Færsluflokkur: Bloggar

Nágrannar.

Hér er pistillinn minn sem birtist í Mosfellingi í Janúar.

 

Nágrannar.

Það er margt í þessum heimi sem við höfum ekki stjórn á og eitt af því er hvaða nágranna við höfum, það er að vísu ekki alveg rétt því ef þú ert nú eitthvað ósáttur þá getur þú bara flutt. Ég er búin að búa á sama stað í Hulduhlíð nú í rúm tíu ár og hef verið ofboðslega heppinn með hvað ég hef átt yndislega nágranna og hefur verið gott samband þar á milli. Nú fékk ég þær fréttir að hún Systa mín og Gústi eru að fara flytja um sveitarfélag og ætla að bregða búi fyrir fullt og allt. Ég var nú ekki sáttur þegar Ingimundur og Elín fluttu á sínum tíma enda vildi ég ekki missa þau sem nágranna en var svo heppinn að Systa flutti inn í staðinn,sem og fleiri góða granna sem hafa flutt í burtu. Nú eru góð ráð dýr ekki get ég farið að skipa fólki hvar það á að búa né hvert það eigi að flytja, þó ég sé nú frekur þá er það ekki í mínum verkahring að stjórna. En ég get kannski haft einhver áhrif á það hvort það vilji einhver flytja  inn í staðinn. Ég er búinn að ákveða plan sem getur haft einhver áhrif á það, þegar það verður opið hús í Hulduhlíðinni hjá fasteignasalanum ætla ég að vera búinn að rusla allhressilega til í garðinum svona meira en góðu hófi gegnir og vera búinn að flagga United fána í alla glugga (það vill náttúrulega enginn búa fyrir ofan svoleiðis jólasvein) svo ætla ég að sitja úti á veröndinni á nærbuxunum einum fata að brenna rusl skjóta upp rakettum og slátra hænum meðann ég stilli Justin Biber á fullt í spilaranum. Ef það ætti ekki að fæla burt allt heilvita fólk þá veit ég ekki hvað, nú ef einhver lítist svona vel á fíflið á neðrihæðinni (mig) eftir svona skrípaleik og ákveður samt að kaupa íbúðina nú þá er ég í djúpum skít. Þessi þanka gangur í mér er kannski einmitt ástæðan fyrir því af hverju allir flytja í Burtu ? En Systa og Gústi ég vona að þið fáið jafn frábærann granna á nýja staðnum og mig......

 

Högni Snær.   Kliddi.blog.is

 


Jólin 2013

Hér kemur Jólapistillinn minn sem birtist í Mosfellingi í dag.

 

 

Jólin 2013.

 

 

 

 

Þá er komið að árlegum jólapistli mínum hér á blaðsíðum Mosfellings. Það eru margir þarna úti að veltast úr stressi í jóla undirbúningnum að þrífa, að kaupa jólamatinn, að versla jólagjafir, baka 500 sortir af smákökum, kaupa Þorláksmessuskötuna treysta á að jólasveinarnir gefi rétt í skóinn og hvað eigi nú að gefa karlinum eða kerlingunni á heimilinu í jólagjöf. Eflaust eru margir að spá hvað eigi að gefa mér í jólagjöf? Einmitt. Ég bið ekki um mikið, ekki nýjan bíl (þó svo að gráa þruman, Lancerinn minn ætti að vera löngu kominn í gröfina) ,ekki nýja tölvu, Ipad eða fjörhjól mér nægir einn kaldur á Laxnesi eða Hvíta Riddaranum. Mér þykir það miður að heyra hversu margir þarna úti trúa ekki á jólasveininn einsog það sé nýjasta tískan á Íslandi eftir að það féll úr tísku að setja bankastofnanir á hausinn og keyra um á Range Rover. Ég set alltaf og hef alltaf sett skóinn út í glugga enda er ég stilltur strákur og fæ sjaldan kartöflur í skóinn en stundum þó. Ég vil minna á eitt sem ég minnist alltaf á í jólaávarpi mínu hér í Mosfelling að þeir sem ætla að versla sér flugelda um áramót eiga að skottast í Björgunarsveitirnar og versla gótterýið sitt þar en ekki hjá sjálfstæðum sölu mönnum sem ekki sinna svona gríðarlega mikilvægu starfi einsog björgunarsveitirnar gera.  Áfram Kyndill.. Það er þó tvennt sem ég saknaði á árinu og það var árleg árshátíð Mosfellings.. Hilmar hvað er að gerast. Og einnig saknaði ég þeirra stórkostlegu tónleika MúsMos sem ég hef mætt á á hverju ári síðan þeir byrjuðu í Álafosskvos og ég vona að þeir verði á dagskrá sumarið 2014, enda hlakka ég alltaf mikið til þeirra.

 

Ég þakka fyrir mig og segi bara gleðileg jól og hamingjuríkt ár.

 

(Og jólagjafirnar til mín afhendast í Hulduhlíð 5 milli klukkan 8 og 9 á kvöldin.....)

 

 

 

Högni Snær

 


Dagur íslenskrar tónlistar.

Í tilefni að Degi íslenskrar tónlistar set ég hér inn eitt af mínum uppháhalds Íslensku lögum með Fúsa vini mínum og félögum í hljómsveitinni In Memoriam.

 

 untitled

 

 Svo á líka textinn svo vel við í aðventunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Já þetta er fáránlegt.

Já þetta er fáránlegt hvernig á nokkur maður að geta lifað á þessu....

 

sdgsd


mbl.is 152 milljónir duga kónginum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Green Jello "Little Pig, Little Pig"

Þetta lag var alveg rosalega vinsælt eitt sumarið þegar ég var unglingur og ég set þessa pilta alltaf reglulega undir geislann.

 

untitled


Fótbolti og aftur Fótbolti.

Hér er pistill eftir mig sem kom ó Mosfellingi í dag, þessi er ekki stutt úrgáfa einsog í blaðinu heldur lengri og er pistill númer 54 í röðinni.

 

images

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fótbolti og aftur Fótbolti.

 Það eru kannski einhverjir komnir með kokið fullt af fótbolta en það verður bara að hafa það því ég ætla aftur að skrifa um karla landsliðið í fótbolta og leikina tvo sem fram undan eru. Margir hafa rætt um möguleika Íslands um að komast áfram en að komast í umspil er mikill sigur út af fyrir sig, en á móti hvað liði lendum við ? Jú því að þegar þetta er skrifað er ekki komið í ljós á móti hvaða liði við spilum.

 

 Flestir eru á því að Portúgal er ekki liðið sem við viljum lenda á og helst ekki Króatía en allar þessar þjóðir sem við getum mætt er á topp tuttugu á nýjum styrkleikalista FIFA. Flestir vilja að við lendum á móti Grikkjum því þar liggja okkar möguleikar helst. Ég vill að við fáum einhverja af þessum sólarlanda þjóðum  Grikkland eða Portúgal. Við tippum flugstjórann til að hafa þetta eins erfitt flug og hægt er lát þessar prinsessur vera ælandi alla leið á klakann, svo villist rútubílstjórinn af leið á hótelið í Reykjavík og skilar þeim eftir 6 tíma rúnt í gegnum hringtorg eftir hringtorg á blessað hótelið sem er rafmagnslaust og heitavatnslaust svona af og til meðan þeir jafna sig á ferðalaginu.

Á móti þeim taka rúmlega 9 þúsund syngjandi og öskarandi snarvitlausir Íslenskir stuðningsmenn í -15 stiga gaddi á Laugardalsvelli þar sem við búum til sannkallað helvíti á jörðu fyrir miðjarðarhafs dívurnar sem vonandi mæta okkur. Þeir sem ekki fá miða á völlinn standa fyrir utan völlinn með þokulúðra og trommur til að gera allt vitlaust.Ekki vill ég fá Úkraínu sem eru vanir því að spila á Norðurpólnum sína heimaleiki og kuldinn á Íslandi er ekkert í samanburði við það sem gerist hjá þeim, þeir myndu taka með sólarolíu til landsins í samanburði við frostið þar. Þ

að er ljóst að á pappírum er Ísland slakasta liðið í drættinum og allar þjóðirnar vilja mæta okkur við notum það vanmat okkur í lið og flengjum þessar prímadonnur á sólbrendann bossann. Nú ef ekkert að þessu sem ég taldi upp gengur nú þá treystum við á okkar menn að eiga sinn besta dag og klára dæmið upp á gamla mátann.

 

Áfram Ísland.

Högni Snær.    

 

 

 

 


Hér er meira frá snillingunum í Ramones.

 

untitled


Ramones - The KKK Took My Baby Away

Davíð ég veit þú gast ekki beðið...hérna kemur það. 

 


Þessi snilld klikkar aldrei..


Silfur til sölu...

Nú er tækifærið fyrir mig og aðra sem ekki voru valdir í hópinn að næla okkur í SILFUR... ekki þetta sem Logi og Björgvin settu í hárið heldur alvöru silfrið.

 

untitled


mbl.is Ólympíusilfrið til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband