Færsluflokkur: Bloggar

Með hækkandi sól.

Þessi pistill birtist í Mosfelling eftir áramót.

Með hækkandi sól.

 

politikurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já kæru Mosfellingar og nærsveitungar þá er Þorrinn gengin í garð og öll okkar helstu blót hafa gengið að mestu stórslysalaust fyrir sig. Það hafa verið etin þónokkur kíló af súrmeti og öðrum Þorrakræsingum á blótum hér í sveitinni og í kring. Hjá Dalsbúum, Kjósverjum og Aftureldingar fólki. Það verður að segjast að hvort sem þú ert óður í Þorramat eða hvort sem þú viljir frekar dauður liggja heldur en að leggja þér hann til munns þá verður að segjast að þetta er ansi skemmtileg hefð sem hefur myndast og það er alltaf skemmtileg að fara á Þorrablót.

Þá er janúar brátt að líða undir lok og það er ansi margt sem hefur angrað mig í þessu leiðinda skammdegi. Ber þar hæst að nefna dapurlegt en þó frekar fyrirséð gengi strákana okkar í handbolta á EM, við troðum þessum úrslitum rakleiðis í reynslubankann á yfirdrætti, og tökum næsta mót í staðin (ef við komumst þangað ?). Svo verð ég að grenja yfir gengi minna manna úr bítlaborginni, eftir að hafa gefið manni von í brjóst með sigri á City þá hafa þeir ekki hætt að skíta upp á bak í kjölfarið (2 í röð) og voru nú ekki lengi að ná undirrituðum á jörðina aftur.

En með hækkandi sól kemur brátt vorið og við sem erum búin að sakna kjörklefana þá er okkur boðið þangað aftur og í þetta skiptið til að velja í bæjarstjórn. Það vill nú svo til að á mínu heimili er yngsti fjölskyldumeðlimur orðin ansi pólitískur þrátt fyrir aðeins 9 ára aldur of hefur hann tekið þver öfuga stefnu í þeim málum miðað við annað heimilisfólk. Hann fékk þá flugu í höfuðið fyrir nokkrum árum að verða einn mesti talsmaður Davíðs Oddsonar og Bjarna Benidiktssonar og skildi nú ekkert í því núna um daginn að ekki skildi vera frí í skólanum þegar heilagur Davíð varð 70tugur, enda konunglegt afmæli þar á ferð að mati þess stutta.Mér var hætt að standa á sama þegar hann og hálf áttræð amma hans stand í rökræðum um þessi mál því blóðþrýstingurinn í ömmunni var komin vel yfir hættumörk.

 Nú þeir sem mig þekkja geta svarið fyrir það að ég kom hvergi nálægt því að fylla hann af pólitísku bulli hvað þá að gera drengin að sjálfstæðismanni enda mundi ég eflaust lenda á borði barnaverndarmála fyrir vikið. En hann er grjótharður á þessum skoðunum sínum og talar jafnan um heilaga þrenningu þegar þessir kumpánar berast á tal. Þeir Davíð, Bjarni og Jesú.

En ég get kannski reynt að snúa honum svona með hækkandi sól, eða voni að þetta þroskist af honum.

 

Högni Snær        


Jóla Pistill 2017.

Hér kemur jóla pistillinn sem birtist á síðum Mosfellings.

imagesDHQSGT4Z

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú þegar þetta birtist á síðum Mosfellings þá eru 2 mínútur í jól og flestir búnir að svona c.a. flestu. Hin sem eiga allt eftir eru væntanlega að tapa sér og truflast úr jólastressi og allt á síðasta snúning. Flest hafa eða höfðu venjur fyrir jólin hvort sem það er jólamaturinn sjálfur, eða velja eða skreyta jólatréð, fara á jólahlaðborð nú eða í skötuveislu eða eitthvað allt allt annað.

Ég og mín fjölskylda eigum mínar hefðir svo sem að setja upp sérstakt jólaskraut sem er „Made in China“ og vekur furðu og spurningar hjá þeim sem sjá það og líka að sjálfsögðu hefðbundið skraut sem verður að fara á sinn stað á hverju ári. Undanfarin ár er orðin föst hefð hjá mér að fara í skötuveislu hjá Villa og Sigrúnu og SNILLINGUNUM í Fagverk sem sjá um að gera það kvöld svakalegt. Ásamt mörgum öðrum skemmtilegum hefðum í kringum jólahátíðina, aðventuna og áramótana.

Það eru tímamót hjá mér þessi jól því að nú er ég búin að skipta um starf eftir um það bil 8 ár á sama stað og ég mun afgreiða Þorláksmessuskötuna og jóla og áramóta humarinn yfir afgreiðsluborðið í Hafinu Hlíðarsmára þar sem ég er byrjaður að starfa. Það verður að segjast að það er mjög skrítið að skipta um starf eftir að hafa verið lengi á sama stað og þá saknar maður allra föstu kúnnana og starfsfólksins sem maður er búin að umgangast síðasta áratug, og það eru margir Mosfellingar sem höfðu vanið komu sína þangað. En svona er nú lífið og ég get farið að rífa kjaft í Kópavoginum í staðinn.

Svona í blálokin þá vil ég koma með smá ábendingu. Einsog allir Íslendingar vita þá lesa jólasveinarnir alltaf Mosfelling og vil ég nota tækifærið og tala mínu máli. Það var þarna dagur sem ég átti víst að fá kartöflu en fékk bara ekkert..... hvað var það.... svo er þetta með að fá tannkrem,svitalyktareyðir og sokka... Hvað varð happaþrennurnar, DVD myndir og jólabjórinn...nei nei ég er bara að grínast ég er Alltaf sáttur við sveinana 13.

Ég þakka fyrir mig og gleðilega jólahátíð og nýtt ár.

Högni Snær.                              

 

 


Væntingar.

Þessi pistill birtist á síðum Mosfelling á dögunum.

images

 

 

 

 

 

 

 

Væntingar.

Öll höfum við vonir og væntingar fyrir framtíðina, fyrir okkar fjölskyldu og ættingja. Einnig varðandi ýmsa hluti í kringum okkur, já eða bara ástandið yfirlétt. Það er komið haust og við byrjum þetta haust á rigningu og roki, og stökum sinnum að skafa rúðurnar á morgnanna og undirritaður hefur þurft að beita sköfunni 4 sinnum þetta haustið. Það er nú ekki vandamál enda hokinn af reynslu með ýmis vopna á lofti svo sem bókasafnsskírteini, geisladiskahulstur, illa nagaðar neglur já og svo inneignalaus debetkort svo eitthvað sé nefnt.

Það er líka komið að árlegum viðburði eða þannig. Kosningar. Það er ekki nema c.a. ár síðan við kusum síðast þannig að við eigum að vera í góðri æfingu við að koma X-inu okkar fyrir á réttan stað. Ég nenni ekki í neinn kosningaráróður hér í þessum pistli þannig þið kjósið eftir ykkar hentisemi. Nú ef þið eruð eitthvað óánægð með ykkar val þá bara kjósið öðruvísi næsta haust, ef þetta á að vera árlegur viðburður hér á landi. Nú ef það gerist ekki og þið eruð yfirbuguð af söknuði í að komast í kjörklefann þá eru alltaf sveitarstjórnar kosningarnar í vor....

En öll höfum við væntingar hvað framtíðin ber í skauti sér og allt það, ef ég nota hátíðlegt orðalag hvort sem það er pólitíkin eða eitthvað annað. Ég rifjaði eitt upp sem ég sagði þegar ég var svona c.a. 10 ára. Nú svona í gegnum árin hef ég verið ágætlega yfirlýsingarglaður og sjaldan verið innistæða fyrir stóru orðunum eða loforðunum enda hef ég ekki alltaf hugsað þau til enda. En þetta var sennilega 1990-1991 sem ég lét þetta loforð falla „Þegar Ísland kemst á HM þá ÆTLA ÉG AÐ FARA, þó svo ég þurfi að selja allt sem ég á“ minnir mig að ég hafi sagt. Ég átti nú ekki von á þá að  ég þyrfti að efna þetta loforð enda fátt sem benti til þess að þetta væri á döfinni næstu 50 árin, (þegar maður er 10 ára er maður gamall karl um 35) eða þangað til að ég yrði gamall karl. Ég var heldur ekki að spá í að HM gæti verið haldið í Suður Ameríku, Afríku, Katar nú eða Rússlandi. Ég var heldur ekki að spá að ég væri komin með fjölskyldu og  í vinnu og gæti því ekki bara skroppið á HM sisvona.

En á dauða mínum átti ég von á frekar en árið 2018 þyrfti ég að efna þessi stóru orð 10-11 ára gutta úr sveitinni, og það skal ég glaður gera ef yfirdrátta guðirnir eru mér hliðhollir.

 

Högni Snær.                  

 

 

 

 

 


Fullorðinn.

Þessi pistill kom í Mosfellingi í lok sumars.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fullorðinn.

Þá er það skeð, það er komið, hann er orðinn fullorðinn. Búin að rífa sig úr gelgju unglingsáranna og hrista af sér hvolpaspikið fyrir löngu síðan og  bara orðinn fullorðinn. Bærinn sem er annaðhvort kenndur við kjúkling eða pizzu er orðinn fullorðinn, 30 ára gamall. 

Já ég var staddur á túninu fyrir utan Hlégarð þann 9 ágúst 1987 þá sjö ára gamall kjamsandi á pylsu með öllu nema hráum og RC cola þegar við héldum upp á það að Mosfellssveit væri nú orðin Mosfellsbær. Ég spáði nú ekkert í því þá hvað þetta nú þýddi enda hafði bærinn ekkert stækkað af viti yfir nótt þann daginn og var nú kannski hellst þá merkilegt að geta sagst búið í bæ en ekki sveit. Og ég held að pylsurnar, karamellurnar og skemmtiatriðin (ég man ekki hver voru) hafi nú frekar heillað 7 ára snáða heldur en ræða sveitastjóra/bæjarstjóra um framtíð bæjarins og svo framvegis.

Margt hefur nú breyst í sveitinni okkar fögru á þessum 30 árum, margt til hins betra og annað til hins verra og sitt sýnist hverjum í því. Mér finnst þó sveitarómantíkin ekki vera langt undan ennþá en með hverju túninu sem er byggt upp og skelltur er þangað kofi þá fjarlægist hún (sveitarómantíkin) hægt og rólega. Maður verður að fara upp á fell og fjöll, eða upp að Hafravatni eða upp í dal til að upplifa hana innan bæjarmarkanna. Til marks um það þá hef ég ekki (óvart) stigið í kinda eða hrossaskít upp á Helgafelli í mörg ár, nú stígur maður bara ofan í hundaskít sem einhver nennir ekki að hirða upp.

En hver eru markmið næstu 30 ára ? Ég vona að við þurfum nú ekki að byggja endalaust upp og fjölga bæjarbúum og mörg þúsund í viðbót, þetta fer að verða gott. Eigum við ekki bara að segja svona 15-16 þúsund max væri gott í Mosfellsbæ. Á 60 ára bæjar afmælinu okkar verður kannski tilkynnt um að Mosfellsbær verði orðin Mosfellsborg og af því tilefni verður opnaður nýr yfirbyggður 18 holu golfvöllur í bæjarfélaginu ( sem verður krafan eftir 30 ár). Kjósin mun óska eftir sameiningu við Mosfellsbæ og eftir íbúakosningu verður sagt já. Afturelding verður í toppbaráttunni í efstudeild eftir að hafa fagnað bikarmeistaratitli það sumarið og í handboltanum verðum við í meistaradeild. Vígður verður rúllustigi upp á Úlfarsfell og ég gæti talið upp fleiri framtíðarbulls tillögur.....Nei bara grín.

 En gerum vonandi verður aldrei eitt að veruleika að við sameinumst fjandans túttunum í Reykjavík.

 

Högni Snær.                    


Það er comið sumar ?

Þessi pistill kom í Mosfellingi í byrjun Júní.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er Comið Sumar ?

Þá erum við stödd hér aftur, enn og aftur á þessum yndislegu tímamótum. Það er komið sumar. Já ég ætla að halda því fram hér á síðum Mosfellings að ÞAÐ SÉ komið sumar og hana nú. Ég spái því að júní, júlí og ágúst hretið með næturfrosti og snjókomu láti standa á sér í ár, svo öruggur er ég. Sá gamli (ég) meira að segja búin á slá og fá eitt móðursýkiskast við að koma helvítis trampólíninu upp. Að setja saman svona drasl einsog trampólín saman er ekki minn tebolli, ég tala nú ekki um þegar maður er með 10 þumalputta einsog ég þá hlakka ég til þessara vorverka álíka mikið og að þurfa fara til tannlæknis eða í verslunarferð með konunni í  Kringluna.

En þetta sumar gott fólk verður skráð í sögubækurnar, ó já munið þið það „Sumarið 2017 ! „. Það verður ekki fremst í sögubókum fyrir þær sakir að Íslenska kvennalandsliðið verður evrópumeistari í fótbolta í Hollandi í sumar (sem vonandi verður) eða að Ísland vinni Króata á Laugardalsvelli 5-0 þann 11 júní (sem ég einnig vona, en sætti mig við 1-0). Nú eða að Afturelding og Hvíti Riddarinn fari upp um deild í sumar (og ég hef öruggar heimildir fyrir því að það muni gerast) Nei þetta sumar fer í í sögubækurnar fyrir þær sakir að hér opnaði Costco. Á klakann mættu sólbrúnir Bretar og Ameríkanar með skottið fullt að vörum og drasli til að selja sveita varginum á niðurgreiddu verði. Svo ódýrt mun allt draslið vera að  við erum tilbúinn að borga 4800 kr. á ári bara til þess eins að fá inngöngu í húsið til að versla. En nú brá kananum, Íslendingurinn mætt með veskið fullt af peningum, auka heimild á kortinu og yfirdrátturinn hefur ekki farið svona hátt síðan 2007. Röðin af bílum og fólki náði nánast upp á Akranes og við tókum okkur til og tæmdum sjoppuna á fyrstu dögum opnunar. Meira að segja bangsar á stærð við vörubíla sáust í eftirdragi á bílum út um alla borg, og meira að sega 400 þúsund króna gíraffin sem var í búðinni er kominn upp í Hlíðar og einhver situr heima grátandi yfir því að hafa hugsað málið og til að hafa ráðfært sig við konuna hvort þetta séu kjarakaup...nei hann er uppseldur. Olíufélögn höfðu sko ekki áhyggjur af þessari búllu enda hafi þeir haldið því fram í mörg ár að það sé ekki hægt að lækka líterinn...

Svo mætti Costco og.......... in your face....... lengi lifi samkeppninn.

 

Högni Snær.                                          

 

 

 

 


Kæru Sveitungar.

Þessi pistill kom í Mosfellingi nú á vordögum.

 

17010819367 2c4d8c71f4 b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kæru Sveitungar.

Já komið þið sæl og takk fyrir síðast. Hvort sem það var að við hittumst um daginn á förnum vegi eða bara hér á síðum Mosfellings.

 Að vera Mosfellingur er góð skemmtun.... jaaa svona oftast nær, það er mikið ábyrgðar hlutverk að vera Mosfellingur, að minnsta kosti,  en í senn mikil forréttindi.  Þó svo að Mosfellingar telji rúm tíu þúsund þá er ég orðin svo fjandi gamall að ég fæddist í Mosfellssveit (3000-5000) , þó svo að andlegi þroskinn minn telji 10 – 11 ára þá er ég orðin 20+. Já eða um 25-30+.... Jæja þið getið svo sem reiknað hvenær Mosfellssveit varð að BÆ. Svo ég komi mér að andskotans efninu þá held é að við þurfum að útbúa bækling fyrir Nýja  Mosfellinga.  Um sögu okkar, hefðir og venjur. Það mætti svo sem smella í doðrantinn stuttu „Bio“ um alla snillingana sem sveitin hefur alið svo að við hin höfum eitthvað til að stefna að (í næsta bækling). Hvar á ég að byrja... Hjalti Úrsus, Dóri heitin LAX, Steindi, Jón á Reykjum,Ragnheiður mín Ríkharðs,  Dóri DNA, Stjáni póstur og svona  c.a 1569  manns í viðbót sem ég hef hvorki þolinmæði, né skrifpláss til að nefna.

En „velkomin heim bæklingur“ gæti fylgt öllum sem ákveða að flytja í sveitina góðu. Í þessum bækling þurfum við að koma upplýsingum inn hvernig á að haga sér í sveitinni, Það er kannski skrítið að vera fæddur og uppalin í öðru bæjarfélagi og þurfa að flytja í sveitina og læra nýjar reglur. Svo sem að keyra í gegnum 62 hringtorg á leið til vinnu  án þess að lenda í slysi, og gefa fucking  stefnuljós í  öllum 62 , að dansa í Hlégarði (Níels og Haukur Sörli bjóða upp á dans tíma annan hvern þriðjudag í Harðarbóli)  , fara út að labba með hundinn og tína upp eftir hann hunda skítinn (þetta er regla sem mörgum tekst illa að læra, úr hvaða bæjarfélagi sem þau koma) að mæta á þrettándabrennu á réttum degi  ( hún hefur ekki verið haldin á þrettándanum í c.a 5-10 ár) og að mæta á AFTURELDING leiki. Alltaf... karla.... kvenna... handbolta...fótbolta.. blak og hvað sem er. Mér andskotans sama hvort þér hafið verið ælt úr Hlíðunum eða verið skitið úr safa mýrinni. Þú mætir á heima leiki. (já Högni þú líka). En nú er tuð plássið mitt uppurið þessum Mosfellingi  þannig að ég verð að halda áfram með þetta seinn. (To be continued)

 

 

Högni Snær.       


Snillingar....

 

Þessi pstill kom í Mosfellingi eftir áramót.

 

 

IMG 0140

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snillingar.

Við Mosfellingar getum montað okkur af mörgu gæða fólki sem sveitin okkar hefur alið af sér í gegnum tíðina og aldirnar. Og þessi vettvangur er ekki nógu langur eða stór (pistil plássið) nú eða ég nógu klár og vel lesin til að telja það góða fólk allt saman upp. Ég veit bara að Mosfellssveitin er að mestu leiti samansafn af heimsklassa snillingum, svona upp til hópa. Jafnvel aðfluttir sveitungar eru þar með taldir með. Ég verð nú að nefna í því dæmi líka brottflutta Mosfellinga, það má ekki dæma þá fyrir að hafa flutt út fyrir hreppamörkin og yfir í annað bæjarfélag eða hvað þá af landi brott. Því freistingarnar eru margar og víða.

En að alvarlegri nótum þá varð mér hugsað til marga þeirra snillinga á liðnum vikum þegar leitin að henni Birnu stóð sem hæst. Því við Mosfellingar höfum á að skipa frábæra björgunarsveit í bæjarfélaginu okkar. Björgunarsveitin Kyndill. Þó svo að björgunarsveitirnar hafa mikið verið í fréttum að undanförnu vegna umfangs þessara leitar þá er þetta fólk á bakvakt allan sólarhringinn allt árið um kring. Tilbúið við að fara úr vinnu, fara frá matarborðinu, frá fjölskyldu sinni og ættingjum, úr rúminu á nóttunni til þess að hjálpa fólki í neyð.

Fyrir þá sem það ekki vita þá er þetta ekki hátt launað starf enda eru þau ekki að þessu launana vegna.

Þetta eru að öllu leiti sjálfboðaliðar.

Sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikið streð, sinn frítíma og vinnutíma til að bjarga og aðstoða mig og þig þegar við þurfum á að halda.

Hvað getum við gert til að hjálpa til ???

 Við getum farið í bakvarðasveit og lagt okkar að mörkum (https://www.landsbjorg.is/felagid/bakvordur).

Við getum keypt 1 stykki lyklakippu á ári sem þau selja.

Og við getum keypt þá flugelda sem við ætlum að kaupa fyrir hver áramót af þeim en ekki af einkaaðilum.

Þetta er þeirra fjáröflun til að reka björgunarsveitirnar.

Já Mosfellingar (og landsmenn allir). Þetta er ekki mikið sem við getum gert til að aðstoða þau en við skulum drullast til að gera það samt... ekki satt.

 

Högni Snær.                           Kliddi.blog.is.


Von eða vonbrigði.

Þessi pistill Kom í Mosfellingi nú í byrjun Desember.

 

Hi Do You Know Who I Am Funny Donald Trump Meme Picture

 

 

 

 

 

Von eða vonbrigði.

 

Í undanförnum 2-3 pistlum hef ég ýjað að því að pappakassinn, rugguhesturinn og come over dívan Donald Trump gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Ég ritaði þetta bæði með mikilli kaldhæðni og von í brjósti um þetta myndi aldrei gerast þó svo að mig grunaði að úrslitin færu á versta veg. Sem og svo gerðu. Fyrirfram hefðu flest allir heilvita menn spáð því að hann myndi tapa, jafnvel þótt að á móti honum yrði keppinautur sem enginn kysi. Ef fólk þyrfti að velja á milli Trumps og segjum...? Flóðhests. Þá yrði flóðhesturinn sennilega fyrir valinu í staðinn fyrir Trump. Enda Trump einn sá fáránlegasti karakter úr hópi þessara milljóna sem búa þarna vestur frá. Enn flóðhesturinn var skilinn eftir heima og skárri kostur valinn, Hillary Clinton. Enda þaulvant kjarnakvendi þar á ferð með mikla reynslu að spillingu í hvíta húsinu, þó svo að ég yrði ekki hrifin að því að hún yrði valdamesta manneskja veraldar. „Slam Dunk“ myndi einhver segja. Hann á ekki séns. En nei Kaninn kom mér heldur betur á óvart og ég sem hélt að þeirra heimskupör gætu ekki komið mér á óvart lengur. Þeir völdu fíflið. Manninn sem hendir grátandi ungabarni út af fjöldafundum hjá sér. Manninn sem hvetur til þess að lemja fólk ef það vill ekki kjósa sig. Manninn sem ætlar að byggja múr meðfram landamærum Bandaríkjanna svo að Mexíkanar sem hann kallar nauðgara og glæpamenn upp til hópa komist ekki inn. Manninn sem sagðist ætla að refsa konum fyrir að fara í fóstureyðingu. Manninn sem kallar hlýnun loftlags og gróðurhúsa áhrif lygi. Já manninn sem lifir samkvæmt mottóinu að konum á að taka á móti með „grab them by the pussy“ enda megi hann allt hann er svo frægur og ríkur. (soorry Hilmar smá ljótt orðbragð þarna) Og ég gæti haldið áfram nánast endalaust.

En fjandinn hafi það þetta fífl verður valdamesti maður í heiminum næstu fjögur árin eða svo. „Shitt“ heimur versnandi fer. Það má kannski lesa úr þessum pistli að mér er nú ekkert sérlega hlýtt til Trumparans þó ég þekki kauða ekki neitt. En það er nóg fyrir mig að vita að þetta var vonarstjarna Ku Kux Klan, Alt-rights og fleiri álíka félagsskaps þarna vestur frá.

En fjandinn hafi það ég breyti engu um að nöldra um það hér í Mosfellingi. Fuck it. Ég segi bara gleðileg jól Mosfellingar og gæfuríkt ár, over and out.

 

Högni Snær.                      


Haustið.

Þessi Pistill kom í Mosfellingi nú í haust.

 

gardening leaf tree rake raking mess jmp081011 low

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Haustið.

Þá er komið að því, sólarvörnin komin í skúffuna, garðsláttuvélin inn í geymslu og garðurinn fullur af gulnuðum laufum. Það er komið haust, handboltinn byrjaður að rúlla og sá enski kominn á fullt. Það er orðið uppselt á hverja jólatónleikana á fætur öðrum og Baggalútur og Bó glotta við brjálaðri miðasölu jólaþyrstra Íslendinga. (P.S. mig langar á Bagglút ef einhver á lausan miða J )

Alþingiskosningar eru á næsta leiti og sitt sýnist hverjum hvaða flokk þeir setja x-ið við í ár og „Wintris“ málið verður á oddinum að minnsta kosti hjá þeim sem hafa gleymt gullfiska minninu og muna af hverju við kjósum á svona ókristilegum tíma. En veröldin riðaði nánast til falls um daginn og þegar ég opnaði mbl.is þá sá ég skýrt hvers vegna. Ekki er það vegna hræðilegs stríðs í Sýrlandi og flóttamennina sem þaðan streyma til að bjarga lífi sínu og barnanna sinna, nei ekki vegna þess. Ekki vegna þess að snaróður rugguhestur vestur í Ameríku er nálagt því að tryggja sér valdamestu stöðu heims , nei ekki vegna þess. Ekki vegna þess að fjölmiðlamenn lögðu fyrrverandi forsætisráðherra lands og þjóðar í svívirðilega gildru með því að spyrja hann út í Panamaskjölin og fletta ofan af þeim málum öllum þegar þeir áttu að vera spyrja hann um eitthvað allt annað, nei ekki vegna þess.

Fjölmiðlar bæði ríkis og óháðir, samfélagsmiðlar, snöpp, og netsíður voru fullar af fréttum ekki um þessi mál sem ég nefndi hér áðan heldur að tveir leikarar á fimmtugs aldri eru að ákveða að skilja í þriðja eða fjórða skiptið... hvort. Ef ég man rétt þá voru fimm mest lesnu fréttirnar á mbl um þau, hvar þau búa, bjuggu, lífskeið þeirra í máli og myndum, fréttir um börn þeirra, foreldra og ég veit ekki hvað. Meira að segja þegar ég smellti á veðurspánna þá voru þar fréttir um ævi og örlög „Brandgelínu“ fyrirbærisins. Nei ekki alveg kannski en næstum því. Eru ekki merkilegri hlutir sem við þurfum að velta okkur uppúr ? Stríðsástand og hörmungar sem heimsbyggðin þarf að leysa úr?  Ekki að Brad Pitt sé á lausu, leyfið aumingja fólkinu að fá að vera í friði. Þó svo ég þekki einn ný orðin 40 ára sem grætur ekki að Angelína sé kominn á markaðinn.

 

Högni Snær                


Úr einu í annað.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi í Sumar 2016.

 

3099582600000578 0 image a 2 1454027249390

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úr einu í annað.

Þá er komið að þessum tímamótum sem við sveitungar bíðum spennt eftir á hverju ári þjóðhátíð Íslendinga... eða okkar Mosfellinga í túninu Heima. Það er troðfull dagskrá alla helgina og úr nægu góðgæti að kjamsa á þetta árið einsog önnur ár. Þessi hátíð sýnir að við þurfum ekki að að leggja land undir fót eða yfirgefa bæjarmörkin til að upplifa góða skemmtun eða góða bæjarhátíð.

Enski boltinn er byrjaður að rúlla en eitt árið kannski einsog við var að búast á þessum árstíma og ætti ekki að koma mikið á óvart. Við púlarar, flestir held ég, tökum þetta tímabil með blendnum hug enda var síðasta tímabil ekki að fylla neinar bikarhillur þó svo að tveir voru ansi nálægt því að enda í skápunum í bítlabænum. Ekki er nú að búast við því að margir rati þangað í ár þó svo að við vonum það besta og krossum okkar fingur og tær enda er orðið langt síðan að sá titill sem okkur þyrstir í mest hefur verið hjá okkur. Bara að hann endi ekki í Manchesterborg hjá þeim rauðklæddu.

Strákarnar okkar í boltasparkinu eru búnir að eiga gott sumar og eru þeir í næst efsta sæti þegar fimm leikir eru eftir og þetta VERÐUR ÁRIÐ sem við förum upp. Strákarnir í Hvíta Riddaranum eru lang efstir í sínum riðli og eru ekki búnir að tapa leik. Well done. Stelpurnar í Aftureldingu og Hvíta Riddaranum eru því miður ekki búnar að eiga eins gott sumar og strákarnir því verður að ganga betur næst.

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég pistil um að það væri stærðfræðilegur möguleiki á að Donald Trump gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna og það mætti alls ekki gerast. Þá var sagt við mig „ertu eitthvað klikkaður, hann fær aldrei svo mörg atkvæði til að hljóta tilnefningu repúblikanaflokksins“. En kvikindið náði kjöri og er ekki lengur með stærðfræðilegan möguleika heldur er MJÖG nálagt því. Bandaríkjamenn. Eru þið klikkuð ? Ætlið þið virkilega að láta þennan rugguhest verða forseta ykkar? Ekki veit ég hvað er í gangi þarna vestur frá, hvort að loftið sé svona mengað, drykkjarvatnið eða hvað þetta fólk er búið að vera að reykja en hárkollan er hættulega nálægt þessu og þetta er ekki fyndið lengur. Nú fer maður að vera smeykur. Ég bíð bara eftir að einhver segi „Nei djók þetta var bara grín hann verður aldrei valdamesti maður í heimi“.

En gleðilega bæjarhátíð.....          

Högni Snær.                    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband