17.2.2019 | 19:50
Sá Bjartsýni.
Jóla pistillinn í Mosfellingi.
Sá Bjartsýni.
Komið þið sæl, það er komið að reglulegum tuð pistli frá mér úr Hulduhlíðinni, og að þessu sinni er úr mörgu að velja í tuðdeildinni. Það virðist ekki vanta fallbyssu fóður í tuðvélina enda er hægt að nöldra yfir nánast öllu. Ég er nú eiginlega landsliðsmaður þegar kemur að nöldri og eiginlega fyrirliði liðsins ef því er að skipta. Það væri til dæmis hægt að tuða yfir því að lítrinn að bensíni hækki og hækki, hvort sem það er út af hækkandi gengi eða út af einhverju rugli í bandaríkja forseta. Það væri hægt að tuða yfir því að það er byrjað að spila jólalög á sumum útvarpsstöðum landsins og það í byrjun Nóvember. Það væri hægt að nöldra endalaust yfir pólitíkinni og eða fólkinu í pólitíkinni, hvort það er á alþingi eða í bæjarpólitíkinni. Það væri hægt að grenja yfir íslensku krónunni og endalausum óstöðuleika hennar. Það væri hægt að væla yfir því að Wow air sé farið á hausinn og að það sé ekki lengur hægt að fljúga milli Íslands og Evrópu fyrir sama gjald og það kostar að fara á landsleik í Laugardalnum. Það væri ennþá hægt að nöldra yfir baggamálinu (enda óskiljanleg skita þar á ferð).
En ég bara nenni því ekki í dag. Ég er búin að skreyta og er komin í léttan jóla fíling. Ég er að undurbúa skötuna í vinnunni og það fer að styttast í fyrstu heimsókn frá einum að sveinunum þrettán. Liverpool er ekki ennþá byrjað að skíta upp á bak (njóta á meðan það endist), jólabjórinn er kominn í verslanir og Jose Murinho er ennþá stjóri Man Utd. Ég held bara að ég nenni ekki að sjóða í einn nöldur pistil að þessu sinni. Ég er bara aldrei þessu vant í bara nokkuð góðu skapi þessa dagana. Ég held að við séum orðin of góðu vön þegar við gerum ekkert annað en að nöldra yfir svona smámunum einsog virkir í athugasemdum missa svefn yfir. Það eru ömurlegir hlutir að gerast út um allan sem við minnumst ekkert á og okkur virðist drullusama um, en þjóðfélagið hér á klakanum fer á hliðina ef Birgitta Haukdal notar orðið hjúkrunarkona ???
En Gleðileg jól frá mér ú Hulduhlíðinni og munið að versla við Björgunarsveitina fyrir áramót.
Högni Snær (Fálka ungi) kliddi.blog.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.