Sveinarnir 13.

Þessi pistill birtist nú á dögunum í Mosfellingi.

 

 6534890955 d0061204c3 b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sveinarnir 13.

Nú þegar ég sit fastur við lyklaborðið hafa tveir kátir piltar af þrettán komið í Hulduhlíðina færandi hendi og hefur sá sem þetta skrifar ekki fengið neitt sem gæti verið „kartafla“ í skóinn. Ennþá. Því ég er af sjálfsögðu drengur góður og því kemur það ekkert á óvart.

Nú þegar ég er röngu meginn við þrítugt þá fer maður að minnka skó stærðina í glugganum enda eru það börnin á heimilinu sem þeir heimsækja en ekki sá gamli sem enn setur skóinn á sinn stað. Strákurinn á heimilinu var farinn að telja niður daganna rétt eftir að skólinn byrjaði og skildi ekkert í því hvað tíminn væri lengi að líða, og svo kom að því að minn maður var búinn að bursta í sér góminn og koma sér nokkurn veiginn í náttfötin þó öfug væru á mettíma að ég áttaði mig á því að í nótt kæmi fyrsti jólasveinninn Stekkjastaur. Ég man það svo vel þegar ég var á hans aldri, rétt rúmlega sex ára að ég ætlaði sko að góma kauða glóðvolgan í glugganum og reyna að ná honum á spjall til að snúa við „kartöflu dómnum“ (fá kartöflu í skóinn) sem ég hlaut árinu áður. Ég var vaknaður rétt eftir miðnætti og var búin að koma mér fyrir á gólfinu til að ná í skottið á honum til að tala mínu máli. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi og hvort ég fengi nú einhverjar skaðabætur þegar ég væri búin að tala mínu máli.

En rammgöldróttir eru þeir bræður og sáu nú í gegnum þetta, enda var ég glaðvakandi á gólfinu og í svona gildru ganga þeir ekki í bræðurnir þrettán. Ég fékk semsagt aldrei dóminn felldan niður og á sakaskrá minni eru enn þá ein eða tvær kartöflur sem ég fékk í gegnum árin og tel ég það nokkuð vel sloppið þegar ég hugsa til baka og man hvernig ég hagaði mér nú oft á tíðum og geri stundum enn ef út í það er farið. Enn tilhugsunin við kartöflur, Grýlu og Leppalúða, já og jólaköttinn voru nóg til að halda sex til níu ára síbrota dreng einsog mér á beinu brautinni og það dugði nú bara að skoða teikningar af Grýlu í bók til að kippa öllu suði, grát og frekju í liðinn og minn maður var farinn að haga sér og farinn snemma í háttinn enda vissi ég einsog öll börn að hún Grýla byggi í helli uppi á Helgafelli og helvítis nornin gat því séð öll prakkara strikin mín og sótt mig ef ég héldi mig ekki á mottunni. Í dag eru það skatturinn og Herbalife sölumenn sem hafa komið í staðinn fyrir þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða  og ef þið verðið ekki stillt og prúð þá lendið þið í klónum á þeim.

 

Högni Snær.                          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband