leiki enda ekki með góða tölfræði þegar kemur að því að mæta á völlinn hvort það er að horfa á fótbolta eða handbolta leiki, en batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver að mig minnir. Koma svo...

 

Högni Snær.     


Í Túninu Heima.

Hér kemur pistillinn sem kom í Mosfellingi í Ágúst síðast liðnum og hann er númer 61 í röðinni hjá mér.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Túninu Heima.

Nú er þunglyndið komið yfir mann aftur enda sumarfríið búið og ég byrjaður að vinna eftir gott og langt sumar frí. Það eru margir búnir að ferðast innanlands í sumar og sumir hafa yfirgefið klakann í nokkrar vikur til þess að sjá sólina á lofti og hlaða batteríin. Nóg er um að vera hér á landi fyrir utan okkar hefðbundnu ferðamanna staði og tjaldstæði og er dagskráin á landinu yfirfull af „dögum“ sem eru í boði allar helgar í sumar og úr mörgum að velja allar helgar helgar sumarsins. Hvort það séu Danskir, Færeyskir, Franskir, Írskir, bláberja, sælu, hinsegin, safna,og bátadagar og lengi lengi mætti telja um alla dagana í sumar sem við getum heimsótt á sumrin.

En nú er komið að okkar þjóðhátíð í Mosó,   Í Túninu Heima takk fyrir. Sem við höfum haldið með látum í nokkur ár og verður stærri ,betri og betur skreyttari með hverju árinu sem líður. Nú er bara finna söngtextana í skúffunum, ryðja draslinu úr geymslunni og finna skreytingarnar frá því í fyrra, já og vera búin að sauma ullar peysur og brækur í réttum lit á alla famylíuna því í ár er ullar þema og hana nú. Öllum  er boðið í götugrill, tónleika og brekkusöng og líka er boðið sauðaþjófum og þvottaklemmuræningjum úr Reykjavík og hvaðan af af landinu því nú verður partí. Rétt er að troða í okkur einni af síðustu bæjarhátíðum sumarsins áður en við förum að grafa út úr geymslunni jólaskrautskössum og snjóskóflum. Upp með metnaðinn og keppnisskapið því nú verður skreitt og það með miklum látum við í gulahverfinu höfum titil að verja. Held ég. Í einhverjum flokki en ég er svolítið ruglaður á þessum verðlaunum því ef ég man rétt fá öll hverfi verðlaun fyrir einhvern flokk.

Koma svo Mosfellingar og áfram gulahverfið.

 

Högni Snær

Kliddi.blog.is  


Frozen.

Þessi pistill er númer 60 í röðinni hjá mér og birtist í Mosfellingi á dögunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Frozen.               

Það er ansi margt furðulegt þarna úti og ekki sér fyrir endanum á ruglinu sem maður sér og les á internetinu. Ég rak augun í frétt nú á dögunum um að Japönsk  kona ætlaði að skilja við Danskan eiginmann sinn vegna þess að honum fannst nýjasta Disney myndin Frozen ekki góð.

Já ég er ekki dauðadrukkinn hér við lyklaborðið og er að skálda upp einhverja bull sögu heldur ætlar hún að skilja við karlfauskinn vegna þess að nýjasta Disney æðið var honum ekki að skapi. Japanska konu greyið var víst svona yfir sig hrifin af myndinni að hún var að hans sögn búin að sjá hana ansi oft og var komin með myndina á heilann.  Hún ætlar ekki að eyða ævinni með manneskju sem finnst þetta meistaraverk kvikmyndarsögunar EKKI vera skemmtilegt. „ Ef þú getur ekki skilið hvað gerir þessa mynd frábæra er eitthvað að þér sem manneskju“  sagði konan og bað um skilnað við þann Danska.

Ég á tvö börn og hvort mér líkar betur eða verr við teiknimyndir þá er ég tilneyddur til að fara á þær í bíó með krökkunum, það fylgir bara með prógramminu. En það vill svo til að mér finnst mjög gaman að svona myndum og hlakkar mér jafn mikið til og þeim að fara á þær í bíó. En ég var ekki  hrifinn af þessari mynd einsog svo mörgum öðrum teiknimyndum, og væri ég giftur þessari dömu væri ég að skrifa undir skilnaðarpappírana líka. En að skilja við manneskju sem er ekki jafn hrifinn að bíómynd nú eða geisladiski og þú. Það er kannski eitt að skilja við einhvern sem er kannski of hrifinn af einhverri bíómynd og horfir á hana í marga klukkutíma á dag og innréttar húsið, bílinn og verslar á sig föt í stíl við myndina og er með hana á heilanum það væri þá betri ástæða við að skilja við kvikindið. Það er eitthvað sem maður hefur heyrt um meðal annars hjá Star Trek aðdáendum.

  Hver veit nema þetta sé allgengara en maður heldur en bara ratar ekki í blöðin. Ætli það hafi verið hjóna skilnaðir yfir Pappírs Pésa nú eða af Villa og Sveppa??? Hver veit.

 

Högni Snær.    


Maí.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú á dögunum og er númer 59 í röðinni hjá mér.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maí.

 

Nú er Maí runnin upp með öllu því sem hann  hefur að bjóða, fótbolta og handbolta vertíðin í Evrópu að ljúka og fótboltasumarið hér heima að byrja. Í ár eru sveitarstjórnarkosningar á dagsskránni og ætla ég nú ekki að nota þennan vettvang til að nöldra í ykkur hvað þið eigið að kjósa þar sem ég er í framboði og var ég búinn að lofa Hilmari fyrir mörgum árum að sleppa slíku rausi í pistlunum mínum enda verður maður að vera með hlutlaust nöldur hér. Maí er mánuður að mínu skapi enda á ég afmæli 30 Maí og að þessu sinni verð ég 34 ára í ár. Maður ætti að halda að maður sé orðinn fullorðinn og þroskaður á þessum aldri og ætti að haga sér sem slíkur en það hefur til þessa látið á sér standa og hver veit nema að ég stígi það skref á næsta ári, það liggur ekkert á, það er svo gaman að vera ungur og vitlaus. Ég ætla að sjálfsögðu að minna ykkur á að ég verð til taks að taka á móti afmælisgjöfum allan mánuðinn og er ég enn að bíða eftir flestum þeirra frá því í fyrra og hitt í fyrra, sú gjöf sem ég fékk í tvítugs afmælisgjöf frá Kára Emils og fleira fólki verður seint toppuð en þá gáfu þau mér kyrkislöngu í búri og vissu vel að ég er skíthræddur við slöngur, blessuð slangan lifði því miður ekki af sumarið og var ég nokkuð feginn því hlutskipti enda var orðinn stressaður á því hvað þetta kvikindi stækkaði hratt. Ég var nú um daginn að lesa á mbl að Maí mánuður væri merkilegur að öðru leiti en það vill svo til að Maí er alþjóðlegur dagur sjálfsfróunar ekki slæmt það halda upp á tímamótin í mánuði sjálfsfróunar alveg fitlandi hress og kátur.

 

Ég ætla að nota tækifærið hér til að óska vini mínum Gylfa Guðjónssyni til hamingju með sjötugsafmælið 2 Maí.  Til hamingju Gylfi minn.

 

 

 

Högni Snær      kliddi.blog.is  

 


Sigur á morgun.

liv

 

 

 

 

 

 

 

 

 Jæja Hanna mín þá er bara að skella nokkrum svefnpillum í dýrið með tveimur þremur köldum svo hann sofi nú sem fastast og rumski ekki í mínútu. Ef hann verður erfiður í háttinn þá verðum við að banka hann rækilega svo hann sofni.

 

YNWA. Högni 

 

 


mbl.is Tryggir mágur Liverpool titilinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorverkin.

Hér er pistill númer 58 sem kom í Mosfellingi í dag.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vorverkin.

Nú er dagur farinn að lengjast og vor verkin að byrja og nú styttist í sumarið 2014 og allt sem því fylgir. Maður er sendur út í garð að týna upp allt ruslið sem veturinn skildi eftir, skaðbrunnin rakettu prik sem reyndu að hæfa kollinn á kallinum um ármótin, rifnir Bónus pokar sem eru fastir i runnunum og tómar mjólkur fernur sem hafa stoppað í Hulduhlíðinni eftir fokið í vetur. Já það fer að koma sumar.

Nú er maður að springa úr bjartsýni fyrir fótboltann, stelpurnar verða Íslandsmeistarar, strákarnir rúlla upp boltanum og færast upp um deild ásamt því að snýta bikarkeppninni . Man U fellur í vor og the chosen one (Moyse) fær nýjan 15 ára samning. Nú já og Liverpool verður enskur meistari í fyrsta skiptið síðan ...ja síðan hvenær ? Ég var ekki komin með hár á kúlurnar þegar við vorum meistara síðast (tímabilið 89-90), en það var einsog í gær.

Kosningar eru á næsta leiti og allir flokkar nýir og gamlir komnir með blóð bragð í munninn fyrir komandi kosningar og verð ég í baráttu sætinu með númerið  7 og til alls líklegur á kantinum. Þá er skundað inn í geymslu sólbekkirnir rifnir út með látum, kóngulóar vefirnir slitnir af kæli boxinu fyrir bjórinn og pumpað í loftlaus dekkin á tjaldvagninum sem fékk ekki að fara í eina einustu ferð síðasta sumar vegna tímaleysis en nú verður hann bónaður og settur í skoðun og og eitt stykki 15 skoðunar miði smellt á kvikindið, stefnan sett á leyni hátíð í sumar. Já og ekki gleyma að birgja sig upp af frjókorna ofnæmislyfjum og  kaupa allar túpurnar af sólarvörn númer 99 í Apótekinu vegna þess að kallinn er orðinn sköllóttur og skallinn skaðbrennur ef hitinn fer yfir 10 gráður innanhús enda var ég rauðhærður „back in the days“. Og ef ég smyr ekki kropinn rækilega er ekki þorandi út úr húsi í sumar, svo bjartsýnn er ég á sumarið 2014. Sem sagt sól og hiti og allir glaðir. Síðasta sumar hér á suðvestur horninu þurfti ég að nota tvær regnhlífar daglega og eiga sæmilega góð klofstígvél bara til að lifa af ferðina frá útidyra hurðinni og út á bílaplan vegna rigningar en ég er búinn að panta eitt stykki gott sumar frá Hálfdáni veðurfræðingi okkar úr Mosó  og allt er klappað og klárt.

 

Högni snær   


Enga Fordóma.

Hér er pistillinn minn sem birtist í Mosfellingi á dögunum. Hann er númer 57 í röðinni.

 

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

Enga Fordóma.

Nú á dögunum lauk undankeppni í Evróvision og ég var ansi ánægður með sigurvegara kvöldsins, en það vill svo til að að ég er og hef alltaf verið mikill  Botnleðjumaður og þar af leiðandi Pollapönkari í leiðinni. Þeir voru með fínt lag og góðan texta að mínu mati og með mjög mikilvægan boðskap. Enga fordóma.

Ég var sekur um fordóma, á mínum yngri árum var ég með sterkar skoðanir í garð útlendinga á Íslandi, sem sagt með fordóma gagnvart erlendu fólki sem settist að landinu,  ég er þeirrar skoðunar að við ættum að vernda okkar land, menningu, siði og tungumál og ég var barnalegur í hugsun og hélt að of margir útlendingar í fámennu landi væri ekki gott fyrir menninguna. En sem betur fer, maður eldist og vonandi þroskast og skiptir um skoðun.

Maður á ekki að vera hræddur við að skipta um skoðanir og játa hvenær maður hefur rangt fyrir sér hvort það eru skoðanir, smekkur á hlutum eða eitthvað annað. Ef við gætum ekki skipt um skoðanir og hugsað málið frá öðru sjónarhorni þyrftum við alltaf að vera föst á einhverju sem við tókum ákvörðun um sem við höfðum hvorki nægjanlegan þroska nú eða aldur til að mynda okkur skoðanir á. Maður breytir um smekk á hlutum, kýs öðruvísi, málar veggina öðrum litum, sumir finna sér annan maka, velja sér nýtt íþróttafélag til að halda með (ekki ég, ég verð alltaf Púlari og Aftureldingar maður) flytja á milli bæjarfélaga eða kominn með annan tónlistarsmekk.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki fordómalaus í dag, ég er með fordóma gagnvart ákveðinni tegund af tónlist og kvikmyndum. Ég ætla ég ekki að skipta um skoðun á því í bili, já ég er fordómafullur á þann hátt. Ég ætla ekki að gefa Justin Biber eða Kanye West séns og leggja á mig að hlusta í nokkra klukkutíma á þær vinkonur gaula. Ákveðnar kvikmyndir og þættir er ég fordómafullur fyrir og er ekki tilbúinn að sitja fyrir framann skjáinn sárkvalinn á líkama og sál fyrir vikið. En hver veit kannski þroskast það af mér líka? Vonandi ekki þó.

 

Högni Snær.              


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband