Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2020 | 15:35
Covid tímar
Þessi pistill kom í Mosfellingi nú á Maí mánuðum.
Covid tímar.
Það er nú svo sannarlega rétt að við lifum á skrýtnum tímum, það er að minnsta kosti fyrir okkur flest að við höfum ekki upplifað aðra eins tíma og hafa geisað nú. Á mínum tæpum 40 árum sem ég hef lifað hefur slíkur heimsfaraldur ekki haft eins mikil áhrif á mitt daglega líf og annarra í kringum mig sem ég þekki einsog þessi faraldur. Maður hefur í gegnum árin séð og upplifað ýmislegt en það hefur alltað verið í skjóli einángunar okkar á Íslandi og við aðeins getað upplifað og ímyndað okkur það í gegnum dagblöð, sjónvarps og tölvu skjái.
En ég tel að við Íslendingar erum bjartsýnisfólk upp til hópa og höfum lifað á á þessum fræga frasa þetta reddast. Við höfum skriðið úr torfkofunum og vesæld og harkað af okkur hvað svo sem náttúruöflin og annað hefur haft upp á að bjóða í gegnum árin og aldirnar. Það er ekki fyrr en við erum komin á þann stað í dag sem öll okkar nútíma þægindi hafa vanið okkur við hið ljúfa líf, sem við eigum um sárt að binda. Við getum ekki farið á Barion og dottið í það, við þurfum að bíða í heilar 8 mínútur eftir að fá afgreiðslu á kassanum í Krónunni, komumst ekki í hárgreiðslu (það hlaut að koma af því að það væri ljós punktur að vera sköllóttur...) eða farið í fótsnyrtingu þegar við heimtum, komumst ekki á hlaupabrettið eða í lóðin í ræktinni og getum ekki farið á Tenerife um páskana.
Ég er hræddur um að langafar okkar og ömmur hefðu rassskellt okkur undan þessu væli í okkur íslendingum. En það er fólk sem á virkilega um sárt að binda og fólk sem hefur veikst illa og dáið. Ekki bara það sem við lesum um úti í heimi heldur í okkar nær umhverfi. Ég er ekkert undan skilin þessu væli, enda kannski mesti vælukjóinn af okkur öllum. Það er kannski kaldhæðni örlagana að þegar þegar við loksins töfrum fram sigur lagið í evrovision er keppnin blásin af, og loksins þegar við Púlarar erum komnir með aðra ef ekki báðar hendur á dolluna eru miklar líkur á því að árangurinn verði að engu og tímabilið þurrkað út. Og þegar maður var orðin grimmur í ræktinni að skafa af sér lýsið þá lokar Víðir World Class.
Vandamál heimsins eru stærri og meiri en að þurfa að bíða í röð í ríkinu, tökum okkur tak og brettum hendur fram úr ermum. Sól fer að hækka á lofti og það koma bjartari tímar. Þetta reddast.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2020 | 15:29
Haustið
Þessi pistill kom í Mosfelling síðasta haust og það hefur eitthvað dregist að koma honum hingað inn.
Haustið
Eftir í Túninu heima kom fyrsta haustlægðin með smá skell og eftir svona Mallorca veður þá var einsog maður hefði aldrei upplifað rok og rigningu á landinu kalda. Eftir skemmtilega Túns helgi þá hefur haustið mætt með roki og rigningu að vanda og þrátt fyrir rok sölu í sólaráburði og og flugna spreyji þetta sumarið þá mætir veður blíðan og minnir okkur á hvar á hnettinum við búum.
Ég vona að allir sveitungar hafi notið bæjarhátíðarinnar og hún verður flottari með hverju árinu. Ég varð nú ekki svo frægur þetta árið að mæta á Palla ballið en ég fékk að sjá Palla og glimmer gimpinn á bæjartorginu og hafði sá gamli gaman af.
En með haustinu koma líka jákvæðir tímar og það þýðir að handboltinn er byrjaður að rúlla og þegar þessi pistill er skrifaður þá vorum við að klára að vinna KA í fyrsta leik tímabilsins og okkar strákar fara vel af stað. Ekki var nú heldur dónalegt að strákarnir okkar í Inkasso deildinni rasskeltu Gróttu í gær og sýndu einsog svo oft í sumar að við eigum fullan rétt á þessari deild og við viljum ekki niður. Nei takk.
En þó sumarið hafi verið lygilega gott hvað veður varðar þá held ég að allir Mosfellingar geti verið sammála um að það er eitt sem við munum ekki sakna í vetur. Það er andskotans lúsmýið... Fari það kvikindi fjandans til, og undirritaður mun ekki sakna þess að klóra sig til blóða eftir svívirðilegar árásir liðinnar nætur. Það var ekki fyrr en eftir lækna heimsókn og pillu át að ég kunni ráð við ófétunum en það er að ef ég tek ofnæmislyf þá þá klæjar mig ekki svo mikið að ég geti nánast átt daginn lausan við klór og óþægindi.
En hvað um það nú á næstu vikum ætla strákarnir okkar í Inkasso að tryggja áframhaldandi veru þar og strákarnir okkar og stelpur ætla heldur betur að rífa kjaft í handboltanum í vetur.
Áfram Afturelding
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2020 | 14:29
Það mætti loksins.
Ég er búin að vera lélegur í því að setja inn pistlana undan farið, en þessi kom á síðasta ári.
Það mætti loksins.
Já komið þið sæl, þá er komið að sumar pistli ársins, og um hvað ætti ég svo sem að nöldra yfir í þetta skiptið. Yfirleitt er úr mörgu að velja því miður. En ég get ekki verið annað en MJÖG sáttur þessa daganna, eða þar um bil. Nei ég vann ekki í víkinga lottóinu nú eða júró jackpott, ekki einu sinni laugardags lottóinu. Nei ekkert slíkt, heldur voru mínir menn í bítlaborginni að næla sér í sjötta Evrópu bikarinn og það er súper næs. En þrátt fyrir að eiga eitt besta tímabil frá því að ég var 10 ára þá tókst poolurum ekki að taka þann enska ekki frekar en síðastliðin 30 en það var sæt sárabót að bæta þessum í bikaraskápinn og þessi verður ekki sá síðasti sem fer í skápinn góða þar á bæ. Gaman hefur verið að fylgjast með rígnum á milli Man U manna og kvenna og poolara undanfarnar vikur og það eru slíkir ástar neistar þar á milli að stuðningsmenn Man U vilja flestir frekar sjá enska titilinn fara til nágranna sinna í Manchester borg heldur en til Liverpool. Það segir ýmislegt um sambandið þarna á milli.
Svo er maður líka svo sæll og glaður yfir veðrinu, það má ekki gleyma að gleðjast yfir þjóðar íþrótt okkar Íslendinga. Ég er ekki að tala um handboltann heldur hina þjóðar íþróttina... veðrið. Það er heldur betur búið er að leika við okkur á suðvestanhorninu að minnsta kosti og ég bara skil ekki hvað er í gangi. Það er engu líkara en að veður guðirnir hafi fengið dúndrandi samviskubit yfir þessari drullu sem þeir hafa boðið okkur upp á á höfuðborgarsvæðinu síðast liðin ár og sagt jæja gefum þessum greyum sæmilegt vor einu sinni. Ég vil nú ekki vera vanþakklátur en það var komin tími til. En það ber nú að fara varlega í veisluna því rauðhærðar vampírur einsog ég erum í útrýmingar hættu á svona sólríkum dögum og hætt er við því að við gefum upp öndina ef ekki er makað vel af sólarvörn á kroppinn og skallann í mínu tilfelli. Ég vona að með þessum skrifum að ég sé ekki að kalla yfir okkur rigningar bölvun og vosbúð, það kæmi ekki á óvart. En það mætti loksins...sumarið
En hafið það gott í sumar, ég kveð að sinni.
Högni Snær heimsmeistari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2019 | 22:36
Hvað gerist næst.
Hér kemur pistillinn sem kom í Mosfellingi á dögunum.
Það er því miður byrjað það sem margir óttuðust að væri handan við hornið. Niðursveiflan (sumir segja kreppa eða hrun) Það er byrjað með nokkrum stórum gjaldþrotum og fjöldauppsögnum í takt við fækkun á ferða mönnum. Þetta er nú reyndar búið að vera í loftinu í þó nokkurn tíma að mínu mati en maður getur aldrei spáð fyrir á nákvæmlega hvaða fyrirtækum þetta lendir. Þetta er nokkuð ólíkt síðasta hruni til að byrja með en ofan í þetta eru fyrirhuguð verkföll ásamt öllu því raski og vinnutapi sem því fylgir. Það er ekki gaman og ekkert grín að standa í verkfalli, þó svo ég hafi aldrei prufað það sjálfur get ég rétt ímyndað mér það. Þegar verkföll eða vinnustöðvanir eru þá heyrist alltaf hátt tal í fámennum hópi, hvort sem það er einhver sem þú þekkir, eða tal sem heyrist á kaffistofum landsins, í viðtölum í útvarpi eða í blöðunum. Þá tala sumir um hvað þetta sé nú úrelt fyrirbæri og öllum til tjóns, það ætti hreinlega að banna þessi verkföll.
Þeir sem tala hæst svona eru yfirleitt þeir sem eiga fyrirtæki eða eru í forsvari eða rekstri fyrirtækja, stjórnmálamenn sumir sem eru jafnan kenndir við flokk sem vill græða og grilla (eða var það grilla og græða). Þeir menn sem tala hvað hæst svona hafa ALDREI verið á hinum enda raðarinnar að þurfa að lifa á lágmarkslaunum, að þurfa ala upp börn á lágmarkslaunum, að þurfa að borga leigu á Íslandi á lágmarkslaunum. Þeir sem segja lágmarkslaun á Íslandi vera of há.Því miður þá þarf stundum að fara í verkfall til að ná fram betri kjörum.
Ég horfi svo á (og má hver sem er vera ósammála mér) að það sé nauðsynlegt að hækka lágmarkslaun á Íslandi, að minnka launa bilið. Vegna þess þó svo að á Íslandi er yndislegt að búa þá er það ógeðslega dýrt miðað við önnur lönd í kringum okkur. Við erum orðin svo dýr að við erum að verða búin að verðleggja okkur út af ferðamanna kortinu. Ég hef spjallað við ferða fólk sem getur valið á milli þess að dvelja viku á Íslandi eða 5 vikur í Asíu fyrir sama pening. Ég geri mér grein fyrir að verðlagið LÆKKI EKKI við hækkun launa, en eitthvað þarf að breytast.
Hvað gerist næst.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2019 | 14:57
Nýtt ár.
Þá er komið að pistli sem kom í Mosfelling á dögunum
Nýtt ár.
Jæja kæru Mosfellingar þá er komið að fyrsta pistli mínum á þessu ágæta ári 2019. Það byrjar svo sem þokkalega. Þorrin er að renna sitt skeið og ættu flest allir að vera búnir að overdosa á súrsuðum hrútspungum og harðfiski. Þorrablótin okkar góðu eru búin og gengu þau vonum framar, og ekki nema sára fáir nefbrotnir þetta árið sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur í sveitinni góðu. Það má svo sem bæta úr því enda er febrúar bara rúmlega hálfnaður og nóg eftir af árinu, það hljóta nokkrir nebbar að bogna í það minnsta á Palla ballinu í túninu heima.
En nóg um það, það hafa nokkrir Mosfellingar verið áberandi í fréttum og þjóðfélags umræðunni upp á síðkastið og mig grunar að það eigi eftir að vera áfram eitthvað fram eftir árinu. Hvort sem það eru dómsuppkvaðningar eða bera af sér samsæriskenningar um að tugir kvenna séu að ljúga um sig þá ætla ég ekki að fara nánar í það á síðum Mosfellings í þetta skiptið.
Afturelding er á fullu í handboltanum á öllum vígstöðum bæði í karla og kvenna, og eru stelpurnar á toppnum þegar þetta er ritað. Svo eru c.a. 100 dagar í að strákarnir byrji í 1. Deild og það verður gaman að fylgjast með þeim þar í sumar.
En svo er komið að grafalvarlegum hlut. Hlut sem enginn maður má láta fram hjá sér fara og ekki undir neinum kringumstæðum gleyma.... Það er að það er að koma að sérstökum degi, að gleyma þeim degi er dauðasynd sem ekki má klikka á, ég hef heyrt draugasögur um menn sem hafa klikkað á því og ekki átt afturkvænt sama hversu vel þeir reyndu að sleikja sárin. Sumra manna er enn verið að leita að og má rekja nokkur mannshvörf hér á landi beint til þessara saka. Nei nú er komið að okkur karlpeningnum að dekra við þessar elskur eftir bóndadaginn okkar. Það er komið að rífa sig í rómó gírinn, skella morgunmat í rúmmið, blómvönd á borðið, pakka inn gjöfinni og elda eitthvað flott handa frúnni enda konudagurinn á sunnudag.
Ég ætla ekki að klikka á því og vona að athyglisbresturinn verði í fríi svo ég gleymi ekki.
Högni Snær (Fálka Ungi)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2019 | 19:50
Sá Bjartsýni.
Jóla pistillinn í Mosfellingi.
Sá Bjartsýni.
Komið þið sæl, það er komið að reglulegum tuð pistli frá mér úr Hulduhlíðinni, og að þessu sinni er úr mörgu að velja í tuðdeildinni. Það virðist ekki vanta fallbyssu fóður í tuðvélina enda er hægt að nöldra yfir nánast öllu. Ég er nú eiginlega landsliðsmaður þegar kemur að nöldri og eiginlega fyrirliði liðsins ef því er að skipta. Það væri til dæmis hægt að tuða yfir því að lítrinn að bensíni hækki og hækki, hvort sem það er út af hækkandi gengi eða út af einhverju rugli í bandaríkja forseta. Það væri hægt að tuða yfir því að það er byrjað að spila jólalög á sumum útvarpsstöðum landsins og það í byrjun Nóvember. Það væri hægt að nöldra endalaust yfir pólitíkinni og eða fólkinu í pólitíkinni, hvort það er á alþingi eða í bæjarpólitíkinni. Það væri hægt að grenja yfir íslensku krónunni og endalausum óstöðuleika hennar. Það væri hægt að væla yfir því að Wow air sé farið á hausinn og að það sé ekki lengur hægt að fljúga milli Íslands og Evrópu fyrir sama gjald og það kostar að fara á landsleik í Laugardalnum. Það væri ennþá hægt að nöldra yfir baggamálinu (enda óskiljanleg skita þar á ferð).
En ég bara nenni því ekki í dag. Ég er búin að skreyta og er komin í léttan jóla fíling. Ég er að undurbúa skötuna í vinnunni og það fer að styttast í fyrstu heimsókn frá einum að sveinunum þrettán. Liverpool er ekki ennþá byrjað að skíta upp á bak (njóta á meðan það endist), jólabjórinn er kominn í verslanir og Jose Murinho er ennþá stjóri Man Utd. Ég held bara að ég nenni ekki að sjóða í einn nöldur pistil að þessu sinni. Ég er bara aldrei þessu vant í bara nokkuð góðu skapi þessa dagana. Ég held að við séum orðin of góðu vön þegar við gerum ekkert annað en að nöldra yfir svona smámunum einsog virkir í athugasemdum missa svefn yfir. Það eru ömurlegir hlutir að gerast út um allan sem við minnumst ekkert á og okkur virðist drullusama um, en þjóðfélagið hér á klakanum fer á hliðina ef Birgitta Haukdal notar orðið hjúkrunarkona ???
En Gleðileg jól frá mér ú Hulduhlíðinni og munið að versla við Björgunarsveitina fyrir áramót.
Högni Snær (Fálka ungi) kliddi.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2018 | 19:54
Sá svartsýni.
Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú í byrjun vetrar og er númer 87 í röðinni.
Sá svartsýni.
Ég hef því allt of oft verið sá sem er því miður alltof oft svartsýnn eða þessi gaur sem er fúll á móti, hvort sem það kemur að íþróttum, veðrinu í næstu viku eða lottótölunum sem ég valdi á lotto miðann. Það getur stundum komið sér vel að ef Liverpool liðið er rasskellt af einhverju liði sem hefur komið fyrir of oft þá er ég sá sem sagði i told you so og er ekkert að gera mér of miklar væntingar fyrir hlutunum. Heldur verið þessi fúli gæi sem spáir rigningu og svarta dauða. En með aldrinum þá hefur kannski létt aðeins yfir mér og ég farin að verða bjartsýnni en ég var.
En ég er orðin aftur Skúli fúli þegar ég huga að nánustu framtíð .. því miður.. grunar mig að það styttist í næsta hrun. Ég held að þetta næsta hrun verði vonandi mildari skellur en það síðasta og mig grunar að þetta verði fasteignahrun og hrun í ferðamanna iðnaðinum, frekar en bankahrun. Það verði kannski hægt að kalla þetta leiðréttingu á fasteigna verði en hrun. Ég held að flestir séu sammála að 40 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé ekki 40-50 milljóna virði. Einnig að einbýlishús á Seltjarnarnesi er dýrari en ný Hvalfjarðargöng og að braggi í miðborginni sé dýrari en lagning Sundabrautar eða fjárlög Færeyja ef því er skipta.
En sú bragga skita sem Dagur og Reykvíkingar bjóða upp á þessa daganna er nú annað mál og efni í annan pistil. Og ég verð nú hissa ef einhver haus/ar fái ekki að fjúka út af þessu rugli þarna í borginni. Annaðhvort er þetta glæpsamleg vanræksla eða glæpsamleg spilling og ef að þetta væri ekki raunveruleikinn þá væri hægt að halda að þetta væri stikla úr fóstbræðrum.
En aftur að hruninu, við Íslendingar erum sannkallaðir gullgrafarar og þau æði sem við tökum okkur fyrir hendur enda alltaf í rugli. Það æði sem tröllríður öllu þessi misserin eru að það á að breyta öllum kompum landsins í hótel eða Airbnb og troða fiskeldi í alla firði hringin í kringum landið. Sumir eru nú alls ekki sáttir við það og vilja fylla frekar alla skurði sprænur heldur en að koma fisknum út í sjó enda er það svo mikil umhverfismengun af sjókvíaeldi heldur en landeldi. Það er nefnilegra hreinna að moka skítnum af laxinum beint út í sjó heldur en að láta hann skíta þar sjálfur. Svo er hann laxin ekki duglegur að hlíða hann á það til að strjúka úr kvíunum og reyna koma sér á séns í ánum frekar en að mæta á réttum í slátrun.
Högni Snær.
Bloggar | Breytt 17.2.2019 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2018 | 16:50
Girða í brók.
Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú í sumar.
Girða í brók.
Þá er sumarið 2018 að kveldi komið og þjóðhátíð okkar Mosfellinga í Túninu heima á næsta leiti.Það hefur verið siður okkar sveitunga undanfarin ár ef mér ekki skjátlast að hafa þessa þjóðhátíð helgina eftir að Reykvíkingar krunki sér saman og haldi menningarnótt. Svo sem ágætis upphitunar atriði það. Manni hlakkar alltaf til að að skreyta kotið (GO Gulir) , fara á miðbæjartorgið og jafnvel Palla ball ef VISA kortið er manni hagstætt. Enda alltaf gaman á balli hjá þessari elsku (Palla) og ég er viss um að hann hljóti að vera Mosfellingur í báða ættliði svo mikill snilli er hann, þó svo hann hafi aldrei búið hér.
Það er gríðarlega mikið um að vera á hverju ári enda hafa Mosfellingar úr nægum efnivið að velja í menningu, listum og öðru. Það þarf að halda vel á spöðunum til að styðja menningarstarfsemi áfram á næstu árum og hef ég miklar áhyggjur af leikfélagi Mosfellsbæjar okkar í Bæjarleikhúsinu.
Áhyggjur mínar snúast ekki um starfsemina þar enda er litla áhugamannleikhúsið okkar á pari við atvinnuleikhúsin í Reykjavík þegar kemur að fjölbreytni í leiksýningum, metnaði og starfsemi. Það er nefnilega þannig að það hentar ekki öllum krökkum að leika sér með bolta. Sumir finna sig í öðrum tómstundum, útivist, hestar, skátastarf og leiklist svo eitthvað sé nefnt.Við erum svo heppin að hafa úr mörgu að velja. Þessi námskeið sem hafa verið haldin undan farin 10 ár í Bæjarleikhúsinu eru frábær fyrir krakkana sem þau sækja og þessi ofurkonur (og karlar líka ?) sem hafa staðið að þessu eiga gríðarlegt hrós skilið fyrir þeirra starf.
Nú kemur að því að leikfélagið okkar er að verða húsnæðislaust enda líður að því að gamla áhaldahúsið/Bæjarleikhúsið verði rifið og víki undan íbúabyggð Góðærið lengi lifi en að mér vitandi hafa bæjaryfirvöld ekki fundið lausn á húsnæðismálum leikfélagsins. Hlégarður hefur verið nefndur ásamt fleiri húsum sem standa tóm í augnablikinu. Þannig að Mosó (bæjaryfirvöld) girðið ykkur í brók og leysið þetta mál með style ekki sópa þessu inn í næsta lausa hús sem engan veginn hentar undir þetta frábæra starf.
P.S: Allir að fara á nýju sýninguna 1001 nótt....
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2018 | 12:27
Í Suðrænni Sveiflu á klakanum.
Hér er Pistill sem birtist í Mosfellingi í sumar byrjun.
Í Suðrænni Sveiflu á klakanum.
Kannski er óhætt að segja að sumarið sé komið, með tilheyrandi fjöri hjá okkur sem búum á þessum klaka. Fyrstu dagar sumars hafa beinlínis ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir enda nánast snjóaði meira í sumar byrjun en í vetur. Það var meira að segja skafið hjá mér planið á í Hulduhlíðinni á vordögum. Á meðan frændur okkar á norðurlöndunum hrynja bókstaflega niður vegna hita þar í löndum eru litlu frændurnir á Íslandi að moka snjó af sumarhúsgögnunum sem við drógum út í einu af okkar bjartsýnis köstum. Einn af vorboðunum þessa árs voru sveitastjórnarkosningar með öllu sem svona kosningar slag fylgir. Sum framboð að missa sig yfir öðrum framboðum og frambjóðendum út af hinu og þessu. Og önnur að hrauna yfir hin, en svona langflestir kunna nú að haga sér einsog fullorðið fólk geta haldið sig á mottunni í þessar 2-3 vikur sem partíið stendur yfir. En það þurfa alltaf einhverjir pappakassar að vera asninn sem ekki kann að haga sér.
En fokking skítt með það það er að koma HM...... Og Ísland er með á HM...... Ef ég hefði sagt fyrir 15 árum síðan að ég myndi skrifa á þessi orð á síðum Mosfellings Við erum að fara á HM þá væri sennilega búið að loka mig inni (að minnsta kosti tímabundið). Og nú fer veislan að byrja. Auðvitað þurfum við að fara all inn einsog sagt er og eru allir Íslenskir framleiðendur og kaupmenn búin að troða HM eða Íslandi á hverja einustu vöru sem þau framleiða eða selja. En það er bara gaman af því. Það er stemning að sitja fyrir framan sjónvarpið og styðja sína þjóð slafrandi HM tilboðs pizzu og skola því svo niður með HM öli, nú svo að enda kvöldið með klósettpappír í hendi skreyttur strákunum okkar.
Áfram Ísland.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2018 | 10:44
Tæknitröllið.
Þessi pistill kom í Mosfelling á vormánuðum.
Tæknitröllið.
Ég hef verið kallaður mörgum illum nöfnum um ævina og einnig verið sakaður um marga misgáfulega hluti. Sumt hefur eflaust átt rétt á sér og annað tómt kjaftæði. En aldrei ef ég verið sakaður um að vera né verið kallaður tæknitröll. Nú, eða aldrei sakaður um að vera vel að mér í nýjustu tækni, eða aldagamalli tækni ef því er að skipta. Tækni kunnátta mín takmarkast við að downloada appi, kveikja á pc heimilistölvunni heima, og skipta um batterí í sjónvarps fjarstýringunni. Eða svona næstum því. Ég er jafnframt mjög íhaldssamur eða gamaldags á tækninýjungar nema einhver beinlínis treður þeim í símann minn og kveikir á því fyrir mig. Sem dæmi um tækniframfarir mínar þá fékk ég mér bloggsíðu þegar síðasta risaeðlan yfirgaf bloggið. Ég þrjóskaðist við að fá mér farsíma þangað til ég var 18 ára gamall og fjárfesti í Nokia 5110 og skipti honum út 5 árum síðar. Ég hef átt 1 snjallsíma og á hann enn og það er endalaust gert grín af mér fyrir hvað hann er gamall. Ég þarf að tala við Siri á latnesku til þess að hún skilji hvað ég er að biðja um. Ég er EKKI á Twitter, instagram og svo endalaust mætti telja en ég var búin að taka það fram að ég færi ALDREI á Facebokk og fyrir sirka 2-3 árum síðan gafst ég undan pressu samfélagsins um hvern andskotann ég væri nú að hugsa og hvenær ég ætlaði nú að flytja úr torfkofanum í nútímann.
Ég hafði nú rétt fyrir mér af hluta því annar eins tíma þjófur hefur ekki sést og er ég nú enn að læra á þennan andskota, ég verð kannski farinn að póka einhvern fyrir áttræðisaldurinn ef einhver kennir mér á þetta apparat.
En batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver sem ekki var á Facebook og er ég nú kominn á snappið og guð má vita hvar þetta endar hjá mér.
En ég mun til dæmir ALDREI sýsla með bitcoin nema ég ég verði bókstaflega snúinn niður af þeim, enda veit ég ekki hvað það nú er.
Högni Snær kliddi.blog.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)