1.7.2013 | 17:58
Fleiri Vandræðaleg augnablik.
Þessi pistill birtist í Mosfelling ekki alls fyrir löngu og er númer 51 í röðinni. Hér er óstytt útgáfa.
Fleiri Vandræðaleg augnablik.
Fyrir þó nokkru skrifaði ég pistil um vændræðaleg augnablik eða klípur sem ég hef komið mér í, og gæti ég skrifað pistil vikulega í eitt ár um slík atvik en sennilega helmingur þeirra myndi aldrei rata á prent sökum þess að þeir væru seint taldir prenthæfir né bera mér söguna vel.
Þetta atvik gerðist ef ég man rétt 2004 þegar ég ásamt fleirum var á leið í tvítugsafmæli hjá þekktum Mosfellingi hér í bæ sem var haldið á Gullöldinni. Þannig var það nú að við vorum nú að verða seinir í afmælið enda komið fram yfir miðnætti og við höfðum setið að svamli í heimahúsi hér í bæ og ákváðum að taka leigubíl í bæinn sem oft vill verða undir þessum kringumstæðum. Þegar á Gullöldina var komið þá voru bjórarnir farnir að segja til sín og þurfti ég nauðsynlega að komast á klósettið.
En vandamálið var að röðin fyrir utan skreið hátt í hundrað metra löng ekki var möguleiki í helvíti að ég gæti haldið í mér það lengi. Nú voru góð ráð dýr ég hefði sennilega átt eina mínútu þangað til að ég þyrfti að spræna með góðu eða illu.
Þannig að ég sá mér þann kost vænstan að pissa bara fyrir utan þar sem enginn gæti séð til mín, neðst á bílastæðinu var stór Land Rover jeppi sem ég gat skýlt mér bakvið enda vildi ég ekki að neinn yrði var við mig og hálf skammaðist ég mín við að þurfa gera þetta en menn hafa jú þurft að míga utan dyra í þúsundir ára einsog skaparinn gerði okkur og því skiptu ekki máli þó eitt kvikindi í viðbót myndi bætast í hópinn. Á þessum tímapunkti var ekki hægt að velta þessu mikið um í kollinum enda alveg í spreng og þetta var gott hundrað metra labb sem ég tók á sprettinum enda alveg að míga í mig. Ég væri nú seint talinn hlaupalega vaxin en ég hefði rústað Usain Bolt í hundrað metra hlaupi í átt að bílnum og ég hefði skilið hann eftir með skömm svo hratt hljóp ég.
Ég skýldi mig bakvið bílinn þannig að enginn sæi hvað ég var að gera enda hætt við að fá sviðskrekk á þessum síðustu og verstu en ekki vildi betur til en að á spretti mínum tók ég fram úr stúlku sem reyndist vera eigandi bílsins í Mosfellsdalnum og þegar ég hafði lokið mér af þá fékk ég aldeilis að heyra það hvern djöfullinn ég væri að gera og hugsa.
Ég reyndi að biðja innilegrar afsökunar á athæfi mínu en og útskíra maílið en hún vildi ekki heyra á það minnst meðan hún úthúðaði mig með skít og skömm. Það var frekar aumur maður sem reyndi að skemmta sér það sem eftir var kvöldsins enda sat þetta svolítið í mér og ég bið hér enn og aftur afsökunar til stúlkunnar úr Mosfellsdalnum hér með.
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.