Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2012 | 20:10
Mosfellingar eða ekki..
Þessi pistill er númar 41 í röðinni þessi útgáfa af pistlinum hefur ekki komið út áður.
Mosfellingar eða ekki..
Ég er fæddur og uppalin í Mosfellsbæ og er stoltur af, því því hvergi annarsstaðar líður mér betur, um daginn var ég að spjalla við kunningja minn og talið barst af því að hann væri ekki Mosfellingur þó svo að hann hafi búið hér í á annan áratug. Hann er sem sagt nýbúi í Mosfellsbæ, hvenær erum við sem búum hér komin í tölu alvöru Mosfellinga...
Ég ætla að reyna að leggja orð í púkk og útkljá þetta leiðindarmál í eitt skiptið fyrir öll, ef þið eru fædd í Mosfellsbæ þá eru þið sjálfkrafa innfædd ekki satt þó svo að foreldrar ykkar séu það ekki. Ef þú fluttir hingað þegar þetta hét Mosfellssveit ekki Mosfellsbær þá ertu orðin innfæddur.
Fyrir ykkur nýbúana sem ekki vita þá hét Mosfellsbær Mosfellssveit. Svo er nú spurning að ef þú ert búin að búa hér í... hvað eigum við að segja 10 ár þá ert þú komin í fullorðins manna tölu og mátt segja að þú sért orðin Mosfellingur en þú ert á skilorði þangað þú ert búin að búa hér í 15 ár og þá ert þú orðin fullgildur Mosfellingur eða Innfæddur Mosfellingur.Þá heldur bæjarstjórinn fyrir þig og þína svona allvöru partí á Ásláki til að vígja þig inn.
Við Mosfellingar erum miklir heimsborgarar og við eigum það til að bregða okkur út fyrir bæjarmörkin nokkrum sinnum á lífsleiðinni þá meina ég ekki bara til að versla í matinn, detta í það og annað slíkt heldur á ég við að við eigum það stundum til að flytja út fyrir bæjarmörkin tímabundið meðan við sækjum nám eða förum í víking til höfuðborgarinnar í maka leit enda eru Mosfellingar prýðisgóðir til undaneldis og vinsælir sem slíkir þegar svo ber undir. En svo virðist sem flest okkar koma aftur í sveitina fyrr eða síðar sumir koma seint en koma þó enda eru Mosfellingar alltaf velkomnir aftur úr ævintýraferðum sínum.
Það eru þó enn sumir sem þrjóskast við og vilja ekki heim, slíkar ákvarðanir ber að virða en það má því kenna slæmu maka vali eða mengunin í höfuðborginni hefur kannski ruglað fólk í rýminu.
Enn flyst fólk í sveitina okkar og bera þau tíðindi hæst nú að Mosfellingar hafi fengið viðbót í mannlífið þegar forseti lýðveldisins Herra Ólafur Ragnar Grímsson og hans frú Dorrit hafi fest kaup á koti í rauða hverfinu rétt hjá Reykjum, ég vil nota þetta tækifæri og bjóða þau velkominn í sveitina og minna þau á skyldur okkar Mosfellinga sem eru að taka mæta á alla heimaleiki Aftureldingar borga á línuna á Áslák eða Hvíta riddaranum þegar svo vill til og vera hauslaus á þorrablótinu einsog sönnum Mosfellingi er einum lagið. En nýjustu fréttir herma að kannski verði ekkert af kaupunum þar sem stór ´leyndur galli einsog fasteignasalarnir kalla það stundum kom í ljós eftir að húsið var keypt en sá ´leyndi galli reyndist vera nágranni, fyrrverandi kollegi Ólafs úr pólitíkinni.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2012 | 20:10
Hvað er að gerast ?
Þessi pistill er númer 40 í röðinni og þetta er útgáfan af honum sem ekki var stytt.
Hvað er að gerast ?
Ég er farinn að velta því fyrir mér æ oftar hvað sé nú eiginlega að mér, það er nú þannig að þegar við horfum á fréttir eða kveikjum á tölvum þá er það fyrsta sem blasir við manni eru fréttir af hörmungum heimsins. Tugir drepnir í mótmælum, margir fórust, þar á meðal börn eru dæmi um fyrirsagnir í fréttum undafarnar vikir og daga. Ég er hættur að kippa mér upp við svona réttir og fyrirsagnir, hér áður fyrr brá mér mjög, leið illa og fékk sting í magann þegar ég las um þessar hörmungar en nú er einsog mér sé skítsama, hvað er að gerast með mig?
Ég er sennilega orðinn ónæmur fyrir svona fréttum því á minni ævi er ég því miður búinn að lesa og heyra allt of margar svona daprar fréttir. Ég les um aurskriður og talið sé að tugir manns sé saknað eða látin og hvað geri ég ? Ég athuga hvaða lið Liverpool eigi næst að mæta eða athuga með veðrið, þetta er ekki eðlilegt og ég er farinn að hafa miklar áhyggjur hvað þetta snertir mig lítið að ég sé hættur að standa á sama en mér er ekki sama.
En eru fleiri svona einsog og ég ? Já mér sýnist það að við erum orðin flest svona ef ekki öll. Um daginn voru tugir drepnir í mótmælum í arabaheiminum sem telst nú ekki til frétta lengur miðað við áhugann og lesturinn sem þessi frétt fékk heldur var mest lesið hvað dömurnar í 10 árum yngri á 10 vikum voru búnar að léttast mikið. Einnig var stór frétt um afleiðingar kjarnorkuslysins í Japan og hvaða áhrif það hefur á framtíð okkar allra , en hvað haldið þið að hafi verið mest lesna frétt þann daginn?? Jú hvort að David Beckham væri búin að fá sér tatto á typpið. Já typpið á Beckham virðist hafa meira vægi í augum okkar Íslendinga en náttúruhamfarir og hungursneið ef marka má mbl.is. ekki það að það sé nokkuð athugavert við það að velta fyrir sér ástandi typpisins á manni sem spilar knattspyrnu í Bandaríkjunum en að það skuli vera svona vinsælt les efni hefði mér aldrei dottið í hug, kannski sé þar vannýtt viðskipta hugmynd fyrir einhvern þarna úti??
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 22:08
Nei eða já það er spurningin.
Þessi pistill er númer 39 í röðinni og birtist í Mosfellingi í Apríl 2011.
Nei eða já það er spurningin.
Já nú á dögunum lauk Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave ekki sú fyrsta en kannski sú síðasta vonandi, hver veit. Ég veit að allir eru komnir með miklu meira en nóg af þessu fjandans máli og sitt sýnist hverjum um það enda er sennilegra skemmtilegra að fá tannpínu heldur en að hlusta, horfa, eða lesa um þetta Icesave enn einu sinni. Og þess vegna ætla ég að skrifa nokkur orð um þennan djöful sem vitjaði mín í draumum og við köllum gjarnan Icesave samninginn.
Ég ætla ekki að halda því fram að þeir sem kusu já í kosningunum um daginn hafi haft rétt fyrir sér né þeir sem kusu nei. Það voru góð rök fyrir báðum kostum að mörgu leiti. Ég var á tímabili harðákveðinn í að segja já bara svo að hægt yrði að jarða þennan andskota í eitt skiptið fyrir öll.
Fyrir mér blasti þetta nokkurn veginn við svona.
Ég fer á bensínstöð og dæli á bílinn fyrir fimm þúsund kall, fer svo inn að borga. Maðurinn segir að þetta kosti tíuþúsund ég neita ég að borga, því ég dældi bara fyrir fimm, kallinn segir að þetta sé bara misskilningur og ég eigi þá bara að borga sjöþúsund og málið dautt. Á ég þá bara að borga sjöþúsund vegna þess að það er betra en að borga tíuþúsund. Því er ekki að neita að sjö er betri en tíu (betri samningur ???) ? Nei ég dældi bara fyrir fimmþúsund.
Ef Íslendingar hefðu samið svona í þorskastríðinu þá mættum við ekkert veiða við landið bara Bretar.
Þessi samningur var betri en fyrri en hann er að mínum dómi ósanngjarn, við eigum ekki að borga þetta. Hvort þið séuð sammála eða ekki skal ég ekki segja en málið er frá í bili. Ég kaus allavega nei...og hana nú.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2012 | 21:13
Gamli, gamli.
Þessi pistill er númer 38 í röðinni og kom Mars 2010.
Gamli, gamli.
Á því herrans ári 2010 sem nýlega rann sitt skeið varð ég þess heiður aðnjótandi að eiga afmæli, sem er ekki frásögufærandi þar sem mér skilst að allflestir Íslendingar lendi í þessari sömu krísu á hverju ári alveg einsog ég.
Nema hvað að í þetta skiptið varð ég þrítugur sem aldrei hefur gerst áður og gerist sennilega ekki aftur í bráð. Ég var búin að ákveða brjálað afmælis partý í mörg ár en kreppu draugurinn sló rækilega á puttana á mér með það þannig svo fór sem fór en ég á það bara inni. Þegar ég var lítill púki rauðhærður og vitlaus (nú er ég bara sköllóttur og vitlaus) voru menn á þessum aldri þrjátíu ára og eldri alveg hund gamlir. Fyrir sex ára pjakk á þessum tíma var slíkt fólk bara gamalmenni maður hélt að maður yrði sennilega aldrei svona gamall, en svo kom að því 24 árum seinna er ég komin á þetta stig og bara aldrei verið eldri. En þessu fylgir mikil ábyrgð ég þarf loksins að fara haga mér einsog maður þ.e.a.s. haga sér eftir aldri sem má segja að kannski sé komin tími til. Vera ábyrgur foreldri, góður uppalandi, kurteis, haga sér vel á mannamótum o.s.f. Þetta er nú ekki alltaf gaman það er reyndar miklu skemmtilegra að haga sér einsog asni og sletta rækilega úr klaufunum. En þar sem maður er komin á fertugs aldurinn (djíseskræst) er nú kannski tími komin til og lofa ég hér eftir að fara að haga mér einsog og það er orðað t.d. fara eftir umferðarreglunum, læra bridds, ekki fara fullur upp á svið á þorrablótinu og muna ekki eftir því daginn eftir, það eru slíkir hlutir sem ég ætla að fara temja mér. Ég þarf nú reyndar ekki að hafa áhyggjur af því að fá gráa hárið enda ekkert hár eftir til að grána (smá ljós punktur). Ég vil að sjálfsögðu þakka öllum þeim sem sendu mér heilla óskir á afmælisdaginn en eini fjölskyldumeðlimurinn sem mundi eftir deginum var Arnar bróðir sem sendi mé SMS eftir miðnætti áður en hann fór að sofa. L
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2012 | 08:49
Nýr óvættur á Íslandi.
Þessi pistill er frá Febrúar 2011 og er númer 37 í röðinni.
Nýr óvættur á Íslandi.
Nú á dögunum var það gert ljóst að nýr óvættur var kominn við strendur Íslands og ógnar heilsu okkar allra, þessi óvættur er að sögn stórhættulegur og ég hef eftir mjög óábyrgum heimildum að hann hafi þurrkað út heilu þorpin á landsbyggðinni og sé allur í sókn.
Þessi vættur er nú reyndar ná skyldur öðrum ófétum sem plagað hefur landann í áratugi marga. Þessi ógn heitir Transfita, já og kemur hún á eftir öðrum hryðjuverkum á borð við sykur, kolvetni og MSG. Nú verða bókabrennur viða þessi jólin þar sem uppskrifta bækur munu verða í aðalhlutverki sem inni halda þessar pestir.
Ég man þá tíma sem við vissum alltaf hvað var holt og hvað var óholt. Þeir sem höfðu vit til að greina þar á milli völdu það holla en ekki það óholla og hef ég nú oftast freistast í síðari kostinn einhverra hluta vegna. Sykur og sætindi voru óholl og laumuðust menn bara í sultutau og konfektmola á laugardögum. En svo var komið í tísku heilsusamlegt líf og minka við sig í kjöti og borða meira pasta og slíkan mat. Svo fréttist draugasagan um kolvetnið, og pasta og aðrar heilsu vörur í þeim flokki voru settar á hillurnar með sykri og sætindum. Svo kom skýrslan (ekki bankaskýrslan) út þar sem óvinur samfélagsins númer eitt sé MSG, og á einni nóttu voru skápar tæmdir sem innihéldu slíkt eitur enda stórhættuleg efni sem við vorum búin að eta í u.þ.b 50 ár. Önnur hver fjölskylda segist vera með ofnæmi gegn MSG, eini munurinn þá og nú er að nú stendur það á pakkningunni en ekki hér áður.
Ég fæ stundum spurningar í vinnunni hvort það sé pottþétt enginn transfita í þessu því viðkomandi sé með ofnæmi gegn transfitu.
Ég held að maður eigi ekkert að spá í þetta heldur að allt sé gott í hófi ekki satt?
Gleðileg jól og allt það Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 10:26
Ömurlegt leiktíð.
Þessi pistill er númer 35 hjá mér og birtist í Mosfellingi.
Ömurlegt leiktíð.
Þegar ég settist niður til að skrifa þennan pistil þá var ég nú með annað viðfangsefni í huga en ég gat bara ekki setið á mér en að hella úr skálum reiði minnar á þetta fjandans lyklaborð. Því þegar þetta er skrifað eru liðnar 10 mínútur síða flautað var af leik Everton og Liverpool sem lauk með 2-0 skitu upp á bak minna manna.
Þannig er nú í pottinn búið að ég er Liverpool maður og hef alltaf verið, já og VERÐ alltaf þangað til dagar mínir hér eru taldir. Ég hef staðið með mínum mönnum alla mína tíð og það hefur verið mikil rússíbana ferð. Sigrarnir hafa verið ansi sætir og töpin jafnframt súr, en síðasta tímabil var það súrasta og svartasta sem ég man eftir. Eftir að hafa verið slegnir úr öllum keppnum vorum við að reyna að rembast við að komast í meistaradeild en rembingurinn varð að vonbrigðum og tímabilið varð það lélegasta síðan land byggðist.
En með von í hjarta og nýjan stjóra í brúnni varð maður vongóður um að þetta tímabil yrði tímabil stórra sigra en staðreyndin er önnur, nú verður ekki barist um titla heldur veru okkar í deildinni sem að ég hélt að ég myndi aldrei upplifa á meðan ég lifi. Maður þarf að skríða meðfram veggjum til að forðast háð og hörð skot frá samstarfsmönnum og öðru fólki. Ég er búinn að fá nóg, menn sem hafa það að atvinnu að sparka í bolta og hafa fyrir vikið skít nóg af peningum, eiga nú að drullast til að fara spila fótbolta og fara að vinna eitthvað af þessum leikjum sem þeir eiga eftir svo að maður verði ekki fyrir einelti það sem eftir er að árinu. Það sem hefur haldið geðheilsunni í lagi til þessa er að drullusokkarnir í Man. Utd. eru líka að drulla upp á bak en þeir eru þó 4 sæti en við í því 19.
En maður á aldrei að gefast upp..
You ll never walk alone.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2012 | 21:49
Sól, sól skín á mig.
Þessi pistill er frá Ágúst 2010 og er númer 34 hjá mér.
Sól, sól skín á mig.
Þetta er búið að vera gott sumar, allavega hvað veðrið varðar. Það er aðaltómstunda iðja okkar Íslendinga að ræða um veðrið. Ég hef gripið sjálfan mig að því þegar ég er að spjalla við einhvern í síma sem er ekki staddur á sama stað á jarðkringlunni og ég að spyrja hann Hvernig er veðrið hjá þér ?. Hitinn í sumar hefur nú farið nokkuð oft yfir 20 stiginn og miðað við þessa heimsfrægu höfðatölu sem við erum alltaf að vitna í þá er 25 stiga hiti á Íslandi svona einsog 35 stiga hiti á Spáni. Miðað við höfðatölu...enda erum við bara rúmlega 300 þúsund hræður sem búa á þessu gjaldþrota skeri.
Ekki eru nú allir glaðir þegar sól hækkar og hitinn rís, stangveiðimenn skála nú ekki beint yfir slíku veðurfari og bændur bölva einnig veðurguðunum þegar þessu veðri fylgir þurrkur.
Ég er einn af þeim sem fagna ekki þannig veðri en það er hvorki út af því að ég er mikill veiðimaður né er ég bóndi. Ég er nefnilega rauðhærður. Við rauðhærða fólkið er þjóðflokkur sem þolir illa mikla sól og hita, við erum kannski skildari vampírum hvað þetta varðar. Þegar fer að vora og sól hækkar á lofti þá þarf ég nefnilega að heimsækja apótekið og versla þar sólarvörn helst einhverja nógu andskoti sterka svo ég lifi af sumarið. Flest okkar af þessum þjóðflokki (rauðhærðir) verða ekki brún heldur verðum við rauð og í besta falli humar bleik ef við verðum heppinn, þess vegna sést ég afar sjaldan þræða sólbaðsstofur og ligg ekki í sólbaði nema vera búinn að bera á allan skrokkinn eitthvað drullumall úr apótekinu númer 50+. Ekki skánaði nú ástandið þegar hárvöxturinn á hausnum á mér ákvað að fara í ævilangt verkfall og ég varð sköllóttur.
Já nú lá sá rauðhærði illa í því.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2012 | 20:15
Mosfellsbær/Afturelding Bestir í heimi.......
Þessi pistill er númer 33 og kom hann í Mosfellingi í Maí 2010.
Mosfellsbær/Afturelding Bestir í heimi.......
Ég hef alltaf verið stoltur Aftureldingarmaður og ekki minkaði það stolt nú um daginn þegar Afturelding tryggði sér sæti í efstudeild á næstu leiktíð. Fyrst byrjuðu strákarnir á því að taka eyjapeyjanna tvo leiki í röð og meira að segja öruggan sigur í eyjum. Svo var röðin komin að Gróttu mönnum sem fyrir fram áttu nú ekki að eiga vandræðum með kjúklingana úr Mosfellsbæ samkvæmt boltaspekingum í blöðum og útvarpi.
Gróttu menn voru sigraðir með mikilli baráttu út á nesi og spurðu sumir boltafræðingarnir sig hvort þetta hafi ekki verið heppnis sigur hjá Mosfellingum. En þá var komið að leiknum að Varmá. Klukkutíma fyrir leik var húsið byrjað að nötra, pallarnir að verða troðfullir og lætin heyrðust upp í dal, og stuðningsmennirnir okkar voru búnir að syngja sig hása löngu áður en leikurinn var flautaður á.
Ég hef ekki orðið vitni að annarri eins stemningu hjá Aftureldingu nema þá kannski í bikar úrslita leiknum hér um árið sem við unnum. Barátan og stemningin í leikmönnum var slík að Gróttu menn voru teknir í rassgatið einsog það heitir á góðri íslensku (afsakið orðbragðið) og það segir meira en margt annað að við vorum með ellefu marka mun á tímabili. Og vörnin hjá okkar mönnum var svo hrottalega góð og mér er minnisstætt þegar við vorum tveimur mönnum færri þá voru þeir svo þéttir, svo svakalegir og fótavinnan svo góð að það hefði mátt halda að við værum tveimur fleiri í vörninni. Stuðningsmennirnir hjá Aftureldingu sem hoppuðu og sungu allan tíman voru líka svakalegir og eiga þeir mikinn þátt í því að við spilum næsta vetur meðal þeirra bestu í N1 deildinni. Ef Afturelding spilar svona vel á næstu leiktíð og fær svona stuðning á pöllunum þá verðum við ekki mörg ár að fylla á bikar safnið að Varmá.
Einhver spekingur sagði eitt sinn Það er gott að búa í Kópavogi en það er betra að búa í Mosfellsbæ.
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2012 | 21:23
Íþrótta þjóðin Ísland.
Þessi pistill er númer 31 og hann kom í Mosfellingi í .
Íþrótta þjóðin Ísland.
Það er mikið íþróttaár 2010, þeir sem hafa gaman af því geta verið ánægðir með úrvalið þetta árið. HM í fótbolta, vetrar ólumpíuleikar, Em í handbolta og allt það sem er í boði á hverju ári.
Það má vera að Ísland hafi unnið glæsta sigra endrum og eins og ég vil ekki gera lítið úr þeim en þjóðarstoltið mitt vill meira miklu meira.
Ég nokkurn veginn búinn að sætta mig við að íslenska landsliðið í fótbolta karla mun aldrei spila í loka keppni HM eða EM nema þá kannski að mótið yrði haldið á Íslandi og var stefnan sett á aldamótin 3100 eða árið 3200. Þannig að ég er með hugmynd, hún getur bætt í bikardollu safnið okkar Íslendinga. Við einfaldlega búum til nýja íþrótt sem við getum unnið í. Nú eða sækjum um að fá að setja inn nýja íþrótt inn á ólumpíuleikana. Glasalyftingar verður sú íþrótt sem við munum sigra heiminn í.. Sú íþrótt býður upp á marga möguleika t.d. keppt í mismunandi áfengistegundum, hversu mikið magn þú getur teigað, hversu fljót/ur þú ert með það magn, tvíliðaleikur, hvað þú getur staðið lengi í lappirnar eftir ákveðið magn o.s.f. Það eru óteljandi möguleikar með þessa nýju þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Hún hefur verið þjóðaríþrótt okkar lengi við höfum bara ekki viljað viðurkenna það. Það er ekki dónalegt að vera þjálfari Íslands í glasalyftingum enda mun sá hafa úr nægum íþróttamönnum að velja. Við Mosfellingar gætum átt okkar fulltrúa í liðinu enda erum við með eitt öflugasta bæjarónafélag landsins hér í bæ sem myndi verða verðugur fulltrúi okkar á ólumpíuleikunum í framtíðinni.
Það verður gaman þegar við sjáum á forsíðu fréttablaðsins þá fyrirsögn.
Íslenska landsliðið vann til ferna gullverðlauna á ólumpíuleikunum og munum við taka vel á móti strákunum okkar þegar þeir koma heim
Högni Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2012 | 11:57
Vandræðaleg atvik.
Þetta er pistill númer 30 sem ég gerði og hann kom í Mosfelling.
Vandræðaleg atvik.
Öll höfum við lent í einhverjum vandræðalegum atvikum, mis vandræðalegum þó. T.d. að setjast upp í bíl og reyna að koma honum af stað þegar þú áttar þig á því að þetta er ekki þinn bíll, eða eitthvað annað mis gáfað. Ég á ansi mörg slík atvik því miður, sum fyndin en önnur fara ekki á prent....Aldrei.
Eitt atvik af alltof mörgum sem mér dettur í hug gerðist þegar ég var sautján ára og ný kominn með bílpróf, ég var að aka heim úr bænum þegar ég er kominn í langa bílaröð sem ætlaði engan enda að taka. Þegar maður er ný kominn með bílpróf þá lætur maður ekki smámuni einsog bílalestir stoppa sig né einhvern asnalegan hámarkshraða sem er einu núlli of lítill. Þetta var á veginum þar sem nú er Nóatún og Húsasmiðjan sem ekki var tvöfaldur þá. Kallinn tók af skarið og setti kvikindið á pinnann og allt í botn, í það minnsta sem druslan dreif. Ég var ekki kominn nema fram úr svona 5-6 bílum þegar ég sé að það eru nokkrir bílar eftir og ákveð að ná þessu í einni bunu enda enginn bíll sjáanlegur á móti mér. Bílstjórar bílana horfa á mig hneykslaðir í sínu fínasta pússi jakkaklæddir og í sunnudagskjólunum þegar druslan drattast fram úr þeim. Þegar ég kemst að fremsta bílnum átta ég mig á öllu hneykslinu, ég sé að fremstur í flokki er LÍKBÍLL sem er með alla jarðarförina á leið upp í Gufunes. Bílstjóri líkbílsins horfði á mig ekki ánægður og ég horfði á hann til baka og reyndi að afsaka mig með látbragði og varalestri til að biðjast afsökunar á þessu tillitsleysi mínu.
Ég skammaðist mín svakalega og dreif mig heim og sagði ekki nokkrum manni frá þessi .............fyrr en nú.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)