14.9.2013 | 09:54
Ferðamenn.
Þessi pistill birtist í Mosfelling núna í enda Ágúst og var númer 52 í röðinni hjá mér.
Hér kemur pistillinn í óstyttri útgáfu.
Ferðamenn.
Það er orðið lúxus vandamál í Íslandi í ferðamennsku að það koma hingað fleiri ferðamenn en við höfum pláss fyrir. Þ.e.a.s gistirými fyrir ferðamenn eru að skornum skammti og það hefur leitt af sér gullgrafaræði hjá landanum því að nú eru ALLIR að byggja hótel eða gistiheimili. Það á að rífa hvert húsið af fætur öðru svo hægt sé að koma fleirum fyrir, enda komin tími til því að öll háfaloft,fataskápar, útigeymslur, gesta herbergi og bílskúrar sem hægt var að troða túrhestum inn í og rukka 8.þúsund fyrir nóttina eru löngu orðin full. Svo er hægt að splæsa í einn cherios pakka, eina sultukrukku og brauð þá ertu komin með morgunmat líka og þá getur þú klínt auka 2 þúsund á reikninginn og grætt meira því það er ekkert slor að bjóða upp á Bed and breakfast hér á klakanum.
Gullgrafaæði eru ekki ný af nálinni á Íslandi þar sem allir vilja af sjálfsögðu fá sinn bita af kökunni til að geta framfleytt sér. Mér er enn minnistætt loðdýrarækt sem átti að koma öllum á Forbes lista ríkustu manna heims, Svo var það laxeldið sem var næst á dagskrá og ekki gleyma bönkunum þar sem annarhver Íslendingur Fór í Háskóla og nældi sér í hagfræði eða fjármálafræði próf og sturtaði fjármálakerfinu í klósettið. Hey ég er ekkert að gera lítið úr því að fólk vilji græða enda verðum við öll að eiga pening til að komast af á þessu yndislega skeri okkar ég er bara að benda á það að það geta ekki allir í einu opnað sjoppu eða fatahreinsum í sömu götunni því óhjákvæmilega munu þær ekki allar lifa af. Allt er gott í hófi sagði einhver víst.
Á haustin er Iceland airwaves og þau eru öll pláss upptekinn enda miðbærinn fullur af túristum sem vilja koma á tónlistarhátíðina. Við höfum leist vandamálið bara með því að rífa tónleikastaðina og byggja hótel í stað þeirra til að koma fólkinu fyrir. En Úps þá eru ekki til tónleikastaðir til að halda Airwaves....Þeir hafa ekki spáð í það....
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.