7.5.2017 | 11:32
Kæru Sveitungar.
Þessi pistill kom í Mosfellingi nú á vordögum.
Kæru Sveitungar.
Já komið þið sæl og takk fyrir síðast. Hvort sem það var að við hittumst um daginn á förnum vegi eða bara hér á síðum Mosfellings.
Að vera Mosfellingur er góð skemmtun.... jaaa svona oftast nær, það er mikið ábyrgðar hlutverk að vera Mosfellingur, að minnsta kosti, en í senn mikil forréttindi. Þó svo að Mosfellingar telji rúm tíu þúsund þá er ég orðin svo fjandi gamall að ég fæddist í Mosfellssveit (3000-5000) , þó svo að andlegi þroskinn minn telji 10 11 ára þá er ég orðin 20+. Já eða um 25-30+.... Jæja þið getið svo sem reiknað hvenær Mosfellssveit varð að BÆ. Svo ég komi mér að andskotans efninu þá held é að við þurfum að útbúa bækling fyrir Nýja Mosfellinga. Um sögu okkar, hefðir og venjur. Það mætti svo sem smella í doðrantinn stuttu Bio um alla snillingana sem sveitin hefur alið svo að við hin höfum eitthvað til að stefna að (í næsta bækling). Hvar á ég að byrja... Hjalti Úrsus, Dóri heitin LAX, Steindi, Jón á Reykjum,Ragnheiður mín Ríkharðs, Dóri DNA, Stjáni póstur og svona c.a 1569 manns í viðbót sem ég hef hvorki þolinmæði, né skrifpláss til að nefna.
En velkomin heim bæklingur gæti fylgt öllum sem ákveða að flytja í sveitina góðu. Í þessum bækling þurfum við að koma upplýsingum inn hvernig á að haga sér í sveitinni, Það er kannski skrítið að vera fæddur og uppalin í öðru bæjarfélagi og þurfa að flytja í sveitina og læra nýjar reglur. Svo sem að keyra í gegnum 62 hringtorg á leið til vinnu án þess að lenda í slysi, og gefa fucking stefnuljós í öllum 62 , að dansa í Hlégarði (Níels og Haukur Sörli bjóða upp á dans tíma annan hvern þriðjudag í Harðarbóli) , fara út að labba með hundinn og tína upp eftir hann hunda skítinn (þetta er regla sem mörgum tekst illa að læra, úr hvaða bæjarfélagi sem þau koma) að mæta á þrettándabrennu á réttum degi ( hún hefur ekki verið haldin á þrettándanum í c.a 5-10 ár) og að mæta á AFTURELDING leiki. Alltaf... karla.... kvenna... handbolta...fótbolta.. blak og hvað sem er. Mér andskotans sama hvort þér hafið verið ælt úr Hlíðunum eða verið skitið úr safa mýrinni. Þú mætir á heima leiki. (já Högni þú líka). En nú er tuð plássið mitt uppurið þessum Mosfellingi þannig að ég verð að halda áfram með þetta seinn. (To be continued)
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.