29.9.2014 | 22:07
Í Túninu Heima.
Hér kemur pistillinn sem kom í Mosfellingi í Ágúst síðast liðnum og hann er númer 61 í röðinni hjá mér.
Í Túninu Heima.
Nú er þunglyndið komið yfir mann aftur enda sumarfríið búið og ég byrjaður að vinna eftir gott og langt sumar frí. Það eru margir búnir að ferðast innanlands í sumar og sumir hafa yfirgefið klakann í nokkrar vikur til þess að sjá sólina á lofti og hlaða batteríin. Nóg er um að vera hér á landi fyrir utan okkar hefðbundnu ferðamanna staði og tjaldstæði og er dagskráin á landinu yfirfull af dögum sem eru í boði allar helgar í sumar og úr mörgum að velja allar helgar helgar sumarsins. Hvort það séu Danskir, Færeyskir, Franskir, Írskir, bláberja, sælu, hinsegin, safna,og bátadagar og lengi lengi mætti telja um alla dagana í sumar sem við getum heimsótt á sumrin.
En nú er komið að okkar þjóðhátíð í Mosó, Í Túninu Heima takk fyrir. Sem við höfum haldið með látum í nokkur ár og verður stærri ,betri og betur skreyttari með hverju árinu sem líður. Nú er bara finna söngtextana í skúffunum, ryðja draslinu úr geymslunni og finna skreytingarnar frá því í fyrra, já og vera búin að sauma ullar peysur og brækur í réttum lit á alla famylíuna því í ár er ullar þema og hana nú. Öllum er boðið í götugrill, tónleika og brekkusöng og líka er boðið sauðaþjófum og þvottaklemmuræningjum úr Reykjavík og hvaðan af af landinu því nú verður partí. Rétt er að troða í okkur einni af síðustu bæjarhátíðum sumarsins áður en við förum að grafa út úr geymslunni jólaskrautskössum og snjóskóflum. Upp með metnaðinn og keppnisskapið því nú verður skreitt og það með miklum látum við í gulahverfinu höfum titil að verja. Held ég. Í einhverjum flokki en ég er svolítið ruglaður á þessum verðlaunum því ef ég man rétt fá öll hverfi verðlaun fyrir einhvern flokk.
Koma svo Mosfellingar og áfram gulahverfið.
Högni Snær
Kliddi.blog.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.