3.10.2013 | 20:28
Jutte Bra.
Hér er pistill sem birtist í Mosfellingi í dag og er númer 53 í röðinni. Þessi pistill er óstytt útgáfa af honum.
Nú á dögunum fórum við (ég) að fylgjast með strákunum okkar eftir að hafa verið að fylgjast með stelpunum okkar á stórmóti í sumar. Strákarnir náðu góðum úrslitum með því að ná að jafna Sviss í ævintýralegum leik sem endaði 4-4 í Sviss og svo svo sigur heima 2-1 á Albönum. Þetta er frábær árangur og nú hlakkar manni til að horfa á loka leikina gegn Kýpur og Noregi.
Það sem vakti athygli mína og fleiri eftir leikinn var viðtalið við landsliðs þjálfarann okkar Lars Lagerback sem Adólf Ingi tók og fór fram á Sænsku. Þetta þótti mér fáránlegt ekki bara fyrir þær sakir að ég tala ekki "Svísku" einsog einhver sagði heldur talar sá Sænski óaðfinnanlega Ensku sem ég skil ágætlega. Dolli eins og hann er gjarnan nefndur sagði að þetta væri stefna hjá RÚV að tala við Skandínava í þeirra tungumáli ef viðkomandi frétta maður væri mellufær á þeirra eigin tungu.
Hann sagaði jafnframt að hér á Íslandi væru margir sem hefðu búið eða verið í námi í Skandinavíu og ættu því að skilja Sænsku. Ég hélt að það væri ekki nóg að að hafa búið í einhverju landi í Skandínavíu þá skildi ég bara sí svona Sænsku, ef þú hefur búið í Finnlandi,Noregi nú eða Færeyjum þá ertu bara sí svona talandi á Sænska tungu. Ég hef búið alla mína hund og kattar tíð á Íslandi sem er ef mig brestur ekki minnið í Skandínavíu og ég skildi andskotans ekkert hvað Lars var að segja.
Nema þá sú Sænska sem mér var kennd af Svía nokkrum sem er ekki til að hafa eftir mér því hann laug að mér um hverja setninguna að fætur annarri, þegar ég bauð konu góðan daginn þá hrósaði ég henni um barma stærð og ef ég bauð karlmanni góðan daginn þá var ég að dást að limnum hans. Sem betur fer náði ég ekki að iðka mína Sænsku við marga því hann hló svo mikið þegar ég opnaði á mér kjaftinn og byrjaði að mala á Sænsku að ég sá fljótlega í gegnum grínið. En afhverju erum við þá yfir höfuð að texta eða þíða sjónvarpsefni sem fram fer á norðurlanda tungumálum ef þetta er stefnan innanhús hjá RÚV ? Jú því það skilja ekki allir sænsku eða hin norðurlanda tungumálin. Væri ekki betra að tala við Lars kallin á ensku sem 60-80 % Íslendingar skilja eða á að halda áfram að spjalla við hann á Sænsku sem 6-8 % Íslendingar skilja.
Hvað finnst þér?Högni Snær
Athugasemdir
Högni, Ísland er hluti af Norðurlöndum, en er ekki í Skandinavíu. Skandinavia er landfræðilega bara Noregur og Svíþjóð, þótt sumir séu rausnarlegir og leyfa Danmörku stundum að vera með.
Ef tekið er viðtal í RÚV eða Stöð 2 við einhvern á öðru tungumáli en íslenzku, þá á útsendingin að sjálfsögðu að vera textuð, hvað annað? Málið leyst. Það gerði danska sjónvarpið (þ.e.a.s. setti danska texta) þegar sýnt var viðtal við Vigdísi, þegar hún var forseti, þótt hún talaði þessa hræðilegu "skandinavísku" sem danskir áhorfendur skildu auðvitað alls ekki og héldu að væri íslenzka.
Annars eru a.m.k. tvö afbrigði af sænsku. Sænska sem er töluð í Stokkhólmi og meginhluta Svíþjóðar er borin skýrt fram og er auðskiljanleg, en sænska sem er töluð í Malmö og restinni af Skáni (skånska) er illskiljanleg, því að allt er ofan í kokinu, svo að sérhljóðarnir hljóma allt öðruvísi. Nú veiztu það.
Flest í heiminum er bæði slæmt og gott. Það góða við Malmö (að undanskildu Barsebäck) er nálægðin við Kaupmannahöfn (og þar með góðan, ódýran bjór og líflegt næturlíf o.fl.), en það slæma við Malmö er þessi mállýzka sem er töluð þar.
Aztec, 3.10.2013 kl. 21:51
Það er erfitt að texta efni í beinni en þeir á Sky og BBC virðast komast upp með að texta ALLT í beinni. Mér fannst þetta bara snúast meira um hvað viðkomandi fréttamaður væri KLÁR en ekki koma því til skila hvað hann væri að segja. Hinir fréttamennirnir tala við kvikindið á ensku...
Högni Snær Hauksson, 6.10.2013 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.