Nágrannar.

Hér er pistillinn minn sem birtist í Mosfellingi í Janúar.

 

Nágrannar.

Það er margt í þessum heimi sem við höfum ekki stjórn á og eitt af því er hvaða nágranna við höfum, það er að vísu ekki alveg rétt því ef þú ert nú eitthvað ósáttur þá getur þú bara flutt. Ég er búin að búa á sama stað í Hulduhlíð nú í rúm tíu ár og hef verið ofboðslega heppinn með hvað ég hef átt yndislega nágranna og hefur verið gott samband þar á milli. Nú fékk ég þær fréttir að hún Systa mín og Gústi eru að fara flytja um sveitarfélag og ætla að bregða búi fyrir fullt og allt. Ég var nú ekki sáttur þegar Ingimundur og Elín fluttu á sínum tíma enda vildi ég ekki missa þau sem nágranna en var svo heppinn að Systa flutti inn í staðinn,sem og fleiri góða granna sem hafa flutt í burtu. Nú eru góð ráð dýr ekki get ég farið að skipa fólki hvar það á að búa né hvert það eigi að flytja, þó ég sé nú frekur þá er það ekki í mínum verkahring að stjórna. En ég get kannski haft einhver áhrif á það hvort það vilji einhver flytja  inn í staðinn. Ég er búinn að ákveða plan sem getur haft einhver áhrif á það, þegar það verður opið hús í Hulduhlíðinni hjá fasteignasalanum ætla ég að vera búinn að rusla allhressilega til í garðinum svona meira en góðu hófi gegnir og vera búinn að flagga United fána í alla glugga (það vill náttúrulega enginn búa fyrir ofan svoleiðis jólasvein) svo ætla ég að sitja úti á veröndinni á nærbuxunum einum fata að brenna rusl skjóta upp rakettum og slátra hænum meðann ég stilli Justin Biber á fullt í spilaranum. Ef það ætti ekki að fæla burt allt heilvita fólk þá veit ég ekki hvað, nú ef einhver lítist svona vel á fíflið á neðrihæðinni (mig) eftir svona skrípaleik og ákveður samt að kaupa íbúðina nú þá er ég í djúpum skít. Þessi þanka gangur í mér er kannski einmitt ástæðan fyrir því af hverju allir flytja í Burtu ? En Systa og Gústi ég vona að þið fáið jafn frábærann granna á nýja staðnum og mig......

 

Högni Snær.   Kliddi.blog.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband