Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2016 | 15:41
Sumarið er KOMIÐ..
Þá er það pistillinn sem birtist í Mosfellingi fyr í sumar.
Sumarið er KOMIÐ..
Já sumarið er komið, bæði ef marka er dagatalið enda hefur sumardagurinn fyrsti runnið sitt skeið með allri sinni rigningu og nætur frosti. Já og þessi pistill er skrifaður á fyrsta stuttbuxnadegi sumarsins hér í Hulduhlíð að minnsta kosti. Sumarið er tíminn söng söngvaskáldið og því fylgir mikil gleði og hamingja hjá allflestum og ég tala nú ekki um þegar skólanum líkur og vinnandi maurar einsog ég fá að taka sér sumarfrí. Nú er maður búin að rífa fram helvítis trambolínið, fylla á sláttuorfið og rífa úr skápnum sólvörn nr. 68 svo að skallinn verði nú ekki í bráðri lífshættu ef sú gula ætlar að láta sjá sig eitthvað í sumar.
Margir eru búnir að sækja tjaldvagnana sína, fellihýsin og hjólhýsin og eru á hörðum spretti við að ná úr tækjunum allri myglulykt og sagga eftir vetrargeymsluna. Grillin í bænum hafa varla undan við að brenna kóteletturnar og sprengja SS pylsurnar því nú skal grilla einsog óður maður. Já sumarið er komið og því fylgja ferðalög út um allar sveitir í öllum tegundum af hjól/tjald og fellihýsum, og það er sko gaman. En að eiga slík tryllitæki fylgir smá vesen það þarf að geyma þetta inni á veturna svo þetta frjósi ekki í drasl og það þarf að geyma þetta á sumrin meðan maður er ekki að njóta ferðalaganna og nýi nágranninn minn er gott dæmi um hvernig á EKKI að tækla þetta. Eftir tvær kurteisilegar heimsóknir og rúmlega tveggja vikna bið er ég búinn að missa þolinmæðina. Á næstu dögum, jafnvel um helgina og næstu helgi er dæmi sem ég hef fengið að heyra en ekkert gerist. Ég hef verið afar kurteis og afar þolinmóður enda er jafnaðargeðið mitt á heimsmælihvarða en færðu andskotans þriggja hæða, 150 feta hjólhýsið þitt sem þú lagðir ofan í stæðinu mínu (ég er enn að reyna að ná börnunum úr bílnum.
Ég legg ekki í stæðið þitt. Eða geymi draslið mitt á þínu heimili þannig að viltu vera svo elskulegur og næs og færðu nú hjólhýsið. Og vertu ávalt velkomin til mín í einn kaldann.
Með fullri vinsemd og virðingu Högni Snær. (maðurinn sem þú lofaðir að vera búinn að færa það um helgina fyrir næstum hálfum mánuði)
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2016 | 22:14
Páska pistill 2016.
Þetta er páska pistillinn 2016.
Páskar 1016.
Það eru þeir búnir í ár þessir blessuðu páskar, og við getum byrjað að hlakka til þeirra næstu, páskar 2017. Já þetta árlega páskahret sem sumir voru búnir að afskrifa kom og stendur enn og andskotinn einn veit hvað það mun standa lengi. Daga, vikur,ár eða áratugi ? Fjandinn hafi það, við eigum það inni að það komi hér loksins sumar í ár , það hefur ekki látið sjá sig af neinu viti á suðvesturhorninu eftir hrun.
Nú liggja landsmenn í súkkulaði þynnku út marsmánuð eftir páskaeggjafyllerí helgarinnar og munu sumir vera lagðinn inn í meðferð í líkamsræktarstöðvar landsins meðan þeir ná úr sér mesta skjálftanum. Í mínum huga eru þessir páskar mér afar minnisstæðir fyrir þá staðreynd að ég fermdi dóttur mína (fyrsta ferming Arndísar Linn) og minnti mig um leið á þá staðreynd að ég er orðinn gamall, jú er maður ekki orðinn gamall þegar maður er að ferma börnin sín ? Þrátt fyrir að ég þrjóskist við að viðurkenna að ég er ekki tvítugur lengur og virðist neita að horfa á tölurnar þá held ég að ég verði brátt að játa mig sigraðan, ef ekki í ár þá á næstu áratugum að minnsta kosti. Ég man það einsog það hafi gerst í gær þegar ég gekk inn kirkjugólfið með fermingarbræðrum mínum og systrum og séra Jón fermdi okkur þannig að í huga mínum er það ekki ýkja langt síðan, en nú er sá gamli að láta ferma börnin sín. Shit.. Það er reyndar meira stress hérna meginn í kirkjunni að horfa upp á barnið verða fermt en þegar maður gekk í gegnum sjálfur því stressið er rétt að byrja þegar athöfnin er búinn en þegar maður fermdist sjálfur. Er nægur matur handa öllum ? Er nægt pláss ? Var ég búin að redda þessu og redda hinu ? En nú er þetta búið og sex ár í að næsti strumpurinn í röðinni fermist og það er nægur tími til að hafa áhyggjur af því þegar þar af kemur. Hver veit nema maður hnoði í eitt stykki páska pistil þá.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2016 | 15:07
Hver er skúrkurinn.
Úps ég gleymdi víst að setja hér inn síðasta pistil en hann kom í Mosfellingi í janúar.
Hver er skúrkurinn.
Já góðan dag þá er EM í handbolta lokið að sinni, að minnsta kosti fyrir Íslenska landsliðið þó svo að þegar þetta er skrifað eru tveir Íslendingar enn með í baráttunni um EM drauminn. Við getum reynt að hugga okkur við það svona til að seðja mestu vonbrigðin. Svo ég gleymi ekki þessum ramm Íslenska landsliðs manni í Danmörku, en hann á víst einhver skyldmenni á klakanum og íþróttafrétta fólk þreytist seint í því að segja hann sé Íslenskur ef þeir ná langt í handbolta og þar með eigna okkur einhvern hlut í hans afreki.
En hvað gerðist ?
Mótinu lauk nánast eftir fyrsta þjóðsönginn, og einsog alltaf þegar strákarnir okkar (eða nú eftir skömmina í Póllandi, Íslenska karlalandsliðið í handbolta ) voru búnir að tryggja sér gullið í huga okkar Íslendinga stóðu því miður ekki undir væntingum og komust ekki í milli riðla. Ég er ekki undanskilin þessum súper væntingum því að áður en mótið byrjaði þá var ég farinn að velta því fyrir mér hvernig við eigum nú að komast upp úr þessum milliriðli enda sterkar þjóðir þar sem þarf að rassskella. Ég hefði nú átt að vera að spá í því hvernig í andskotanum komumst við upp í milliriðil og hvernig förum við að því að rassskella þessa með okkur í riðli. En það fór sem fór og það þýðir ekkert fyrir okkur sem sitjum í sófanum að pirrast yfir því vegna þess að þessu verður ekki breytt úr þessu. En einhvern þarf að hengja fyrir þessar ófarir og einhvern þarf að reka, flengja, skamma og útskúfa fyrir þessi úrslit. Var þetta Aroni þjálfara að kenna, Björgvini markamanni, Þóru í EM settinu eða pappakassanum honum Loga Geirs sem greindi leikina að kenna ?
Hver er skúrkurinn ?
Málið er bara það að mínu mati að við stóðumst ekki prófið að þessu sinni og spiluðum undir getu, ef ekki, þá erum við ekki þjóð með getu til að spila um verðlaunasæti í hverri keppni. Nú er bara að troða þessu helvítis móti í reynslu bankann og gera betur næst.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2015 | 07:24
Sveinarnir 13.
Þessi pistill birtist nú á dögunum í Mosfellingi.
Sveinarnir 13.
Nú þegar ég sit fastur við lyklaborðið hafa tveir kátir piltar af þrettán komið í Hulduhlíðina færandi hendi og hefur sá sem þetta skrifar ekki fengið neitt sem gæti verið kartafla í skóinn. Ennþá. Því ég er af sjálfsögðu drengur góður og því kemur það ekkert á óvart.
Nú þegar ég er röngu meginn við þrítugt þá fer maður að minnka skó stærðina í glugganum enda eru það börnin á heimilinu sem þeir heimsækja en ekki sá gamli sem enn setur skóinn á sinn stað. Strákurinn á heimilinu var farinn að telja niður daganna rétt eftir að skólinn byrjaði og skildi ekkert í því hvað tíminn væri lengi að líða, og svo kom að því að minn maður var búinn að bursta í sér góminn og koma sér nokkurn veiginn í náttfötin þó öfug væru á mettíma að ég áttaði mig á því að í nótt kæmi fyrsti jólasveinninn Stekkjastaur. Ég man það svo vel þegar ég var á hans aldri, rétt rúmlega sex ára að ég ætlaði sko að góma kauða glóðvolgan í glugganum og reyna að ná honum á spjall til að snúa við kartöflu dómnum (fá kartöflu í skóinn) sem ég hlaut árinu áður. Ég var vaknaður rétt eftir miðnætti og var búin að koma mér fyrir á gólfinu til að ná í skottið á honum til að tala mínu máli. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi og hvort ég fengi nú einhverjar skaðabætur þegar ég væri búin að tala mínu máli.
En rammgöldróttir eru þeir bræður og sáu nú í gegnum þetta, enda var ég glaðvakandi á gólfinu og í svona gildru ganga þeir ekki í bræðurnir þrettán. Ég fékk semsagt aldrei dóminn felldan niður og á sakaskrá minni eru enn þá ein eða tvær kartöflur sem ég fékk í gegnum árin og tel ég það nokkuð vel sloppið þegar ég hugsa til baka og man hvernig ég hagaði mér nú oft á tíðum og geri stundum enn ef út í það er farið. Enn tilhugsunin við kartöflur, Grýlu og Leppalúða, já og jólaköttinn voru nóg til að halda sex til níu ára síbrota dreng einsog mér á beinu brautinni og það dugði nú bara að skoða teikningar af Grýlu í bók til að kippa öllu suði, grát og frekju í liðinn og minn maður var farinn að haga sér og farinn snemma í háttinn enda vissi ég einsog öll börn að hún Grýla byggi í helli uppi á Helgafelli og helvítis nornin gat því séð öll prakkara strikin mín og sótt mig ef ég héldi mig ekki á mottunni. Í dag eru það skatturinn og Herbalife sölumenn sem hafa komið í staðinn fyrir þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða og ef þið verðið ekki stillt og prúð þá lendið þið í klónum á þeim.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2015 | 11:06
Nöldurhorn Högna.
Þessi pistill birtist nú á dögunum í Mosfellingi.
Nöldurhorn Högna.
Góðan daginn, ég vaknaði á dögunum við þá staðreynd að ég þyrfti að skafa framrúðuna á gulu þrumunni minni á leið til vinnu. Svo er ég búin að kaupa mér neyðarkall af björgunarsveitinni, moka endalaust af laufblöðum við úti dyrnar hjá mér sem ég reyndar held að öll laufblöð í Mosó fjúki beint fyrir framan útidyrnar hjá mér.
Mínir menn í Liverpool hanga á miðri töflunni enn og aftur,og í vinnunni minni erum við á fullu að undirbúa skötuna í ár. Það þýðir bara eitt, það eru að koma jól.
Já Jólin 2015 eru á næstu grösum með öllu því stuði og brjálæði sem fylgja þessari elski á hverju ári. Það er ýmislegt sem merkir að jólin séu á næsta leiti og mismunandi hlutir sem kveikja í okkur jólaskapið svona til að minna okkur á að brátt byrjar ballið. Sumt byrjar þó mis snemma og sitt sýnist hverjum hvenær er rétti tíminn og hvað er alltof snemmt. Maður er ekki farinn að huga að kaupa skóladót handa krökkunum þegar fyrsta auglýsingin birtist um að Bó og co séu að fara að halda jólatónleika í Hörpu og allt sé að verða uppselt..Fyrstu kemur fyrstur fær... Svo í hádegis auglýsingum í útvarpinu daginn eftir er búið að skella á 13 auka tónleikum og það eru örfáir miðar eftir. Svo fyllast allar síður af heildsíðu auglýsingum af jólahlaðborðum síðustu dagana í sumarfríinu. Svo ert þú ennþá að kaupa sólstóla og skoða trambolín í rúmfatalagernum þegar allar hillur eru ornar fullar af jólasveinum og seríum og þú finnur ekki vindsængur í hillunum fyrir jólakúlum. Svo má nú ekki gleyma IKEA sem er kóngurinn í að byrja jólin snemma , þar sem að páskarnir eru varla byrjaðir þegar allt fyllist af gervi jólatrjám og kertastjökum í hillum þessa völundarhúss í Garðabænum. Þeir hafa nú undanfarin á sett upp jóla geit sem skreitt er seríum og margir hér á landi geta ekki haldið upp á heilög jól nema brenna kvikindið að minnsta kosti tvisvar sinnum í aðventunni og þetta árið fannst geitinni nóg komið og framdi sjálfsmorð í október þetta árið. Ég meina hvað er nú hátíðlegra en 4 metra há og upplýst GEIT svona á haustmánuðum.
En nóg komið að svartsýnis nöldrinu í mér ég held nú bara upp á jólin í desember svona af gömlum vana og ætla mér ekkert að breyta út af laginu í ár.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2015 | 21:43
Ísland lang bezt í heimi !
Þesssi Pistill birtist í Mosfellingi nú í dag.
Ísland lang bezt í heimi !
Já það er ekkert leyndarmál við Íslendingar og landið sjálft erum bezt í heimi ekki satt?
Að okkar mati að minnsta kosti, og það er jú það sem skiptir máli. Þessi c.a. 330 þúsund manna þjóð hefur alltaf verið bezt og löngu áður en við hlutum sjálfstæði. Við erum fallegust, að minnsta kosti konurnar okkar (þessar elskur), enda höfum við unnið Miss World örugglega milljón sinnum.
Við erum sterkust, það fer ekkert á milli mála enda höfum við alið af okkur þvílík heljarmenni og tröll í gegnum tíðina og þeir sem ekki eru sammála því geta bankað upp á hjá FJALLINU og félögum og rökrætt það eitthvað frekar ef þið eruð ekki til í að skrifa undir þessar fullyrðingar mínar. Við eigum bezta lambaketið, smjerið, ísinn og af sjálfsögðu fiskinn okkar,bezta heita vatnið, við framleiðum bezta álið, eigum beztu malarvegina miðað við höfðatölu, eigum beztu háskólanna (allavega á topp 5000.000), við eigum beztu rithöfundana, listafólkið og tónlistarmennina. Við eigum beztu Íslensku krónuna þó hún sé einskis virði, bezta grænmetið og kartöflurnar, jöklana og eldfjöllin, við eigum beztu glæpamennina nei annars þeir eru hálfvitar, beztu fiskimiðin, við erum bezta smáþjóðin og núna er hægt að bæta í listann fyrir fullt og allt beztu íþrótta mennina.
Já ég er að drífa mig að klára þennan pistil svo ég geti horft á Íslenska körfubolta landslið karla keppa á EM í fyrsta skiptið svo þegar sá leikur er búin ætla ég að horfa á strákana okkar tryggja sig á EM í fótbolta í fyrsta skiptið og verða fámennasta smáþjóðin til að tryggja sér þátttöku á stórmóti karla EVER og hana nú. Fótbolta stelpurnar okkar eru búin að setja markið hátt sem reglulegur þáttakandi á stórmóti og ég tala nú ekki um gull, silfur og brons strákana okkar í handboltanum sem er að fara að spila á enn einu stórmótinu í janúar. Já við erum stórveldi þrátt fyrir nokkrar hræður á skerinu kalda. Skítt með það þó svo að við erum vanhæf og kunnum ekki að stýra bönkum, grafa Vaðlaheiðagöng, byggja Landeyjarhöfn, reka spítala og reka heilbrigðiskerfi allmennt. Skítt með það að hér sé ekki sól og 35 stiga hiti allt árið og skítt með hrunið.
Því nú eru bjartir tímar fram undan, Ísland á EM og Ísland BEZT í heimi.
Áfram Ísland. Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2015 | 14:14
Túnið 2015.
Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú fyrir bæjarhátíðina í túninu heima.
Túnið 2015.
Þá er komið að því gott fólk að bæjarhátíðin okkar í túninu heima fer að hefjast og mörg okkar eru vissulega búin að bíða spennt yfir því að missa sig algjörlega í skreytingunum í ár og toppa það síðasta með látum. Það er algjörlega deginum ljósara að þessi dómnefnd sem sér um að dæma í litakeppninni okkar skemmtilegu var úti að skíta á síðustu bæjarhátíð þar sem hverfið mitt vann ekki, og hana nú, enda hafi sá orðrómur gengið í bæjarfélaginu að sigur liturinn á síðasta ári hafi beitt belli brögðum til þess að hreppa vinninginn. Að þau hafi mútað dómnefndinni með rándýru tásu nuddi, fífla blómvöndum, tveimur tyggjópökkum og út að borða í grillnesti fyrir tvo. En hvað sem þessum samsæriskenningum varðar þá er komið að gula hverfinu í ár og nú er einsgott að við gulu munum fríka út í vitleysunni þegar kemur að skreyta húsin og prjóna gular lopapeysur þetta árið svo við vinnum í ár.
En að allt öðru máli sem eru forseta kosningar, þær hafa verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið og sitt sýnist hverjum um hver ætti að verða næsti forseti okkar Íslendinga. Hvort Óli Mos (Ólafur Ragnar Grímsson) muni gefa kost á sér aftur nú eða hvort að Gnarrinn ætli að bjóða sig fram eða bara einhver allt annar muni gerast húsráðandi á Bessastöðum næstu árin. Það er nú þannig í okkar lýðveldi að forseta embættið sé nokkurskonar hátíðar embætti og valdalaust, en þó ekki alveg. En í sumum þjóðum eru forsetarnir þeir valdamestu og ráða mjög miklu. Í Kanaveldi eru það tveir frambjóðendur sem eru hvað fyrirferðamestir um þessar mundir og eru það Hillary Clinton á öðrum vængnum sem sumir segja að fari í framboð fyrir flokkinn og svo er það hrokafyllsti pappa kassi heims MR. combover (yfirbreiðslan sjálf) Donald Trump. Það skiptir okkur Íslendinga nefnilega nokkuð miklu máli og heiminn allan í sjálfu sér hver verður á Bessastöðum þarna vestur frá enda er forseti Bandaríkjanna einn valdamesti einstaklingur veraldar og ákvarðanir sem eru teknar það gætu haft áhrif á budduna okkar í Mosfellsbæ. Svo sem gengi krónurnar, vextir, bensínverð og annað sem getur sveiflast út af heimsmarkaðs áhrifum. Þá er spurningin hversu hættulegt er það fyrir heimsfriðinn að Trump á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Guð hjálpi okkur ef svo verður....
Högni Snær. www.kliddi.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2015 | 22:18
Fræðslan.
Sælir þessi pistill birtist í Mosfellingi í dag.
Fræðslan.
Ég var að spá í að skrifa pistil um strákana okkar, strákana okkar í Mosfellsbæ sem eru að keppa við Hauka í handboltanum en því máli var gert vel undir höfði í síðasta Mosfelling með þrumu pistli frá Togga.
Það sem mig langar að skrifa um er annað mál sem hefur verið í umræðunni síðustu vikur og daga og það er umræðan um að fræða, hinsegin fræðsla. Hafnfirðingar hafa ákveðið að bjóða upp á hinsegin fræðslu í skólum bæjarins og sumir samlandar okkar hafa farið gjörsamlega yfir um við þessi tíðindi hafnfirðinga. Sá sem farið hefur hvað geyst í þessu máli er sjálfskipaður verndari barna á Íslandi og er þessi hermaður í heilögu stríði við allt sem er hinsegin eða gay. Öll fræðsla er góð og útskíra fyrir börnum hvernig lífið er er gott mál ég ætla ekki fólki í þessari fræðslu að heilaþvo börn og snúa þeim einsog sumir vilja meina að verði gert í Hafnarfirði heldur held ég að fræða börnin um það að allir einstaklingar eigi jafnan rétt á sér hvort sem þau eru að sama lit, á hvað þau trúa, hvar þau búa, að hvað kyni þau verða ástfangin af og meira að segja með hvaða helvítis liði þau halda í enska boltanum, skiptir ekki máli.
Þessi maður sem er í heilögu stríði við allt það sem er gay heldur því fram að barnagirnd og samkynhneigð sé það sama. Að bjóða upp á hinsegin fræðslu í skólum sé það sama og þeir hrikalegur glæpir,pyntingar og kynferðisbrot sem framin voru á Breiðavík. Ég tek það nú fram að þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar og allir hafa rétt á að hafa aðra skoðun á þessu máli og ég.
En er þessi maður ekki í fokking lagi ? Að líkja saman Breiðavíkur málinu og fræðslunni í skólum Hafnarfjarðar?
Að það hafi sömu áhrif á börnin?
Það sveimar í glugganum húsfluga á meðan ég skrifa þetta og ég held að hún sé með fleiri heilafrumur í kollinum en síkáti sönghesturinn sem heldur þessu fram.
Það varð allt vitlaust í símatíma á ágætri útvarpsstöð hér í borg meðan málið stóð sem hæst og fólk sem hringdi inn væri nú alveg viss um að þessi fræðsla væri verkleg sýnikennsla með samförum af fólki af sama kyni. Eru þið ekki að fokking grínast.
(þetta kann að hljóma einsog brandari úr fóstbræðrum en ég er ekki að skálda þetta)
Þáttastjórnandinn var nú ekki viss, en vildi ekki útiloka það í þættinum einsog það sé venjan í skólum landsins að allur lærdómur værir settur á svið með sýnikennslu. Ég var nú ekki duglegasti námsmaðurinn á mínum skólaárum og tók því miður ekki allt of vel í tímum en ég man ekki eftir því að í kynfræðslu að umsjónakennarinn hafi hóað í eiginmann sinn til að kenna okkur þessi mál. Nú eða þegar ég var að læra um Gíslasögu Súrssonar að Gulla kennarinn minn hafi skylmst við einhvern Vestfirðing eða höggið mann og annan til að koma okkur í skilning um hvað þar fór fram. Eða ekki man ég eftir því að sögu kennarinn minn hafi haft sýni kennslu um hörmungarnar í seinni heimstirðöldinni með tilheyrandi blóðbaði.
En sumt fólk sem hringdi inn á útvarp sögu var VISS um að það verði í Hafnarfirði í hinsegin fræðslunni.
Högni Snær www.kliddi.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2015 | 20:48
Marsmánuður.
Hér er páska pistillinn minn sem birtist í Mosfellingi.
Marsmánuður.
Ó jæja þá er marsmánuður að lokum kominn og kemur aldrei aftur til okkar, nema auðvitað á næsti ári en samt ekki þessi. Þessi mánuður er oftast mjög skemmtilegur, fyrir mig að minnsta kosti og nóg um að vera og gerast. Frúin mín yndislega á afmæli í þessum mánuði og er orðin hundgömul alveg, og ég Unglambið, þarf ekki að stressa mig yfir afmælisplönum strax enda á kvikindið ekki afmæli fyrr en í maí.
Í þessum skemmtilega mánuði er alþjóðadagur kvenna, Gvendardagur, yngismannadagur, góuþræll, boðunardagur Maríu, Pálmasunnudagur þar sem dymbilvika byrjar og einmánuður byrjar. Ekki hef ég hugmynd um hvað allt þetta þýðir eða gerir en ég sá þetta í dagatalinu mínu og þetta hlýtur að vera svakalega merkilegt allt saman.
Þessi herlegheit byrja öll með hönnunar mars og ekki má nú gleyma aðal atriðinu MottuMars þar sem við karlpeningurinn fáum að safna hressilegri mottu, þuklum og þreifum á okkur til gagns, gamans, fróðleiks og fræðslu og vekjum máls á góðu málefni. Nýjasta byltingin þennan mars mánuð, er túttumars eða freethenipplesem kom aftan að okkur með miklum látum og enginn átti von á svona í lok mánaðar.Þar sem aðallega kvenfólk gáfu vörtunni frelsi í einn dag, það er að segja geirvörtunni, og ýmist beruðu eða fóru fínna í þetta og slepptu haldaranum góða.
Þessi nýjung í dagatalinu túttu mars fer mis vel í fólk og það skiptist í fylkingar með eða á móti en eitt verður að segjast hvað sem fólki finnst þá hefur þetta vakið athygli á þessum málstað að konur megi hafa vörturnar frjálsar og að afvopna hefndarklámið, klámvæðinguna af þessum líkamsparti kvenlíkamans. Hver veit nema að í framtíðinni verði þessa dags minnst sem mikils byltingar dags þar sem Íslenskar konur fóru fremstar í flokki og gáfu feðraveldinu löngutöng.
Í framtíðinni verður kannski haldið upp á þennan dag í barnaskólum, menntaskólum, vinnustöðum, elliheimilum, farið verður í skrúðgöngu á samstöðu tónleika á Arnarhóli þar sem forsætisráðherra og forseti þess tíma verður toppless með hátíðarræðu. Kannski verður flaggað Íslenska fánanum og gefið frí í skólum til að halda upp á þennan dag. Hver veit nema að í framtíðinni þegar einhver vitleysingur einsog ég fletti dagatalinu og sér merkt í því freethenipple og skilur ekkert hvað það þýðir einsog ég þegar ég sá Gvendardag eða yngismannadag.
En ég held nú að ekkert af þessu verði þó. Eða hvað?
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2015 | 16:02
Vá....................
Ég er nú ekki mikill aðdáandi hákarla og ég er viss um að jaws myndirnar hafi sitt að segja í barneskju um það. En tveir ferðamenn á fimm árum segir eitthvað.
Ég er matgæðinur mikill og er fyrir ítalskt,spænskt, mexicóst , og margt fleira en þessi er greinilega fyrir Þýskan mat.
Ferðamaður varð hákarli að bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)