Nýtt, kæst eða súrt, nammi namm.

Hér er pistill sem birtist í Mosfellingi núna um daginn og hann er númer 65 í Röðinni.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

Nýtt, kæst eða súrt, nammi namm.

Já þá er komið að einum mest hressandi tíma ársins og það vill svo skemmtilega til að hann er í byrjun árs á þessu herrans ári 2015. Hvað er það sem ég er að bulla um, jú þorrinn auðvitað. Þetta byrjar alltaf skemmtilega fyrir okkur karl punganna á þjóðhátíðardegi karlmennskunnar, bóndadeginum, ég og sonur minn vorum vaktir á skemmtilegan hátt með morgunmat í rúmmið og sex ára syni mínum þótti mikið til koma enda er hann líka „bóndi“ á okkar heimili. Það er svo hressandi og skemmtilegur siður að halda þorrann hátíðlegan og hvað er nú þjóðlegra en að belgja sig út af gömlum og nýjum þjóðarréttum í góðra vina hópi og skola svo öllum herlegheitunum með rammíslenskum þorra bjór og brennivínssnafsi. Það sem meira er að í örfáar vikir getur þú mætt á hvert þorrablótið á fætur öðru og með kaldan þorramjöð í hendi og gert þér glaðan dag aftur og aftur. Þetta er nú ekki einsog aðfangadagur eða 17 júní þar sem partýið stendur bara yfir í einn dag, ónei súrmetið skal etið á meðan maður stendur í lappirnar og þangað til að belgurinn segir stopp. Fyrir þennan þorra las ég á einhverjum internet miðlinum að nú væri nýmeti á boðstólnum sem væri grænmetissulta sem hentar reyndar ekki mjög vel fyrir grænmetisætur eða vegan fólk enda er í herlegheitunum matarlím sem unnið er úr kjöti. En skítt með það það er alltaf gaman að koma með nýungar í þetta svona við og við, ef þú ert orðin þreyttur á kæstum hákarli eða súrum hval þá er bara að skella sér í grænmetissultuna og svo „bon appetit“. Í fyrra var nýjung á markaðnum (allavega í mín eyru) að boðið var upp á súrsaða lambatittlinga og seldist þetta upp á núll einni. Kannski komin tími til að skipta út fræga orðatiltækinu „Seldist einsog heitar lummur“ fyrir  „Seldist einsog súrir tillar“er það ekki flottara? Það var sama á teningnum í ár að lambasprellarnir voru hvergi til í búðum og greinilegt er að Íslendingum sumum hverjum þykir gott að smjatta á lamba tippum. Ekki hef ég nú smakkað skaufana frægu og verð ég að viðurkenna að ég er nú ekkert yfir mig spenntur á að bragða þessa nýjung ég get að minnsta kosti sofið vært yfir því að missa af þessum tillum en hver veit nema ég skelli einum skaufa á diskinn og bragði á í framtíðinni.

 

Högni Snær.                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband