Færsluflokkur: Bloggar
24.12.2011 | 00:27
Mótmælandi.
Þessi kom í Mars 2006.
Mótmælandi.
Nú er sumarið búið og farfuglarnir að fara og með þeim mótmælendurnir á Kárahnjúkum.Ég var eitt sinn sagður vera svona mótmælandi en það var bara misskilningur þó svo að málefnið hafi verið gott. Það var eitt sumar í unglingavinnunni að það var grín í gangi hjá okkur félögunum,og það fólst í því að Múna.
Þegar við unnum baki brotnu við að fegra bæinn okkar og hringtorg þá áttum við til að múna á túristana sem komu hjólandi fram hjá, og viðbrögðin þeirra stóðu ekki á sér. Það varð einum svo mikið um að hann endaði nánast út í Varmá. Mjög fyndið ekki satt??
Það fannst okkur að minnsta kosti, enda ungir að árum. Einn daginn þegar við vorum að strita á hringtorginu við þjóðveginn við Álafoss þá sáum við rútu koma og henni fylgdi tvö lögreglumótorhjól. Við sáum þarna leik á borði og losuðum um beltið.
Fyrst keyrðu hjólin fram hjá og svo kom rútan, og við létum vaða... rassinn og gersemarnar blöstu við þessum undrandi útlendingum er þeir keyrðu í gegnum hringtorgið. En það sem við tókum ekki eftir var að á hæla rútunnar var lögreglubíll og þeir fengu sömu kveðjur og rútan. Þeir keyrðu upp Ullarnesbrekkuna en snéru svo við, við vissum að nú yrði einhver leiðindi.
Lögreglan yfirheyrði okkur og tók niður upplýsingar en þeir spurðu okkur Vitið þið hver þetta var sem var í rútunni Ekki hugmynd.. Þetta var sendiherra Kína í sinni fyrstu óopinberri heimsókn til Íslands.
Önnur löggan var mjög alvarleg enda þetta eflaust tilefni til innrásar í Ísland, en hin gat varla staðið í lappirnar fyrir hlátri. Við vorum sendir skömmustulegir á teppið hjá Oddgeir sem sá um vinnuskólann og við þurftum að gera grein fyrir okkar máli. Við þurftum að skrifa undir afsökunarbeiðni sem send var í sendiráð Kína og reknir frá vinnu í viku. Fátækur námsmaður einsog ég mátti nú ekki við því að missa viku laun enda var nú landinn og bíóferðin ekki ókeypis.
Þannig að ég hringdi í DV og sendi inn fréttaskot.
Enda eru peningar fyrir fréttaskot miklir peningar fyrir strák sem er með 120kr. á tímann við að raka og hreinsa beð. Það var haft samband við mig og tekið við mig viðtal sem ég gerði mest úr sakleysi mínu í þessu máli og sagði ég að ég hefði nú varla náð að Múna almennilega og því væri ég saklaus.
Stuttu seinna var sýnd mynd í sjónvarpinu sem hét að mig minnir Við dauðans dyrog fjallaði hún um mannréttindabrot Kínverja og um stúlkuútburð sem þar tíðkast og stjórnvöld láta afskiptalaus. Í kjölfarið var umræðan um þetta mál mikil í fjölmiðlum og ég heyrði á Bylgjunni viðtal við mann sem sagði stoltur að við Íslendingar hefðum verið fyrstir til að mótmæla mannréttinda brotum í Kína og tók þetta Mún sér til rökstuðnings. Það var að sjálfsögðu ekki ætlunin enda var ekki búið að sýna þessa mynd en þetta átti bara að vera grín.
Ég var nú að spá í því að endurtaka leikinn þegar forsetsráðherrann kom hér um árið en ég lét Falum gong liða sjá um þetta.
Högni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 19:51
Hryðjuverk.
Þessi er frá því í Júní 2005.
Hryðjuverk.
Ég heyrði athyglisverðan pistil um hryðjuverk og hryðjuverkamenn um daginn. Hann var athygglisverður fyrir þær sakir að hann fékk mig til að hugsa öðruvísi um þessa villimenn sem fremja þessi ódæði, sem við sjáum gjarnan í sjónvarpinu. Það sem við erum vön að sjá og heyra um þessar mundir eru gjarnan hryðjuverk frá Írak, Afganistan og Ísrael.
En hver ákveður hvað er hryðjuverk og hvað ekki?
Þegar maður heyrir frá því í fréttum að t.d. 3 bandarískir hermenn létu lífið í hryðjuverkaárás á heri bandamanna í gær.Ætli þetta hljómi öðruvísi í Íröskum fjölmyðlum 3 hryðjuverkamenn voru vegnir af frelsisher Íraks í gær er þeir gerðu atlögu til þess að myrða óbreyttra borgara.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í evrópu voru þeir sem reyndu að verjast herjum nasista hryðjuverkamenn? Nei þeir voru réttilega kallaðir frelsishetjur eða Uppreisnarmenn. Þeir sem dóu við að verja fjölskyldu sína og föðurland með hvaða hætti sem var. Hvort það var með sjálfsmorðs árásum sem reyndar tíðkuðust ekki þá,eða skutu á nasista eða hvað sem þeir gerðu í sinni baráttu,þeirra verður ekki minnst sem hryðjuverkamanna. Það sem ræður því hvort að þeir séu hryðjuverkamenn eða ekki eru vesturlöndin, Bandaríkinn eða Bretland og öll þau lönd sem hafa hagsmuni á að styðja þá,einsog Íslendingar. Sadam Hussein var einræðisherra sem var á móti Bandaríkjunum og því fór þar sem fór en fullt er af einræðisherrum eins og hann sem hafa gert sín voðaverk í friði frá Bandaríkjunum vegna þess að þeir hafa passað sig á því að vera ekki að storka Bandaríkjamönnum.
Agústo Pinucé fækk að myrða Chile búa í friði enda var hann góð vinur Margretar Thatcher sem var þá forsetisráðherra Bretlands, og er enn þann dag í dag á Jólakortalista Thatcher fjölskyldunar. Ekki halda að ég sé að réttlæta svona hryðjuverk og morð. Ef ráðist væri inn í Ísland og við myndum reyna að svara fyrir okkur með einhverjum hætti. Værum við hryðjuverkamenn eða frelsis hetjur????
Það væri undir því komið hvort árásaliðið væri Bandaríkinn eða hliðhollir þeim.
Högni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 21:55
Auglýsingar.
Þessi Pistill er frá 2005.
Auglýsingar.
Hvert sem er litið og hvar sem þú hlustar eru hundruðir ef ekki þúsundir auglýsinga á dag sem þú sérð og heyrir sem er verið að troða í undir meðvitund þína hvort sem þér þóknast eða ekki. Þetta birtist okkur í sjónvarpi, útvarpi, utan á byggingum eða í fyrirtækum sem auglýsa vörur sínar.
Það er vísindalega sannað að stór hluti að þessum áróðri kemst inn og þú grípur í vöru í búðinni sem þér vantar kannski ekki, eða þegar þú velur á milli sambærilegra vara þá velur þú vöruna sem er búið að vera berja inn í hausinn á þér svo dögum skiptir. Þessar auglýsingar eru mis skemmtilegar eðli málsins samkvæmt, aðrar bara hin besta skemmtun og aðrar eflaust notaðar til pyntinga á föngum á Kúbu.
Við sem neytendur getum ekki ráðið hvort þetta er birt eða flutt nema kannski flett um síðu, eða skipt um stöð í útvarpi eða sjónvarpi og lokað augum okkar þegar strætisvagn eða skilti með þessum ósóma kemur okkur fyrir sjónir. Hvernig væri nú bara að taka málin í okkar hendur og verðlauna eða refsa slæmum og illa gerði auglýsingum. Einfaldlega með því að kaupa vöru sem er auglýst skemmtilega eða sniðganga vöru sem er með ömurlega auglýsinga herferð.
Ég til dæmis ætla aldrei aftur að væta mínar kverkar með fanta aftur eftir að þessi ÖMURLEGA auglýsingar herferð Drekkum Fanta Verum BambuchaAuðvitað eigum við ekki að kaupa vöru sem er með lélegar auglýsingar og eigum að refsa þeim fyrir þessar auglýsingar, og aftur á móti kaupa þá vöru sem auglýsingar eru skemmtilegar.
Ég er ekki að tala um að ganga út í einhverjar öfgar og selja bílinn eða segja upp símanum eða hætta að borga skattana okkar ef þessir aðilar sem eiga í hlut séu með lélegar auglýsingar. Heldur að velja frekar annað ef um sambærilega vöru er að ræða og hvetja fyrir tæki og auglýsinga stofur um að setja smá metnað í þetta og hafa þetta skemmtilegt ef að fyrirtæki í landinu eru á annað borð að eiða fleiri miljarða á ári í auglýsingar.
Þessi áróður er orðin svo mikill og ágengur að ég hef oftar en einu sinni verið búinn að kaupa dömubindi eða dove hrukkukrem án þess að ég viti af því að það er komið í innkaupakörfuna mína.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2011 | 13:33
Einræðisríkið Ísland.
Þessi er frá Apríl 2005.
Einræðisríkið Ísland.
Það er alveg merkilegt hvað stjórnvöld vilja ráða hvernig við hegðum okkur og reyna að stjórna hvað við gerum með ýmsum boðum og bönnum.Þau vilja ákveða hvað er gott eða holt fyrir okkur með ýmsum reglugerðum sem ég er ekki alltaf sáttur við.Hvað má drekka,reykja,borða,tyggja eða gera geta þau ráðið með lagasetningum með því að banna hlutina,eða setja alveg fáránlega skatta á þá svo verðlagið sé úr öllu hófi.
Ég er glæpamaður...já það er satt ég tek í vörina ég var ekki glæpamaður fyrir nokkrum árum fyrr en alþyngi bannaði munn og neftóbak.Þar sem að ég er háður þessum nikótín djöfli neyðist ég til að versla þessa vöru sem er smigluð til landsins á ólögleganhátt væntanlega,þannig að ég er krimmi.
Ekki var ég kátur þegar ég heyrði að það ætti að banna tóbakið og þegar ég heyrði rökin fyrir því þá varð mér öllum lokið,rökin voru þau að þetta væri bannað innan ESB þó svo að einu löndin sem að framleiða þessa vöru séu í ESB,og að tóbaksneysla af þessu tagi geti leitt til reykinga....já það er einsog að banna pilsner vegna þess að hann gæti leitt til bjórdrykkju.
Dauði og djöfull fari á þetta fólk sem gerði mig að krimma og bannaði tóbakið.
Enn þetta bann nær þó ekki yfir íslenska neftóbakið sem ÁTVR framleiðir því það er grófara en annað tóbak segja þeir selja SÍNA vöru????Þeir geta ekki bannað áfengi þó að bjórinn hafi verið bannaður um tíma þá setja þeir bara skatt á bjórinn og annað áfengi,mig minnir að hann hafi verið 69 kr. á dós.Ég varð mjög glaður um daginn þegar ég las fréttablaðið því að í fyrirsögnin á greininni var Faxe ódýrasti bjórinn á íslandi aðeins 7kr. stykkið.
Þá gladdist mitt litla hjarta og ég var kominn hálfa leið inn í bíl og á leiðinni í ríkið þegar ég las meira. Faxe er frá innflytjanda með vask og tollum á 7 kr. stk. Svo fær ÁTVR dósina og setur 69 kr. skatt sem ríkið krefst,sína álagningu sem er kannski 20% og svo vask,og þá er dósinn komin í hundrað og eitthvað.Þeir(ríkið) fá tolla og vask frá innflytjenda og skatt og vask frá ÁTVR sem þeir eiga þannig að þeir hljóta að græða vel á svamli okkar Íslendinga.
Þetta litla dæmi er eitt af hundruðum dæma sem ríkið er að taka okkur í bakaríð,en hvað getur maður gert annað en að tuða og tauta þessu verður ekki breitt né tóbakið löglegt aftur þannig að ég verð bara áfram glæpamaður þangað til ég hætti þessum óþvera.
Högni Glæpon.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 21:34
Landkynning.
Þessi Pistill kom í Mosfellingi 2005.
Landkynning.
Íslendingar eru helst þektir erlendis fyrir sína einstæðu náttúrur og þá kannski Björk.Nú í seinni tíma er búið að bætast við þennan lista er skemtanalífið á Íslandi,lauslæti Íslenskra kvenna (þ.e.a.s. sum flugfélög, erlend held ég markaðsetji Ísland þannig).
Nú nýverið kom ein helsta auglýsing Íslands í þættinum Amazing Race (A.R) og í Letterman þegar Kieffer Sutherland lýsti aðdáun sinni á landi og þjóð,þá einna helst skotgleði okkar um áramót og fegurð kvenna.Þátturinn A.R. er sagður vera ein dýrmætasta auglýsinginn sem við höfum aflað okkur erlendis og það lýsti sér nú kannski best þegar alþingismönnum var boðið á kostnað okkar skattgreiðanda í frumsíningarpartý á þættinum.Þar flæddi allt í kampavíni og veislumat einsog hefðinn er þegar skattgreiðendur þurfa að borga brúsann.
Við þennan landkynningarlista hefur bæst við í formi tónlistar og ber þá hellst að nefna Sigurrós,Quarasi,Emílianna Torinni,Múm og fleiri sem hafa verið að gera það gott á erlendri grundu.Sumum útlendingum finnast Íslenskirtónlistar menn svo Spes þá er væntanlega horft til Bjarkar og Sigurrósar,ég spurði þann útlending sem sagði þetta við mig og hann útskýrði það með því að spyrja mig hvort virkilega allir á Íslandi væru svona Spes? Ha Spes? (wierd)? Já sagði hann klæðasig allir hér svona 80´s og eru með sítt að aftan sem er í tísku núna þá það sé ljótasta tíska allra tíma,og trúa allir á álfa og tröll.Þá áttaði ég mig hvað hann var að meina,hver kannast ekki við þessa steríótípu sem hann var að tala um?.Artí Fartí Spes típu.??
Sem notar gömul útvíð föt og lopa húfur, mætir í Klink og Bank galleríið hverja helgi,situr og lærir á kaffihúsum,fer á mótmælafundi,heldur því fram að grasið sé blátt þó að það sé oftast grænt og er með röndott 50´s veggfóður í stofunni hjá sér.Flestir þekkja þessar típur og hafa kannski verið með þessu krökkum í skóla eða á fótbolta æfingum.Ég útskýrði fyrir honum að margir væru svona að guði gerðir og væru ekki bara að elta tískuna.Og ég bað þennan ágæta mann að gefa mér mynd á því hvernig útlendingar sæju Íslendinga,og þetta kennir okkur ekki að trúa öllu því sem við lesum eða heyrum frá útlöndum,enda er þettta ekki rétt mynd af okkur.
Íslendingar byrja allir að drekka mjög ungir og eru náttúru börn í eðli sínu sem hlusta á Björk og trúa á álfa og tröll.Við erum hamingjusamasta og þunglindasta þjóð í heimi og graðasta og lauslátasta þjóð í heimi sem hann útskírði með nýju hjálpartækjakönnunni sem nýlega var gerð opinber þar sem Íslenskt kvennfólk á fleiri hjálpartæki í svefnherberginu en nokkur önnur þjóð.Við eigum tærasta vatnið og besta fiskinn,og drekkum dýrustu vín í heimi sem má bara útskýra á verðlaginu hér heima.Við skjótum upp flugheldum fyrir fleiri miljarða króna á hverju ári en höfum ekki efn á að borga kennurunum okkar sæmileg laun.
Fyrir mitt leyti þá finnst mér þessi sýn á Ísland frekar skrítinn og ekki markverð en hvaða sýn höfum við á löndum sem við lesum um eða heyrum um í fréttunum en höfum aldrei komið til?
Ekki trúa öllu sem þú lest því allt sem þú lest er lygi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011 | 22:50
Kosningar í Mosó.
Þessi er frá Mars 2005.
Kosningar í Mosó.
Síðustu kosningar.
Síminn hringir og ég staulast gremjulega til að svara honum, þetta er örugglega einhver réttdræpur sölumaður sem er að hringja frá Eddu útgáfu eða einhver tryggingarsölumaður að reyna selja mér eitthvað drasl en kannski bara verið að spyrja eftir frúnni. Nei bleeessaður maður þetta er ég ......þá allt í einu man ég það, það er að styttast í kosningar! Einhver gamall skólafélagi eða vinur sem ég hef ekki heyrt í allt of lengi er í símanum.
Og vitið menn, samtalið byrjar svona eins og samtöl byrja þegar maður hefur ekki séð eða heyrt í einhverjum gömlum kunningja í langan tíma (hvað er að frétta o.s.f.). En samtalið berst eins og byssubrandur í hvaða flokk ég ætla að láta taka mig rassinn þetta kjörtímabil. Ég segi eins og vanalega að ég er að fara kjósa XXX eins og heimilisfang mitt bendir til, þar sem öll fjölskyldan kýs það sama ár eftir ár af gömlum vana (líkt og allir landsmenn).
Þetta kjörtímabil ætti ég nú varla að breyta út af vananum þar sem ég vil nú halda friðinn, enda er ég mjög friðelskandi maður. Þessi gamli vinur er kominn neðarlega á listann, eflaust hefur vantað fólk til að fylla út í listann og gripið hefur verið til þess örþrifaráðs að hafa samband við hann (enda á hann þar fyllilega heima, reyndar ofar á listanum). Hann spyr mig hvað mér finnst að betur mætti fara eða hvaða áherslur ættu nú að vera ofarlega í kosningaslagnum þetta árið hjá sínum flokki. Ég hefði alveg eins getað heimtað jarðgöng á Tungubakka og það hefði verið tekið vel í þá hugmynd enda væntalegt athvæði í símanum.
Mér sárnaði nú smá að hann hafi bara hringt í mig vegna þess að honum vantaði atkvæði en ekki hringt í mig bara til að spyrja hvað væri að frétta. Þá barst talið af því að það væri væntanlegt bjórkvöld og mér væri nú velkomið að mæta. Atkvæðið var svo gott sem unnið, ég var auðmjúkur og sigraður við þetta dásamlega heimboð...bjórkvöld...frír bjór.... Ég sagði að ég mundi mæta og styðja flokinn heilshugar (sem og ég gerði) enda er þessi svaladrykkur (bjór) ofarlega í metorðastiganum hjá mér og atkvæði mitt var gott sem tryggt.
Næstu kosningar.
Það hefur pirrað mig svolítið hversu auðveldlega ég var keyptur en ég var nú ekkert að segja honum að ég væri nú hvort eð er að fara kjósa hans flokk, enda þá loforð um jarðgöng á Tungubakka og frír bjór verið í talsverðri hættu. Þessar næstu kosningar ætla ég að halda öllu opnu og fá loforð, ekki bara frá einum flokki heldur öllum. Að fá rússíbana í Hulduhlíðinna, ekki hækka öll gjöld í bænum (allavega ekki vera að slá nein íslandsmet í hækkunum eins og í síðast), lækka fasteignaverð og leikskólagjöld. Maður verður að reyna allt því að hjá pólítíkunum er tíminn naumur og þess vert að hlusta á bullið í okkur, þó svo að það verði ekkert úr því eftir kosningar. Það er nú allt í lagi þó svo að jarðgönginn komi ekki þetta kjörtímabil. Kannski ég bjóði mig nú bara sjálfur fram þetta tímabilið enda hefur kallin margt að bjóða samsveitungum sínum í bæjarmálum. Jafnvel að ég bjóði mig fram á lista sem eru þegar í bænum og takið þetta til ykkar sem raðið á lista... Já það er vissulega gaman þegar það koma kosningar og ég hlakka til að heyra í þessum gamla kunningja fljótlega. Jafnvel að ég verði fyrri til að hringja í hann og biðji hann um að kjósa listann minn....
Ég fæ Gylfa Guðjóns með mér í slaginn enda þá eini flokkurinn sem hann hefur ekki boðið sig fram í.
Gylfi bæjarstjóri það hljómar vel er það ekki?
X-R
Félag rauðhærðra og örvhentra Mosfellinga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 21:49
Slúðrað í Mosó (2005)
Þessi er úr bæjarblaðinu Lókal ef ég man rétt og er frá árinu 2005.
Að búa og alast upp í Mosfellsbæ/sveit eru mikil forréttindi sem krakkar kunna ekki að meta fyrr en seinna á lífsleiðinni, okkur finnst á unglings aldri alltof langt að fara til Babylon (Reykjavíkur) til að fara í bíó eða keilu og hvað það nú er sem krakkar gera í dag. Ég fékk að finna fyrir gríninu þegar ég sótti menntaskóla hvað Mosó er langt í burtu frá öllu, og hef ég heyrt það flest, t.d. er Mosó á sömu breiddargráðu og Reykjavík?, hvaða gjaldmiðill er notaður í Mosó? , gengur strætó í Mosó?, keyrir maður ekki í gegnum það á leiðinni norður?. Mjög fyndið ekki satt?
Maður þurfti að vera snöggur að svara og ekki dugði að sárna og fara í fílu. Verst þótti mér nú þegar ég vissi að fólk utan af landi var að gera grín af Mosó og oftast dugði nú bara eitt svar hvaðan ert þú? Dalvík. Eru ekki allir systkinabörn á Dalvík? Þá þaggaði maður rækilega niður í þeim.....
Það er frábært að búa í Mosó af mörgu leiti en Mosó hefur líka að vísu sína galla sem hægt er þó að leiða hjá sér. Það sem mér finnst neikvæðast við Mosó er SLÚÐRIÐ.
Já Mosó er slúður capital Íslands. Það er alveg merkilegt hvað maður heyrir margt misjafnt um samsveitunga sína sem er kannski/oftast ekki satt. Ef ég fengi 1 krónu fyrir hvert skipti sem ég heyrði slúður um mig eða aðra sem ég þekki þá væri ég svo ríkur að ég væri með Bill Gates í vinnu hjá mér við að þurrka af. Ég byrjaði snemma að taka eftir þessari eftirlætis tómstundaryðju Mosfellinga að slúðra og fékk ég strax á unglings aldri smjörþefinn af því. Þegar ég var unglingur var ég t.d. að hugsa mér á fimmtudegi að fara í partý og reyna redda mér kippu og fara út að skemmta mér en þá var mamma kominn í málið og vissi allt um hvað var í vændum, jú sko hún var að vinna á Reykjalundi, á E-deild og þar voru þær í heimsklassa þessar elskur og gátu verið stoltar af.
Það má vera að þetta sé svona allstaðar á kaffistofum landsins eða þar sem að fólk kemur allmennt saman. Þetta er nú ekki alltaf fyndið því margir hafa farið illa út úr slæmu slúðri og Reykjalundarsögur voru nú ekki verstar því alræmdastar eru hárgreiðslustofur bæjarins þar sem framhjáhöld og fyllerí eru rædd í klippistólum og lagningum og það er einsog fólk hafi unun af því að heyra um ófarir annarra hvort sem það er satt eða ekki. Hversu oft hafa samræður byrjað á Veistu hvað ég var að heyra um hann...en það er ekki það versta því sögurnar breytast frá manni til manns enda erum við Mosfellingar snillingar í því að ýkja, t.d.einn bjór verður að kippu og þúsund kall verður að tíuþúsundkalli o.s.f.
Maður tekur svona sögum með fyrirvara svona einsog þegar maður les DV (trúir svona hálfpartinn ekki öllu). Ég held að við ættum að vera varkárri þegar við heyrum svona og í guðsbænum ekki fara með það gasprandi í næsta mann eða konu.Við ættum bara að halda þessu út af fyrir okkur því að á næstu hárgreiðslustofu gæti verið að gaspra um okkur.........
Högni Snær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 22:43
Íslenskt málfar.
Þessi Pistill er frá 2005.
Íslenskt málfar.
Að vera sjúkur á líkama eða sál er ekkert grín en það er ekkert skylt þessum pistli. Það er samt merkilegt hvað við tölum geðveikt vitlaust og hvað við beitum tungumáli okkar geðveikt rangt, og er undirritaður nú ekki manna skástur í þeim efnum. Þegar við erum spurð álits á einhverju t.d.: hvernig var leikurinn? Geðveikur /sjúkur. Eða var maturinn góður? Já hann var ógeðslega góður, svörum við gjarnan á þennan hátt. Þetta er akkúrat öfugt miðað við hvað við meinum. Af hverju tölum við svona asnalega? Það er ekkert skrítið að afar og ömmur þurfi túlk til þess að skilja æsku þessa lands. Ég hef verið að hlusta svona með öðru eyranu á hann Kristinn R. Ólafsson sem talar frá Madrid, þann ágæta mann. Hann talar mjög skemmtilega íslensku og skrítna, það er að segja með spánsk- norðlenskum hreim. Í lok vikulegu pistlanna sem hann flytur á rás 2 hefur hann stungið upp á ýmsum nýyrðum. Hann stakk upp á því að jógurt ætti að heita skyrja og G-strengur heiti bandabrók. Þennan mann vil ég fá í vinnu hjá ríkinu við að búa til götuheiti og einnig í mannanafnanefnd eða hvað sem sú ágæta nefnd heitir. Ég hef tekið eftir því í blöðum þegar þessi mannanafnanefnd sem ákveður hvaða nöfn má og má ekki nota þá hafa ýmsir skrítnir dómar verið kveðnir upp. Þú mátt skíra dreng nafninu Tímon svo lengi sem millinafnið sé ekki Púmba, ekki veit ég á hvaða lyfjum þetta fólk er en er þetta ekki uppskrift að hræðilegu einelti? Maður í Kína var neitað um nafn á dreng sem hann eignaðist og var hann ekki sáttari en svo að hann fór með það mál fyrir dómstóla en kínversk stjórnvöld vildu ekki nafnið Satan í sína þjóðskrá. Hann tapaði því máli, ætli drengurinn hafi ekki verið skírður Lúsifer. Maður að nafni Email Suarez í Uruguay hefur væntanlega fengið sinn skerf af stríðni en við hér á klakanum eigum við vita betur og taka fyrir svona grín nöfn. Þeir í götunafnanefnd hafa verið í kristilegu stuði þegar þeir skírðu göturnar á Golgatahæð þar sem tankarnir eru. Þar sem nöfn eins og Kristnibraut, Klausturstígur, Biskupsgata og Preststígur eru heiti á götum þar.Við skulum vona að þeir séu ekki að ákveða eitthvað í þunglyndi því þá fáum við kannski nöfn einsog Heimsendi ,Svartadauðastræti eða sífílisgata. Það er kannski sniðugt að vera svolítið heimsborgaralegur og skría hverfin eða götur eftir heimsborgum eins og er gert erlendis, þá gætum við séð götur eða hverfi sem heita kannski París, Hawaii eða Jerúsalem.Væri það ekki sniðugt að heyra í útvarpinu Ófært er í Hawaii núna í morgun en vegagerðinn vinnur við að ryðja götur þar og vonast er að þær verði ruddar fyrir kl.10
Hvað heitir þú ungi maður?
Ég heiti Satan.
Ha Satan?
Já.
Hverra mann ert þú eiginlega?
Pabbi minn heitir Tímon.
........ok....
Högni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2011 | 20:46
Feministar (skrifað 2004)
Hér er feminista pistillinn sem kom út í bæjarblaðinu Lókal 2004, þetta var annar pistillinn sem ég skrifaði.
Feministar.
Íslenskir feministar höfðu lengi barist fyrir tilverurétti sínum, rétti til að kjósa og rétti til að standa okkur körlunum jafnfætis. Hér áður fyrr voru þetta hörkukvendi sem unnu ekki bara heimilisstörfin með mikilli elju heldur voru þær duglegar á öðrum vettvangi. Til að sýna hvers þær voru megnugar unnu þær einnig á túnum landsins, með orf og ljá og skóflu í hönd og mokuðu skurði og eru heilu sveitarfélöginn sundurmokuð máli mínu til stuðnings. Þær voru reyndar ekki kallaðar feministar í þá tíð heldur húsfreyjur. Það leið ekki á löngu þangað til þær fengu kosningarétt og fóru að færa sig réttilega út úr þessum kvennastöðum frá eldavélinni og vaskahúsinu og út á hinn almenna vinnumarkað þar sem þær eiga heima. Nú hefur margt breyst og enn þann dag í dag standa þær okkur karlmönnunum ekki jafnfætis þegar kemur að launamálum sem er skrýtið þegar tekið er tillit til þess að það er árið 2004 og moldarkofar landsins sem og hugsunarháttur þess tíma hefur liðið undir lok. Þetta kemur okkur öllum við enda eigum við flest okkar systur, frænkur, mömmur eða jafnvel dætur og eru þeir sem láta þetta mál sig ekki varða að hugsa annsi skammt. Meira að segja hin svakalegasta karlremba getur átt stelpu með konu sinni og vill hann ekki að hún fái jafn vel borgað og maður í svipuðu starfi og hún?
Feministar hafa haft frekað neikvæða ímynd hingað til. Maður ímyndar sér sterklega vaxna konu sem tekur í nefið og vörina, í lopapeysu, sem ekur um á bifhjóli með gráðostalykt á viðkvæmum stað og brúsk undir höndunum sem hvaða karlmaður væri stoltur af. Þessi ímynd er ekki sönn (sorry strákar), þetta eru venjulegar konur og karlar...jú það er nefnilega karla hreyfing innan feminista félagsins sem vinna að jafnrætti kvenna. Það nýjasta nýtt eru límmiða árásir feminista á BogB (allavega þegar þetta er skrifað) og ekki er blessað klámið neinum heilagt lengur. Maður heyrir í fréttum að fólk sé ekki sammála um það að þegar ráðið er í opinber störf, kona en ekki karl átti að vera ráðin og svo er ráðningin kærð til janréttisráðs. Ég hafði alltaf staðið í þeirri meiningu að það ætti að vera sá/sú sem væri hæfastur í starfið sem væri ráðinn. Ég ætti kannski að stofna samtök sem berjast fyrir réttindum rauðhærðra eða örfhentra. Það er flokkur fólks sem er kúgað, það hlýtur að vera. Ég sé fyrirsögnina í fjölmiðlum rauðhærðum manni gefin framkvædarstjóra staða í .... það lítur vel út. Ég þarf ekki að vera hæfur í starfið bara rauðhærður og ef þeir ráða mig ekki þá bara kæri ég.
Kannski ef Dabbi kallin ætti fleiri vinkonur og frænkur þá væru fleiri konur í áhrifastörfum í þjóðfélaginu, allavega væri komin kona í hæstarétt, kannski rauðhærð kona???
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2011 | 21:55
Þetta þurfti ég að birta til leiðréttingar eftir minn fyrsta pistil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)