Tæknitröllið.

Þessi pistill kom í Mosfelling á vormánuðum.

 

Tæknitröllið.

 

images

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef verið kallaður mörgum illum nöfnum um ævina og einnig verið sakaður um marga misgáfulega hluti. Sumt hefur eflaust átt rétt á sér og annað tómt kjaftæði. En aldrei ef ég verið sakaður um að vera né verið kallaður tæknitröll. Nú, eða aldrei sakaður um að vera vel að mér í nýjustu tækni, eða aldagamalli tækni ef því er að skipta. Tækni kunnátta mín takmarkast við að downloada appi, kveikja á pc heimilistölvunni heima, og skipta um batterí í sjónvarps fjarstýringunni. Eða svona næstum því. Ég er jafnframt mjög íhaldssamur eða gamaldags á tækninýjungar nema einhver beinlínis treður þeim í símann minn og kveikir á því fyrir mig. Sem dæmi um tækniframfarir mínar þá fékk ég mér bloggsíðu þegar síðasta risaeðlan yfirgaf bloggið. Ég þrjóskaðist við að fá mér farsíma þangað til ég var 18 ára gamall og fjárfesti í Nokia 5110 og skipti honum út 5 árum síðar. Ég hef átt 1 snjallsíma og á hann enn og það er endalaust gert grín af mér fyrir hvað hann er gamall. Ég þarf að tala við Siri á latnesku til þess að hún skilji hvað ég er að biðja um. Ég er EKKI á Twitter, instagram og svo endalaust mætti telja en ég var búin að taka það fram að ég færi ALDREI á Facebokk og fyrir sirka 2-3 árum síðan gafst ég undan pressu samfélagsins um hvern andskotann ég væri nú að hugsa og hvenær ég ætlaði nú að flytja úr torfkofanum í nútímann.

Ég hafði nú rétt fyrir mér af hluta því annar eins tíma þjófur hefur ekki sést og er ég nú enn að læra á þennan andskota, ég verð kannski farinn að „póka“ einhvern fyrir áttræðisaldurinn ef einhver kennir mér á þetta apparat.

En batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver sem ekki var á Facebook og er ég nú kominn á snappið og guð má vita hvar þetta endar hjá mér.

En ég mun til dæmir ALDREI sýsla með bitcoin nema ég ég verði bókstaflega snúinn niður af þeim, enda veit ég ekki hvað það nú er.

 

Högni Snær     kliddi.blog.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband