Desember.

Hér er jólapistillinn minn sem birtist í Mosfellingi núna um daginn.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

Desember.

Nú þegar þetta er skrifað eru tveir sveinar af þrettán búnir að brjótast inn hjá mér í Hulduhlíðinni og gefa mér gott í skóinn. Enga kartöflu hef ég fengið enn enda drengur góður og stilltur, minnsta kosti þegar aðrir sjá til. Já það er kominn Desember og ég er ekki frá því að það er kominn jóla fílingur í mig og hann kom þegar ég var að andskotast við að setja upp úti seríuna um daginn og var nærri dauður úr kulda og vosbúð í leiðinni en það fylgir að sjálfsögðu jólahaldinu. Svo er eitt sem minnir mig alltaf á að brátt nálgast jól í mínu starfi og það er SKATAN. Þar sem ég starfa sem fisksali í Fiskbúðinni á Sundlaugavegi þá er ekki hjá því komist að vera vel kæstur í vinnunni þegar nokkrar vikur eru í jól. Svo kæstur verð ég stundum að það liggur við því að ég þurfi að fara úr vinnu gallanum í bílnum áður en ég kem  inn fyrir dyrnar og helst þarf ég að koma mér úr gallanum í hringtorginu við Korputorg svo ég geri ekki út af við heimilisfólkið af skötu lykt. Nóg er nú fiskilyktin af kauða hina mánuði ársins. Ég sótti drengin minn um daginn í skólann á Höfðaberg og ég var varla kominn inn fyrir þröskuldinn þegar ég heyrði enn strumpinn segja „ojjj, hvaða fiskilykt er þetta“ ásamt því að gretta sig með miklum tilþrifum. Ég er nú búin að starfa í þessari vitleysu í að næstum áratug og ekki sér fyrir endann á því í bráð. Ég ætti nú að vera orðin vanur þessari skítafýlu einsog einhverjir vilja kalla lyktina vegna þess að ég hef starfað bæði á kjúklinga og svína búi og að ógleymdum stað sem við framleiddum lífrænan áburð  (sem er þurrkaður hænsnaskítur). Það hefur sína kosti þó að vera svona vel lyktandi t.d. þegar maður þarf að vera snöggur að fá afgreiðslu í bankanum til dæmis, því þá var ég sendur rakleiðis fremst í röðina svo að það væri hægt að losna við mig sem fyrst. En nú er það skatan sem stjórnar lyktinni á mér og það þýðir að nú eru að koma jól. Ó já og gleðileg jól.

 

Högni Snær.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Af hverju er myndin efst?

Í höfundakynningunnni hjá þér fann ég líka smá skítafýluundecided

Þú "skítur inn" segirðu. Láttu þér nægja að skjóta því inn (þú skýtur inn). Hitt gerir maður bara á afviknum stöðum og þvær sér vel um hendurnar á eftir.

Maður fær því miður ekki kæsta skötu í Danmörku og líklega er bannað að senda hana.

Gleðiega hátíð og vonandi seljið þið alla skötuna fyrir Þorláksmessu!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2014 kl. 12:40

2 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Myndin efst er af skötu og ég veit að það eru margir að senda þessar kræsingar til vina og vandamann um allan heim, þú ættir ekki að vera í vandræðum ef þú villt láta senda þér skötu.

Gleðileg jól.

Kveðja Högni Snær

Högni Snær Hauksson, 21.12.2014 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband