Vorverkin.

Hér er pistill númer 58 sem kom í Mosfellingi í dag.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vorverkin.

Nú er dagur farinn að lengjast og vor verkin að byrja og nú styttist í sumarið 2014 og allt sem því fylgir. Maður er sendur út í garð að týna upp allt ruslið sem veturinn skildi eftir, skaðbrunnin rakettu prik sem reyndu að hæfa kollinn á kallinum um ármótin, rifnir Bónus pokar sem eru fastir i runnunum og tómar mjólkur fernur sem hafa stoppað í Hulduhlíðinni eftir fokið í vetur. Já það fer að koma sumar.

Nú er maður að springa úr bjartsýni fyrir fótboltann, stelpurnar verða Íslandsmeistarar, strákarnir rúlla upp boltanum og færast upp um deild ásamt því að snýta bikarkeppninni . Man U fellur í vor og the chosen one (Moyse) fær nýjan 15 ára samning. Nú já og Liverpool verður enskur meistari í fyrsta skiptið síðan ...ja síðan hvenær ? Ég var ekki komin með hár á kúlurnar þegar við vorum meistara síðast (tímabilið 89-90), en það var einsog í gær.

Kosningar eru á næsta leiti og allir flokkar nýir og gamlir komnir með blóð bragð í munninn fyrir komandi kosningar og verð ég í baráttu sætinu með númerið  7 og til alls líklegur á kantinum. Þá er skundað inn í geymslu sólbekkirnir rifnir út með látum, kóngulóar vefirnir slitnir af kæli boxinu fyrir bjórinn og pumpað í loftlaus dekkin á tjaldvagninum sem fékk ekki að fara í eina einustu ferð síðasta sumar vegna tímaleysis en nú verður hann bónaður og settur í skoðun og og eitt stykki 15 skoðunar miði smellt á kvikindið, stefnan sett á leyni hátíð í sumar. Já og ekki gleyma að birgja sig upp af frjókorna ofnæmislyfjum og  kaupa allar túpurnar af sólarvörn númer 99 í Apótekinu vegna þess að kallinn er orðinn sköllóttur og skallinn skaðbrennur ef hitinn fer yfir 10 gráður innanhús enda var ég rauðhærður „back in the days“. Og ef ég smyr ekki kropinn rækilega er ekki þorandi út úr húsi í sumar, svo bjartsýnn er ég á sumarið 2014. Sem sagt sól og hiti og allir glaðir. Síðasta sumar hér á suðvestur horninu þurfti ég að nota tvær regnhlífar daglega og eiga sæmilega góð klofstígvél bara til að lifa af ferðina frá útidyra hurðinni og út á bílaplan vegna rigningar en ég er búinn að panta eitt stykki gott sumar frá Hálfdáni veðurfræðingi okkar úr Mosó  og allt er klappað og klárt.

 

Högni snær   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjandi góð mynd Högni.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband