28.1.2018 | 19:19
Jóla Pistill 2017.
Hér kemur jóla pistillinn sem birtist á síðum Mosfellings.
Nú þegar þetta birtist á síðum Mosfellings þá eru 2 mínútur í jól og flestir búnir að svona c.a. flestu. Hin sem eiga allt eftir eru væntanlega að tapa sér og truflast úr jólastressi og allt á síðasta snúning. Flest hafa eða höfðu venjur fyrir jólin hvort sem það er jólamaturinn sjálfur, eða velja eða skreyta jólatréð, fara á jólahlaðborð nú eða í skötuveislu eða eitthvað allt allt annað.
Ég og mín fjölskylda eigum mínar hefðir svo sem að setja upp sérstakt jólaskraut sem er Made in China og vekur furðu og spurningar hjá þeim sem sjá það og líka að sjálfsögðu hefðbundið skraut sem verður að fara á sinn stað á hverju ári. Undanfarin ár er orðin föst hefð hjá mér að fara í skötuveislu hjá Villa og Sigrúnu og SNILLINGUNUM í Fagverk sem sjá um að gera það kvöld svakalegt. Ásamt mörgum öðrum skemmtilegum hefðum í kringum jólahátíðina, aðventuna og áramótana.
Það eru tímamót hjá mér þessi jól því að nú er ég búin að skipta um starf eftir um það bil 8 ár á sama stað og ég mun afgreiða Þorláksmessuskötuna og jóla og áramóta humarinn yfir afgreiðsluborðið í Hafinu Hlíðarsmára þar sem ég er byrjaður að starfa. Það verður að segjast að það er mjög skrítið að skipta um starf eftir að hafa verið lengi á sama stað og þá saknar maður allra föstu kúnnana og starfsfólksins sem maður er búin að umgangast síðasta áratug, og það eru margir Mosfellingar sem höfðu vanið komu sína þangað. En svona er nú lífið og ég get farið að rífa kjaft í Kópavoginum í staðinn.
Svona í blálokin þá vil ég koma með smá ábendingu. Einsog allir Íslendingar vita þá lesa jólasveinarnir alltaf Mosfelling og vil ég nota tækifærið og tala mínu máli. Það var þarna dagur sem ég átti víst að fá kartöflu en fékk bara ekkert..... hvað var það.... svo er þetta með að fá tannkrem,svitalyktareyðir og sokka... Hvað varð happaþrennurnar, DVD myndir og jólabjórinn...nei nei ég er bara að grínast ég er Alltaf sáttur við sveinana 13.
Ég þakka fyrir mig og gleðilega jólahátíð og nýtt ár.
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.