Fullorðinn.

Þessi pistill kom í Mosfellingi í lok sumars.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fullorðinn.

Þá er það skeð, það er komið, hann er orðinn fullorðinn. Búin að rífa sig úr gelgju unglingsáranna og hrista af sér hvolpaspikið fyrir löngu síðan og  bara orðinn fullorðinn. Bærinn sem er annaðhvort kenndur við kjúkling eða pizzu er orðinn fullorðinn, 30 ára gamall. 

Já ég var staddur á túninu fyrir utan Hlégarð þann 9 ágúst 1987 þá sjö ára gamall kjamsandi á pylsu með öllu nema hráum og RC cola þegar við héldum upp á það að Mosfellssveit væri nú orðin Mosfellsbær. Ég spáði nú ekkert í því þá hvað þetta nú þýddi enda hafði bærinn ekkert stækkað af viti yfir nótt þann daginn og var nú kannski hellst þá merkilegt að geta sagst búið í bæ en ekki sveit. Og ég held að pylsurnar, karamellurnar og skemmtiatriðin (ég man ekki hver voru) hafi nú frekar heillað 7 ára snáða heldur en ræða sveitastjóra/bæjarstjóra um framtíð bæjarins og svo framvegis.

Margt hefur nú breyst í sveitinni okkar fögru á þessum 30 árum, margt til hins betra og annað til hins verra og sitt sýnist hverjum í því. Mér finnst þó sveitarómantíkin ekki vera langt undan ennþá en með hverju túninu sem er byggt upp og skelltur er þangað kofi þá fjarlægist hún (sveitarómantíkin) hægt og rólega. Maður verður að fara upp á fell og fjöll, eða upp að Hafravatni eða upp í dal til að upplifa hana innan bæjarmarkanna. Til marks um það þá hef ég ekki (óvart) stigið í kinda eða hrossaskít upp á Helgafelli í mörg ár, nú stígur maður bara ofan í hundaskít sem einhver nennir ekki að hirða upp.

En hver eru markmið næstu 30 ára ? Ég vona að við þurfum nú ekki að byggja endalaust upp og fjölga bæjarbúum og mörg þúsund í viðbót, þetta fer að verða gott. Eigum við ekki bara að segja svona 15-16 þúsund max væri gott í Mosfellsbæ. Á 60 ára bæjar afmælinu okkar verður kannski tilkynnt um að Mosfellsbær verði orðin Mosfellsborg og af því tilefni verður opnaður nýr yfirbyggður 18 holu golfvöllur í bæjarfélaginu ( sem verður krafan eftir 30 ár). Kjósin mun óska eftir sameiningu við Mosfellsbæ og eftir íbúakosningu verður sagt já. Afturelding verður í toppbaráttunni í efstudeild eftir að hafa fagnað bikarmeistaratitli það sumarið og í handboltanum verðum við í meistaradeild. Vígður verður rúllustigi upp á Úlfarsfell og ég gæti talið upp fleiri framtíðarbulls tillögur.....Nei bara grín.

 En gerum vonandi verður aldrei eitt að veruleika að við sameinumst fjandans túttunum í Reykjavík.

 

Högni Snær.                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband