Maí.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú á dögunum og er númer 59 í röðinni hjá mér.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maí.

 

Nú er Maí runnin upp með öllu því sem hann  hefur að bjóða, fótbolta og handbolta vertíðin í Evrópu að ljúka og fótboltasumarið hér heima að byrja. Í ár eru sveitarstjórnarkosningar á dagsskránni og ætla ég nú ekki að nota þennan vettvang til að nöldra í ykkur hvað þið eigið að kjósa þar sem ég er í framboði og var ég búinn að lofa Hilmari fyrir mörgum árum að sleppa slíku rausi í pistlunum mínum enda verður maður að vera með hlutlaust nöldur hér. Maí er mánuður að mínu skapi enda á ég afmæli 30 Maí og að þessu sinni verð ég 34 ára í ár. Maður ætti að halda að maður sé orðinn fullorðinn og þroskaður á þessum aldri og ætti að haga sér sem slíkur en það hefur til þessa látið á sér standa og hver veit nema að ég stígi það skref á næsta ári, það liggur ekkert á, það er svo gaman að vera ungur og vitlaus. Ég ætla að sjálfsögðu að minna ykkur á að ég verð til taks að taka á móti afmælisgjöfum allan mánuðinn og er ég enn að bíða eftir flestum þeirra frá því í fyrra og hitt í fyrra, sú gjöf sem ég fékk í tvítugs afmælisgjöf frá Kára Emils og fleira fólki verður seint toppuð en þá gáfu þau mér kyrkislöngu í búri og vissu vel að ég er skíthræddur við slöngur, blessuð slangan lifði því miður ekki af sumarið og var ég nokkuð feginn því hlutskipti enda var orðinn stressaður á því hvað þetta kvikindi stækkaði hratt. Ég var nú um daginn að lesa á mbl að Maí mánuður væri merkilegur að öðru leiti en það vill svo til að Maí er alþjóðlegur dagur sjálfsfróunar ekki slæmt það halda upp á tímamótin í mánuði sjálfsfróunar alveg fitlandi hress og kátur.

 

Ég ætla að nota tækifærið hér til að óska vini mínum Gylfa Guðjónssyni til hamingju með sjötugsafmælið 2 Maí.  Til hamingju Gylfi minn.

 

 

 

Högni Snær      kliddi.blog.is  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband