27.1.2013 | 15:42
Lánleysi.
Hér er smásaga sem var birt í smásagna keppni fyrir 8 árum í Mosfellingi ef ég man rétt.
Hún floppaði þar..haha
Lánleysi.
Hér sit ég einn í mínu sjálfskaparvíti. Ég er staddur í helvíti? Það er mér að kenna ég gleymdi að það væri synd að fremja sjálfsvíg og nú þarf ég að gjalda. Ég sit hér í setustofu í helvíti til eilífðar, mitt helvíti er þannig skipað að ég er bundinn fyrir framan sjónvarp og látinn horfa á leiðarljós allan sólarhringinn og Bylgjan í botni og Bjarni Ara er við völdin. Það er sama hversu slæmur ég var í mínu fyrra lífi enginn á skilið svona meðferð. Mér var sagt að þegar ég kom hingað að múslímarnir hefðu veðjað á réttan hest...það er paradís handan við hornið hjá þeim.
Þessi dvöl mín hér á sér langan aðdraganda og ég stefndi hingað hvort eð er, konan var farinn frá mér vegna drykkju og framhjáhalds og börnin vildu ekki af mér vita. Ég var farinn á hausinn. Ég var einn af þeim snillingum sem lagði allt sem ég átti í hlutabréf hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það var ekkert fyrir mig að lifa fyrir svo að ég tók þessa ákvörðun að það væri best fyrir mig og alla í kringum mig að nú væri rétti tíminn til að kveðja. Mikill besservissi ég er og vill að allt sé gert hundrað prósent. Þetta var þaul planað og ekkert átti að fara úrskeiðis. Eins og svo margir aðrir hafði ég verið búinn að plana þetta í huganum þ.e.a.s. ef ég einhvern tíman myndi fremja sjálfsmorð hvernig myndi ég gera það. Þetta er skothelt plan, svona einsog kaupin í Decode áttu að vera en hver gat gert ráð fyrir svona lánleysi. Þetta var hugsað með það í huga að ég myndi ekkert þjást og þetta tæki skjótt af. Ég ætla að taka pillu glas af svefntöflum, binda reipi um hálsinn á mér, hoppa fram af bjarg brún og skjóta mig í hausinn í loftinu.
Skothelt ekki satt.
En eins og allt sem ég hef komið nálægt þá var þetta klúður. Ég bind utan um mig snöruna, tek inn pillurnar og hleð byssuna og læt mig vaða fram af bjarginu. Það var enginn eftirsjá að minni hálfu enda búinn að brenna allar brýr að baki mér. Það var einsog allt yrði dæmt til að klikka. Þetta Bónus snæri(reipi) slitnaði í loftinu við átakið sem á það kom þannig að skotið geigaði og á einhvern ótrúlegan hátt þá lifði ég af fallið í sjóinn en illa slasaður. Grásleppu sjómaður fann mig meðvitundarlausan á reki og bjargaði mér um borð í bátinn og blés í mig lífi þannig að allar svefntöflurnar fóru um sömu leið og þær komu. Ég lá illa slasaður og kvalinn á sjúkrahúsi í tvær vikur og lést fyrir rest úr lungnabólgu eftir volkið í sjónum. Fyrir vikið var ég dæmdur til að horfa á leiðarljós og hlusta á Bjarna Ara á Bylgjunni í Helvíti til eilífðar....
KLIDDI
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.