Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2012 | 16:35
Dauðasyndirnar 7.
Þessi pistill er frá September 2007.
Dauðasyndirnar 7.
Hver man ekki eftir myndinni Seven eða dauðasyndirnar sjö! Meistara stykki þar á ferð. Hún segir frá manni sem fremur morð eftir dauða syndunum sjö en ég ætla ekki að fara nánar í söguþráð þeirrar myndar, bara ef þú ert ekki búin að sjá hana þá er komin tími til að drulla sér af stað og skella þessari snilld í tækið. Dauða syndirnar voru notaðar sem lexíur og predikanir á miðöldum og voru margir myrtir í guðs nafni þessara synda.
Ég þekki ekki hvort eða hvar þetta komi fyrir í biblíunni og ætla ekki að grafa það upp að sinni. Dauðasyndirnar sjö eru græðgi-ágirnd-leti-heift-stolt-losti og öfund, ekki endilega í þeirri röð. En hvernig koma þessar dauðasyndir fyrir í okkar nútímasamfélagi! Og munu við brenna í helvíti eftir okkar daga, fyrir þá sem trúa þessu, eða á að refsa okkur fyrir þessar syndir meðan við lifum. Það er fólk sem túlkar bókstaflega það sem er skrifað enn þann dag í dag og lifir mjög eftir því, þó kannski ekki einsog í myndinni og ekki eru miðaldir enn við líði.
Ég held með nokkurri vissu að flestir ef ekki allir sem komin eru aðeins yfir tvítugt og jafnvel yngri hafi margbrotið þessar syndir sjö.
Græðgi: Ef þú færð þér tvo bita af frönskum eftir að þú ert saddur...það er græðgi ekki satt!
Ágirnd: Allir þeir sem eiga nóg af pening en halda áfram að vinna til að græða meira en þeir þurfa, brenna þeir í helvíti fyrir það? Þar með þurrkast út toppar viðskiptalífs á Íslandi með einni synd.
Leti: Þegar maður liggur t.d. uppi í sófa á laugardegi þegar nóg er að gera en maður liggur bara í leti, á að refsa fyrir það!
Heift: Hver hefur ekki sagt eitthvað eða gert t.d.særandi við einhvern í reiði eða heift. Öll erum við mannleg ekki satt.
Stolt: Stoltur af flottu einkunnunum? Nei kallin alveg bannað það...... Allar þær konur sem fara í klippingu eða mála sig til að gera sig fallegar, er það ekki stolt!
Losti:Að horfa á einhverja eða einhvern sem er giftur eða lofaður að öðru leiti, og hafa lostafullar hugsanir um þá persónu þó að þú vitir að sá er frátekinn. Sú eða sá mun vissulega brenna í helvíti ekki satt!
Öfund: Ég fór í matarboð um daginn og þau hjónin áttu mjög fallegt hús ég öfundaði þau svolítið..úps.....eða þann sem vann 15 miljónir í lottóinu í Ágúst, ég öfundaði þann vissulega þessi vinningur hefði komið mér vel. Þetta er refsiverð dauðasynd eða hvað.
Sem betur fer er engin hér á landi sem fer bókstaflega eftir svona bókum eða ritum sem voru skrifaðar fyrir mörgum öldum. Þau hafa að mörgu leiti mjög fallegan boðskap og reglur sem við ættum að lifa eftir en við verðum bara að velja það jákvæða frá bullinu.
Bækur eða rit sem eru komnar úr öllu samhengi við þau gildi sem nútíminn hefur.
Eða hvað.........
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2012 | 11:37
Önugur.
Þessi pistill er frá Ágúst 2007.
Önugur.
Hver á það ekki til að vera önugur, fúll eða skapillur svona af og til! Ég er ekkert frábrugðin öðru fólki af því leiti nema ég er þannig oftar, en bara af og til. Ég er svartsýnn, nöldra stundum í konunni minni og er oft gríðarlega morgunn fúll. Þegar ég horfi á mína menn (Liverpool) spila í sjónvarpinu þá er ég svo svartsýnn fyrir fram að þetta sé nánast dauðadæmt frá fyrstu mínútu þeir eru að klúðra þessu.
Svo klára mínir menn þetta og allt þetta svartsýnis tal mitt er til einskis og ég verð gríðarlega ánægður, en ef jafntefli verður niðurstaðan eða því nú verra að vesalingarnir tapa þessu helvíti þá get ég alltaf sagt ég vissi þetta alltaf .
Svo hef ég þann miður skemmtilega ósið að blóta hressileg, mér finnst nú alltaf gott að blóta vel enda er það góð leið til þess að fá örlitla útrás fyrir skapinu. En það sem verra er að ég er farinn að blóta og sletta á útlensku í öllu þessu blóti sem er alls ekki gott mál, og ég ekki stoltur af því, enda eigum við Íslendingar mikið safn af skemmtilegum blótsyrðum úr eigin máli til að velja úr.
Ég þarf að fara að venja mig af því að blóta svona enda er dóttir mín komin á þann aldur að apa allt upp eftir manni sem maður segir. Þegar maður er kannski að spjalla í símann við kunningja sinn og segir kannski sakleysislega Æji haltu kjafti þá er eru lítil eyru nálagt sem muna allt svona,svo er maður spurður Pabbi af hverju á xxx að halda kjafti! Ég verð stundum fúll og skapillur þegar t.d. sjónvarpið bilar eða springur á bílnum, ég meina hver verður það ekki. Þá er nú gott að geta slegið hönd á læri og blóta andskoti hressilega. Ég var að vakna einhvern morguninn, svona rétt milli svefns og vöku og í gríðarlegu svartsýnis kasti mig hafði dreymt að Liverpool hafði fallið,Visareikningurinn væri kominn, fram væri Íslandsmeistari í handbolta, konan farinn frá mér, sjálfstæðisflokkurinn hefði náð hreinum meirihluta á þingi, vinnings miðinn í lottóinu hafði farið íþvotta vélina, og Álafosssamtökin væru að mótmæla í garðinum mínum. Þegar ég áttað mig á því að mig hafi til allra guðslukku verið að dreyma. Ég veit um betri leið til að byrja morguninn á en að vakna við svona martröð en ég fer ekki nánar út í smáatriði um það hér, en þetta var dauða dæmdur dagur svona miðað við byrjunina. En þá mundi ég eftir orða til tæki sem ég hafði lesið um, og það átti að róa þann sem í þunglyndinu var. Þá var sagt við hann eftir að hafa vaknað við svona svartsýnis martraðir
Vertu nú glaður Þú er hvorki sköllóttur, né að norðan.
Þannig að ég er dauðadæmdur en ég er ekki að norðan.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2012 | 20:46
Ferðasaga.
Þessi er frá Maí 2007.
Ferðasaga.
Ég einsog svo margir landsmenn ákvað að skella undir mig betri fætinum og skella mér í smá ferðalag um páskana.Við fjölskyldan vorum búin að ákveða að fara vestur á Barðaströnd og vera það í góðu yfirlæti í nokkra daga. Þá var ekkert að bíða eftir og bara komin tími til að fylla drusluna af olíu, hlaða skottið af drasli, hoppa inni ríkið og taka með sér rautt og hvítt, koma við í búðinni og fylla kæliboxið af kræsingum.. jú og leggja af stað.
Þetta er aldrei svona einfalt það kemur alltaf eitthvað upp á?
Hægra aftur dekkið hálf vindlaust, sólgleraugun týnd eða brotin, síminn að verða batteríslaus og veiðistöngin tínd inni í geymslu.
En hálftíma á eftir áætlun var lagt af stað og að þessu sinni ætluðum við ekki að keyra alla leið heldur að aka í Stykkishólm og taka Breiðarfjarðar ferjuna Baldur yfir á Brjánslæk sem er í um það bil 20 mínútna akstri frá leiðar enda.
Það er mjög þægilegt að taka dallin yfir fjörðinn ef það viðrar vel í sjóinn. Margt að sjá og alltaf hressandi að hræra í þýsku bakpokaferðamönnunum sem eru að fara skoða Látrabjarg eða eitthvað annað, það eru alltaf nokkur stykki af þeim í bátnum. Nú ef það viðrar illa í sjóinn þá er bara að henda í sig nokkrum sjóveikispillum og sitja yfir Bangsimon með dóttur minni og hinum börnunum í video horninu. Ferðin í Hólminn gekk bara nokkuð vel og þrátt fyrir að vera aðeins á eftir áætlun var dallurinn ekki lagður af stað með okkur fjölskylduna á hafnarbakkanum, það hefur stundum munað ansi litlu.
En við fjölskyldan fórum um borð og allt gekk einsog í sögu.
Það er að segja að ég og dóttur mín höguðum okkur vel, svo þegar líða tók á ferðina þá ákvað ég að fara fram í og kíkja á þá afþreyingu sem í boði var í bíó salnum, ég er ekki að grínast þegar ég sá hvað var að sýna.......... Titanic... já ég er ekki að grínast og ekki að ýkja það var verið að sýna Titanic...sko þessa sem að skipið sekkur og allir drepast. OK ég er ekki mjög hjátrúarfullur en ef að ég er að sigla í 30 ára, nokkur hundruð tonna járna braki sem framleitt er í Rússlandi, boðið út til lægstbjóðanda og rekið er af vegagerðinni þá finnst mér ekki vera góð leið til að drepa tímann með að sýna þessa mynd. Þar sem þetta stóra glæsilega skip sekkur í jómfrúarferðinni sinni þá er það ekki hughreystandi að vita af mér inni í þessu braki sem var keypt á einhverju tilboði frá Lettlandi sem er búin að þjóna sínum tilgangi í 30 ár þar svo selt til Íslands. Þegar ég fer svo aftur í skip og er að skoða bæklinga um gersemar vesturlands rek ég augun í bækur í einum rekkanum sem var fullur enda engin tekið eintak með sér, var forsíða hans mynd að skipi að sökkva og þegar ég rýndi í heiti bókarinnar/Bæklings var þetta Árskýrsla sjóslysa frá 2005 .
Ég er ekki að grínast þetta var sú afþreying sem boðið var upp á í þessari ferð, bíómyndir um drukknandi fólk, ef svo ég hefði nú þurft að bregða mér frá og pissa eða eitthvað þá gæti ég lesið um þetta og flett þessu upp frammi ef ég skyldi nú hafa misst af einhverju.
Ég er prinsipp kall þegar kemur að þessu ég vil ekki horfa á flugslysamyndir áður en ég fer að fljúga, ég vil ekki heyra talað um klósett ferðir eða reynslu meðan ég er að borða og ég vil ekki horfa á myndir um sökkvandi báta eða skoða það í bæklingum þegar ég er að sigla. Svona er ég bara, annars gekk ferðin bara ágætlega.
Högni Snær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2012 | 21:35
Verðlækkun í Mosfellsbæ ?
Þessi er frá Apríl 2007.
Verðlækkun í Mosfellsbæ ?
Ég var að velta því fyrir mér fyrirhugaðri verðlækkun sem átti að taka gildi mánaðarmótin febrúar mars,og hreinlega hvort kaupmenn myndu nú láta verða að því, að lækka úr 24% eða 14% í 7%,og hvort við neytendur myndum njóta góðs af þeim lækkunum eða ekki. Lækka átti matvörur, sælgæti, gos, bækur, geisladiska, léttvín og bjór. En stjórnvöld ákváðu að fresta lækkun léttvíns og bjórs eitthvað fram á næsta ár að mér skilist án þess þó að ég hafi það á hreinu. Birgjar (þeir sem selja sjoppunum, matvöruverslunum, veitingastöðunum o.f.l. vörur) undirbjuggu sig vel fyrir þessar lækkanir vel, nú með því að HÆKKA vörur sínar allt frá 5-13% rétt fyrir áramót eða eftir og kenndu ýmist gengi krónunnar eða að það sé svo langt síðan þeir hafi hækkað.
Við höfum nú heyrt um þetta í fjölmiðlum undanfarið en hvernig komu þessar lækkanir við okkur Mosfellinga hér í búllum bæjarins? Ég fór á stúfanna og gerði mjög óformlega verðkönnun á nokkrum stöðum bæjarins bara svona til að athuga hvort eigendur fyrirtækja væru nokkuð að svíkjast um....
Ég fór sunnudaginn 11 febrúar og kannaði nokkra staði, því næst fór ég og kannaði verðinn sunnudaginn 11 mars og var ég sanngjarn á að eigendur hefðu nægan tíma til að aðlagast breytingum. Ég byrjaði á Pizzabæ og tékkaði á nokkrum tilboðum. Pizza tilboð númer 1 sem ég skoðaði var á 1599 og eftir lækkun 1499 kr. númer 2 var á 1099 og fór í 1040, númer 3 var á 2390 og fór í 2270 þannig að Svanni og félagar fá fjóra plúsa hjá kallinum fyrir þetta framtak. CCCC.
Því næst fór ég í Bónus video og kannaði hvað Pulsa og kók kostuðu Pulsan var á 200 og hálfur lítir í plasti var á 180kr en eftir lækkun var pulsan komin í 188 og kókið í 155 og einnig hafði aðrar vörur og sælgæti lækkað, flott hjá Bónus video liðinu Fjórir plúsar þar CCCC.
Snæland var næst á dagskrá og ostborgara tilboð var á 770 kókið á 170 og pulsan á 220, en eftir lækkun hafði kókið lækkað í 150 og sælgæti lækkað einnig en maturinn sem þau bjóða upp á hafði EKKI lækkað heldur staðið í stað. Þegar ég spurði af hverju þau hefðu ekki lækkað þá vildu þau meina að hækkunin hjá byrgjunum hafi verið svo mikil og að í staðinn að hækka á sínum tíma þegar sú hækkun kom þá hafi þau ákveðið að lækka ekki nú, og að þetta hafi verið skilaboð frá höfuð stöðvum Snælands. Svei og skamm segi ég en þau fá þó bara 2 plúsa fyrir lækkunina CC á hinu sem þau lækkuðu , en 3 mínusa fyrir að lækka ekki NNN.
Draumakaffi var heimsótt síðast. Þar hafði ég tekið verðið á nokkrum tegundum sem voru búnar að haldast óbreitt verð á fram að þessu en það hafði EKKERT lækkað eftir mína verð könnun og þótti mér það mjög leiðinlegt þannig að Draumakaffi fær NNNN fjóra mínusa.
Að mínu mati eru tvær hliðar á þessu og önnur þeirra er sú að birgjar eru búnir að hækka og verslanir sem eru ekki búnar að hækka í kjölfarið verða að taka þetta á sig, þeir sem hækkuðu með birgjunum eru að jafna þetta út. Svo eru það þau sem ekki lækkuðu eru þau að svíkja okkur kúnnanna!!!! Og hvar eigum við að snúa viðskiptum okkar í framtíðinni! Ég læt ykkur um að dæma um það.
En svona einkunn fá staðirnir sem ég heimsótti.
Pizzabær CCCC
Bónus Video CCCC
Snæland CC og NNN
Draumakaffi NNNN
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 20:56
Þorrinn.
Þessi er frá Janúar 2007.
Ég er byrjaður að skrifa aftur eftir smá sumar og vetrar frí. Og lofa ég því að hér komi enginn pólitískur áróður fram í mínum pistlum... :)
Núna langar mig aðeins að velta þessu fyrirbæri fyrir mér Þorranum. Þetta er snilldar hefð hjá okkur íslendingum og við stöndum upp úr hvað það varðar að eiga matar hefðir, það dettur sennilega ekki mörgum þjóðum í hug að bera fram rollu ket á borð sem er súrsað eða kæst og hvað þá afganga sem sláturhús erlendis þurfa jafnan að borga stórfé fyrir að urða eða henda. En þetta er náttúrulega bara gömul hefð sem komst á laggirnar þar sem moldar kofana skorti rafmagn til að kæla og frysta þegar svo bar undir. Þá skaut þessi snilldar hugmynd eftir sláturtíð að geyma bara draslið fram á nýja árið í súr eða kæsingu, og menn máttu nú ekki við því að vera vandlátir í þá daga enda staðir einsog Pizzabær ekki búin að opna. Úrræðar góðir íslendingar redduðu þá bara málinu og því fór sem fór.
En hvað líkamspartar skildu nú hljóta þessi örlög að liggja í súr eða mysu fram yfir desember mánuðinn jú það voru partar af skepnunni sem alla jafna menn legðu sér ekki til munns nema komnir á aðra tunnu af brugguðum mjöð.
Það voru fleiri skepnur sem hlutu þessi örlög en bara rollu greyin og í dag er sett í sultur eða súr hvort það er rollu ket eða hvalur (ef menn voga sér að myrða þá göfugu skepnu samkvæmt pappakössunum í greenpeace). Eða aðrar skepnur sem voguðu sér nálagt hungruðum íslendingum í þá daga. Það sem er enn merkilegra að margra mati er að fólk sé tilbúið að borða þennan furðulega mat nú á 21 öldinni og hvað þá að þetta sama fólk sé reiðubúið að borga miklar fjárhæðir fyrir vikið.
Enda hafa þessar kræsingar orðið frægar í þáttum einsog Fearfactor þar sem fólk var ekki reiðubúið að svolgra þessu niður jafnvel fyrir háar fjárhæðir. Meira að segja fífl einsog Steve O úr Jackass þáttunum neitaði að bragða á þessu í einni íslands heimsókninni sinni, og hefur hann nú synt í mannaskít og drukkið hunda hland sjálfviljugur en súrsaðir hrútspungar og kæstur hákarl voru meira en hann gat látið bjóða sér og afþakkaði pent með hryllings svip.
Hvort sem fólk borðar þetta eða ekki þá er þetta mikilvæg hefð sem við verðum að halda í og reyna að minnsta kosti að koma framandi kynslóðum á bragðið, það er ekki bara maturinn heldur félagskapurinn sem þorra mat og þorrablótum fylgir, enda ekki hvenær sem er sem maður getur staupað íslenskt brennivín í góðra manna hópi og bragðað sér á sviða sultu og hrefnurengi. Kannski menn reyni nú að koma með nýungar í þessa flóru? Og hér með væri nú gaman að fá hugmyndir að nýjum þorramat. Í framtíðinni sjáum við kannski rétti einsog sviðacarpaccio,hvítlauks marineraða hrútspunga, humarfyllta lunda bagga eða hákarls sushi hver veit???
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2012 | 21:10
Kosningar þynnkan 2006.
Þessi kom í Maí 2006.
Kosningar þynnkan 2006.
Þá er kosningar þynnkan 2006 loks kominn upp því nú er kosningarnar liðnar. Fyrir mér er þetta skemmtilegur tími og ekki skemmir fyrir mér að sveita stjórakosningarnar eru upphitun fyrir HM í fótbolta. Já maður er var við það þegar maður hittir fólk úti á götu eða í búðinni og það vill fá frá manni athygli, eða gefa manni VATN eða eitthvað dót úr poka sínum, sem ekki fyrir sitt litla líf vildi af manni vita. (fyrir kosningar)
Það eru að skella á kosningar.
Jibbí og vei... síminn stoppar ekki, ég er með fullan munn af minntum og ég á tvær nýjar vatnsflöskur í ískápnum, aðra merkta EX BÉ og hina XD ???? Allt er þetta gott og blessað og gefur þessum stundum líflausa bæ okkar líf þessar vikur sem á þessu stendur.
Ekki veitir af.
Mér finnst að það ætti að vera kosningar einu sinni á ári til að koma sumu af þessu fólki úr hásætum sínum og spyrja okkur kjósendur (skattgreiðendur = launaseðill $$$$$ ) hvað okkur finnst og hvað mætti betur fara í þessu ágæta bæjarfélagi. Það eru jú við sem kjósum þ.e.a.s. þeir sem mundu að mæta og kjósa.
Allt þetta umstang í kringum þessa kosningar er líka gaman fyrir börnin, það eru grillveislur, hoppkastalar, hestaferðir, blöðrur og nælur. (bjór kvöld fyrir pabbana). Ég hvet ALLA flokkana til að gera þetta ekki bara á fjögur ára fresti heldur minnst einu sinni á ári, og ekki bara fyrir flokksbundna heldur bjóða öllum bæjarbúum.
Já kosningar geta svo sannarlega breytt fólki.Vinir manns predika yfir ágætum einhvers flokks með svo miklum eldmóð og æsingi að maður verður hræddur, og hin mestu gæðablóð verða froðufellandi við það að heyra það minnst að þessi eða hinn ætli að kjósa X-?. Barnaland er notað óspart í kosningar áróðri og bæjarbúar fóru þar á kostum.
En nú sitjum við í kosningar þynnkunni og sjáum eftir öllum ljótu kjafta sögunum sem við sögðum um hina og þessa sem voru í framboði og bíðum hvort loforðin verða brotin enn og aftur þetta kjörtímabilið..nei nei bara að grínast.
P.s. Í síðasta pistli skrifaði ég um afmælisdaginn minn og hvað ég vildi fá í afmælisgjöf.....ég fékk engan pakka, engan pening...ekki einu sinni símtal eða kort.
Skammist ykkar.
X-Högni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2012 | 18:52
Tímamót.
Þetta var 13. pistillinn.
Tímamót.
Nú er að koma að þeim tímapunkti í lífi mínu sem kemur nákvæmlega einu sinni á ári. Jú mikið rétt þann 30 maí næstkomandi á ég afmæli,ég verð einu ári eldri enn ég er í dag en samt bara deginum eldri áður en ég lagðist í beddann kvöldinu áður, árinu yngri. Hér áður fyrr var þessa dags beðið með mikilli tilhlökkun en nú í dag er þetta tilgangslaus áminning að ég sé að verða gamall. Stórir blómvendir og gamlar viskí flöskur eru afþakkaðar en ég minni á bankareikninginn minn..................... þar sem yfirdráttarheimildin er orðinn ansi svæsinn.
Ég verð á þessu herrans ári 2006 26 ára gamall,ykkur þykir það eflaust enginn tímamót en þau eru það svo sannarlega fyrir mér. Maður er ekki kominn á þrítugsaldur fyrr en maður er röngu megin við 25 ára.
Það fylgir mikinn ábyrgð að vera kominn á þennan aldur, maður þarf að fara að haga sér einsog maður, hætta allri vitleysu og reyna eftir bestu megni að haga sér einsog meðlimur í vísitölufjölskyldu eins maður les um í blöðunum.
Hvernig veit ég að ég er að verða gamall???
Bumban er fyrir löngu orðinn útstæð, hárið farið að þynnast hrottalega mikið, svo mikið að ég varð að grípa til sköfunnar góðu, maður er orðinn mýkri maður og háskælir yfir Oprhu þáttunum á stöð 2, ég skipti út Vodkanu og landasullinu fyrir kaldan mjöð eða rauðvínsglas. Þegar maður sér krakka út í búð þá er maður nefndur í laumi Kallinn eða maðurinn, maður má ekki taka korkinn úr rauðvínsflöskunni því þá er maður þunnur í tvo til þrjá daga sem sagt ekki 19 ára lengur (því að þá var þynnka bara tröllasögur og sögusagnir). Þegar ég var svona sex ára þá voru menn á þrítugs aldri bara gamlir kallar í mínum augum, bara komnir með aðra löppina í gröfina.
Þann 30 maí verð ég opinberlega kominn á þrítugsaldurinn samkvæmt mínum bókum og ef ég væri ekki búinn að missa mest allt hár myndi það verða grásprengt þegar ég vakna þennan þriðjudagsmorgunn.
Já ég verð breyttur maður, eldri og reyndari. Maður getur sagt við unglinga nútímans að maður hafi verið uppi á þeim tímum þegar Bubbi hafði hár, Michael Jackson var ekki bara barna perri, Ísland komst á verðlaunapall í handbolta og Davíð Oddson var bara borgarstjóri en ekki þessi mafíuforingi sem hann er í dag. Boy Georg þótti mikill töffari, Coventry voru að berjast um titilinn og Silvester stalone fannst mönnum vera nokkuð góður leikari.
Þetta voru gömlu góðu dagarnir.
Dagarnir þegar maður var ungur, óreyndur og vitlaus, nú er ég bara vitlaus.
Ég tala bara einsog afi heitinn þegar hann talaði um heimstirðöldina seinni og skömmtunarárin. Já ég er strax farinn að tala einsog ég sé orðinn gamall.
Enn maður verður bara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt og taka þessu einsog maður. Því það eru bjartir tímar framundan jafnvel þótt hárið sé farið og vömbin sé enn útstæð.
Högni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2012 | 21:12
Skopmyndir.
Þessi er frá byrjun árs 2006.
"Allah"
Skopmyndir.
Þegar þessi pistill er skrifaður er ekkert annað sem kemst að í fjölmiðlum nema þetta skopmynda mál og eru flestir búnir að mynda sér skoðun á þessu nú þegar. Mér finnst þetta bæði mjög alvarlegt mál og grátbroslegt. Það er ekkert nýtt að fólk er tilbúið að drepa hvort annað í nafni Guðs eða Allah, við Íslendingar tókum nú upp kristna trú undir ofbeldi og hótunum á sínum tíma og erum löngu búin að gleyma því. Það er einsog allir vita að það er allt orðið snarvitlaust í þessum MIÐAUSTURLÖNDUM og búið að hóta Dönum og öðrum skandinövum dauða ef til þeirra næst. Er það bara mín skoðun eða er Ofsatrúar fólk af öllum trúarflokkum snarfocking geðveikt , ég meina bara í mótmæla ölduni sem fylgdi þessu skopmynda krassi eru hundruðir manna búin að deyja...pælið í því.
Fyrir ykkur sem ekki hafið lesið kóraninn sem er bara ágætis lesning, enginn Tár Bros og Takkaskór eða neinn svoleiðis gullmoli, þá fjallar kóraninn um blíðu, umburðalyndi og þess háttar það er hvergi minnst á Jihad eða að þú megir drepa konuna þína fyrir að vaska ekki upp. Þar er heldur ekki minnst að það megi ekki teikna myndir af spámanninum, heldur er þetta hefð sem menn tóku upp á 9 öld og hafa menn haldið í hana þangað til að frændur okkar baunarnir ætluðu sér að vera fyndnir með þessu kroti og krassi. Ég flokkast undir að vera kristinn samt móðgast ég ekki þegar ég sé skopmyndir af Jesú eða Guði, jafnvel hef ég séð af þeim skopmynd þar sem þeir eru ef til vill búnir að fá sér of mikið neðan í því og þeim er heldur of VEL til vina. Við Íslendingar misstum okkur líka þegar síma auglýsingar Jóns Gnarr komu til sögunar og sýndum við svo ekki verður um villst að ið erum engu skárri....jú það var enginn drepinn á klakanum í tilefni þessarra auglýsinga.
Kannski snýst þetta um Skopskyn enda voru þetta kallaðar skopmyndir, eru sumir múslímar ekki með húmor fyrir svona krassi? Sigmund hjá mogganum er búinn að vera með skopmyndir af fólki og hlutum líðandi stunda í mörg ár, ekki ennþá hefur einhver af þeim sem hafa verið teiknaðir af honum séð það sem ástæðu til þess að hefja fjöldamótmæli og hóta morðum. Margir múslímar móðguðust af þessu og þá á að segja skammi skammi þið gerið ekki svona.. það er ljótt að stríða. Þá eiga teiknararnir bara að biðjast afsökunar segja af sér, eða hvað sem er til að lægja öldurnar.
Fyrir mjög fáan en mjög sýnilegan hóp heittrúaðra og ofbeldisfulla Nuttcaseara var þetta alger himna sending því nú lokksins var komin góð og gild ástæða fyrir því að fara út og mótmæla,henda bensínsprengjum og haga sér einsog vitleysingar. Enda saurga þeir ímynd þeirra múslima sem vilja bara hafa það næs og nenna ekki að standa í neinum fána brennum og þessháttar.
Í tilefni þessa pistils ákvað ég að teikna listaverk, EKKI skopmynd heldur listaverk svo það sé á hreinu enda er ekki húmor fyrir svoleiðis myndum, þessi mynd er meira svona respect til Múhammed gamla Það má þó enginn móðgast eða missa sig þó svo að Óla prik tæknin mín sé ekki uppá marga fiska ......
Högni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2012 | 20:46
Karókí Jólin 2005.
Þessi er frá Desember 2005.
Karókí Jólin 2005.
Nú eru jólin búin og farin og allt sem því fylgir ,matarátið og vísakorta fylleríið orðið af hrottalegum timburmönnum.
Fólk búið að versla á útsölum og skila jólapökkunum sem það vildi ekki, eða fékk meira en eitt af.
Það eru jólaplöturnar sem eru efni mitt núna, það er að segja íslenskar plötur sem komu út núna fyrir jólin og á þessu ári. Eru margar hverjar farnar að safna ryki eftir stutta viðveru undir geislanum. Það sem einkenndi plötu jólin í ár eru þessar eintómu Karókí plötur eða cover plötur sem öllum datt í hug að gefa út þessi jól.
Eða gefa út safndiska.
Ég hef oft spáð í því hvort sköpunar gáfan sé farinn að þorna eða það sé bara svona mikið mál að semja bæði lag og texta sjálf.
Það er auðveldara að setja lag á plötu sem aðrir hafa gert frægt og því þarf ekki að hafa áhyggjur að því lögin verði ekki vinsæl. Ég er ekki að segja að það sé alslæmt að taka cover lög og setja þau á plötu, ég hef jafn gaman af því og hver annar en þessi jól datt 85% af íslenskum tónlistar mönnum þessi snilldar hugmynd í hug.
Ég ætla að stikla á stóru í þessari upptalningu minni og nefna örfá dæmi sem ég man eftir. Bjarni Ara var í Sving stuði, Bjöggi Halldórs en hann státar af því að taka vinsæl lög eftir sjálfan sig, Beggi í Sóldögg var einn af þeim sem gerði cover plötu en hún var í 80s stíl sem og Margrét Eir var líka í 80s pælingum á árinu.
Á Móti sól var með HIN 12 topplögin en í fyrra voru það bara 12 topplög. Garðar Cortes brosir breitt þessa daganna enda seldi hann nálægt 19 þúsund plötur af lögum eftir aðra, Nylon gaf út plötu og meira að segja er lag sem þær sömdu sjálfar á þessari plötu, hver hefði trúað því að þær gætu samið. Helgi Björns gaf út lög frá Magga Eiríks. Pétur Kristjáns sá mikli snillingur tók Kim Larsen, Regína Ósk var í stuði og Raggi Bjarna var að fylgja velgengni síðustu jól eftir með safnplötu.
Matti (Papar), Sigga Beinteins, Solla ,Guðrún Helga, Brynhildur Guðjóns, Diddú, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar svo lengi mætti telja hvort sem það eru safnplötur eða endurútgáfur frá fyrri tímum.
En Það eru að gera þetta eftir sínu höfði einsog þeir segja í Idolinu og það er mjög gaman af því enda væri ekkert gaman að heyra þessi lög nákvæmlega einsog þau voru þegar þau komu fyrst út. Svo má ekki gleyma Idol liðinu sem að kom með hverja plötuna á fætur annarri þetta árið. fyrstu þrjú sætin í idolinu gáfu út plötu (Hildur, Heiða og Davið Smári) svo og Ylfa Lind og ekki má gleyma Lummunum sem er samansafn af Idol liði frá því í fyrra.
Einnig var það fimm kallinn Jón Sigursson (Gubbið) sem ákvað að hamra járnið meðan það væri heitt og kom með sína aðra plötu, ég kalla hann Gubbið vegna þessa að mér verður flökurt þegar ég heyri hann syngja. Annars á ekki að gera lítið úr honum vegna þess að hann er svo mikill næs gæ og allra hugljúfi. Að gera grín að honum er einsog að sparka í grátandi barn, en hvað með það.
En þetta virðist virka og allir græða á tá og fingri af markaðsetningu annarra sem þýðir að þetta sé nú ekki svo vitlaus hugmynd eftir alltsaman. Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór, bara með öðru sniði. Ég ætla að skrifa metsölubækur eftir aðra en að gera það eftir mínu höfði t.d. að skrifa Sölku Völku eftir Laxnes og breyta hvur í hver og svoleiðis þ.e.a.s. gera eftir mínu höfði, eða skrifa Englar Alheimsins og láta verða happy ending. Í staðinn fyrir að deyja verður hann forríkur bankastjóri og flytur til Luxemburg.
En eins og einhver stórsöngvarinn sagði þegar hljómsveit tók eftir hann frægt Cover lag þá sagði hann
What the fuck was wrong with the original
Högni Snær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2012 | 00:44
Pilsinn taka völdin.
31 sept. 2005.
Pilsin taka völdin.
Það var löngu ákveðið að þetta yrði dagurinn enda 30 ár frá því að við misstum okkur svona síðast 24 .10.2005 var dagsetningin.Kvennafrídagurinn/Kvennamótmælinn.
Nú skyldu karlremburnar, frekjurnar hætta með þennan yfirgang og frekju því nú taka Pilsin völdin. Klukkan 14.08 voru störf lögð niður, landið lamað. Læknar skildu sjúklinga sína eftir á skurðarborðinu,strætóar voru stöðvaðir og bílstýran gekk út, flugfreyjur fleygðu sér frá borði og bjórinn varð að afgreiða sig sjálfur, þjónustufulltrúar og gjaldkerar hverfa frá og banka tékkar verða bíða til morguns.
Apótekum lokað og megrunar töflurna byrja að safna ryki, Kennarar taka poka sinn í bili og sást til einnar sparka létt í sköflunginn á einum vandræðardrengnum svona rétt til að hefna fyrir óréttlætið sem stelpurnar þurfa að þola, og krakkarnir eru í höndunum á kennurum einsog Arnari bróður og Siggeiri leikfimiskennara.
Gamla fólkið á elliheimilum verða að skammta lyfin sín sjálf.
Meira að segja húsfreyjurnar snúa sér á hina hliðina í bólinu þetta kvöld og skeiðvöllurinn lokaður þangað til á morguns, nema menn kjósi að taka einn sóló.
Þær streyma tugþúsundum saman niður á Ingólfstorg, bílum er velt og kveikt er í sportpöbbum, tískuvöruversluninn Íslenskir karlmenn er lögð í rúst.Víkingasveitinn er hafð til taks, orustuþotann á vellinum er ræst út og fyllt er á tankinn.Því nú munu Pilsin taka Völdin.
Nei nei ég er bara að grínast......................
Hvernig stendur á því að 30 árum eftir síðasta fund þarf að endur taka leikinn?
Er virkileg ekkert búið að breytast?
Ef minnið bregst mér ekki er árið 2005 og svona óréttlæti á sér stað á okkar tímum. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar .....það eru lög sem eiga að koma í veg fyrir þetta en ekki er þeim framfylgt.
Ef ég reyni að koma með smá muntóbak í gegnum tollinn er ég sektaður og hent í grjótið, en ef ég stunda svona yðju sem atvinnurekandi er ég bara hagsýnn.
Það ætti að setja á fót stofnun sem má fara hvenær sem er í launareikninga fyrirtækja og skoða þessi mál og ef að sá sem gerir þetta gefur ekki nógu góð rök fyrir þessu t.d. starfsaldur, reynslu og ábyrgð í fyrirtækunu ætti að sekta og hækka viðkomandi laun tafarlaust.
Það eru stjórnvöld sem setja þessi lög en opinberar stofnanir eru ekki síður að brjóta þetta.Ég vil að dóttir mín þurfi ekki að fara á svona fund eftir 30 ár með kröfuspjald og mótmæla,heldur að fara í svona göngu og fagna og minnast þess að 24.10.2005 var þróunninni breytt.
P.S. Ég hefði mætt á fundinn en ég var að vinna......
Högni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)