Frozen.

Þessi pistill er númer 60 í röðinni hjá mér og birtist í Mosfellingi á dögunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Frozen.               

Það er ansi margt furðulegt þarna úti og ekki sér fyrir endanum á ruglinu sem maður sér og les á internetinu. Ég rak augun í frétt nú á dögunum um að Japönsk  kona ætlaði að skilja við Danskan eiginmann sinn vegna þess að honum fannst nýjasta Disney myndin Frozen ekki góð.

Já ég er ekki dauðadrukkinn hér við lyklaborðið og er að skálda upp einhverja bull sögu heldur ætlar hún að skilja við karlfauskinn vegna þess að nýjasta Disney æðið var honum ekki að skapi. Japanska konu greyið var víst svona yfir sig hrifin af myndinni að hún var að hans sögn búin að sjá hana ansi oft og var komin með myndina á heilann.  Hún ætlar ekki að eyða ævinni með manneskju sem finnst þetta meistaraverk kvikmyndarsögunar EKKI vera skemmtilegt. „ Ef þú getur ekki skilið hvað gerir þessa mynd frábæra er eitthvað að þér sem manneskju“  sagði konan og bað um skilnað við þann Danska.

Ég á tvö börn og hvort mér líkar betur eða verr við teiknimyndir þá er ég tilneyddur til að fara á þær í bíó með krökkunum, það fylgir bara með prógramminu. En það vill svo til að mér finnst mjög gaman að svona myndum og hlakkar mér jafn mikið til og þeim að fara á þær í bíó. En ég var ekki  hrifinn af þessari mynd einsog svo mörgum öðrum teiknimyndum, og væri ég giftur þessari dömu væri ég að skrifa undir skilnaðarpappírana líka. En að skilja við manneskju sem er ekki jafn hrifinn að bíómynd nú eða geisladiski og þú. Það er kannski eitt að skilja við einhvern sem er kannski of hrifinn af einhverri bíómynd og horfir á hana í marga klukkutíma á dag og innréttar húsið, bílinn og verslar á sig föt í stíl við myndina og er með hana á heilanum það væri þá betri ástæða við að skilja við kvikindið. Það er eitthvað sem maður hefur heyrt um meðal annars hjá Star Trek aðdáendum.

  Hver veit nema þetta sé allgengara en maður heldur en bara ratar ekki í blöðin. Ætli það hafi verið hjóna skilnaðir yfir Pappírs Pésa nú eða af Villa og Sveppa??? Hver veit.

 

Högni Snær.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband