Nýtt ár.

Þá er komið að pistli sem kom í Mosfelling á dögunum

 

Nýtt ár.

9ce00a4c5c36decd64543784510326fb

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja kæru Mosfellingar þá er komið að fyrsta pistli mínum á þessu ágæta ári 2019. Það byrjar svo sem þokkalega. Þorrin er að renna sitt skeið og ættu flest allir að vera búnir að overdosa á súrsuðum hrútspungum og  harðfiski. Þorrablótin okkar góðu eru búin og gengu þau vonum framar, og ekki nema sára fáir nefbrotnir þetta árið sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur í sveitinni góðu. Það má svo sem bæta úr því enda er febrúar bara rúmlega hálfnaður og nóg eftir af árinu, það hljóta nokkrir nebbar að bogna í það minnsta á Palla ballinu í túninu heima.

En nóg um það, það hafa nokkrir Mosfellingar verið áberandi í fréttum og þjóðfélags umræðunni upp á síðkastið og mig grunar að það eigi eftir að vera áfram eitthvað fram eftir árinu. Hvort sem það eru dómsuppkvaðningar eða bera af sér samsæriskenningar um að tugir kvenna séu að ljúga um sig þá ætla ég ekki að fara nánar í það á síðum Mosfellings í þetta skiptið.

Afturelding er á fullu í handboltanum á öllum vígstöðum bæði í karla og kvenna, og eru stelpurnar á toppnum þegar þetta er ritað. Svo eru c.a. 100 dagar í að strákarnir byrji í 1. Deild og það verður gaman að fylgjast með þeim þar í sumar.

En svo er komið að grafalvarlegum hlut. Hlut sem enginn maður má láta fram hjá sér fara og ekki undir neinum kringumstæðum gleyma.... Það er að það er að koma að sérstökum degi, að gleyma þeim degi er dauðasynd sem ekki má klikka á, ég hef heyrt draugasögur um menn sem hafa klikkað á því og ekki átt afturkvænt sama hversu vel þeir reyndu að sleikja sárin. Sumra manna er enn verið að leita að og má rekja nokkur mannshvörf hér á landi beint til þessara saka. Nei nú er komið að okkur karlpeningnum að dekra við þessar elskur eftir bóndadaginn okkar. Það er komið að rífa sig í rómó gírinn, skella morgunmat í rúmmið, blómvönd á borðið, pakka inn gjöfinni og elda eitthvað flott handa frúnni enda konudagurinn á sunnudag.

Ég ætla ekki að klikka á því og vona að athyglisbresturinn verði í fríi svo ég gleymi ekki.

 

Högni Snær (Fálka Ungi)     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband