13.9.2020 | 15:35
Covid tímar
Þessi pistill kom í Mosfellingi nú á Maí mánuðum.
Covid tímar.
Það er nú svo sannarlega rétt að við lifum á skrýtnum tímum, það er að minnsta kosti fyrir okkur flest að við höfum ekki upplifað aðra eins tíma og hafa geisað nú. Á mínum tæpum 40 árum sem ég hef lifað hefur slíkur heimsfaraldur ekki haft eins mikil áhrif á mitt daglega líf og annarra í kringum mig sem ég þekki einsog þessi faraldur. Maður hefur í gegnum árin séð og upplifað ýmislegt en það hefur alltað verið í skjóli einángunar okkar á Íslandi og við aðeins getað upplifað og ímyndað okkur það í gegnum dagblöð, sjónvarps og tölvu skjái.
En ég tel að við Íslendingar erum bjartsýnisfólk upp til hópa og höfum lifað á á þessum fræga frasa þetta reddast. Við höfum skriðið úr torfkofunum og vesæld og harkað af okkur hvað svo sem náttúruöflin og annað hefur haft upp á að bjóða í gegnum árin og aldirnar. Það er ekki fyrr en við erum komin á þann stað í dag sem öll okkar nútíma þægindi hafa vanið okkur við hið ljúfa líf, sem við eigum um sárt að binda. Við getum ekki farið á Barion og dottið í það, við þurfum að bíða í heilar 8 mínútur eftir að fá afgreiðslu á kassanum í Krónunni, komumst ekki í hárgreiðslu (það hlaut að koma af því að það væri ljós punktur að vera sköllóttur...) eða farið í fótsnyrtingu þegar við heimtum, komumst ekki á hlaupabrettið eða í lóðin í ræktinni og getum ekki farið á Tenerife um páskana.
Ég er hræddur um að langafar okkar og ömmur hefðu rassskellt okkur undan þessu væli í okkur íslendingum. En það er fólk sem á virkilega um sárt að binda og fólk sem hefur veikst illa og dáið. Ekki bara það sem við lesum um úti í heimi heldur í okkar nær umhverfi. Ég er ekkert undan skilin þessu væli, enda kannski mesti vælukjóinn af okkur öllum. Það er kannski kaldhæðni örlagana að þegar þegar við loksins töfrum fram sigur lagið í evrovision er keppnin blásin af, og loksins þegar við Púlarar erum komnir með aðra ef ekki báðar hendur á dolluna eru miklar líkur á því að árangurinn verði að engu og tímabilið þurrkað út. Og þegar maður var orðin grimmur í ræktinni að skafa af sér lýsið þá lokar Víðir World Class.
Vandamál heimsins eru stærri og meiri en að þurfa að bíða í röð í ríkinu, tökum okkur tak og brettum hendur fram úr ermum. Sól fer að hækka á lofti og það koma bjartari tímar. Þetta reddast.
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.