Byltingin.

Þessi pistill kom í Mosfellingi núna í enda Nóvember.

sdf

Byltingin.

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á tónlist þá sérstaklega haft mikinn áhuga að pæla í Íslenskri tónlist, og nú er sá árstími sem mikið er að gerast í útgáfu fyrir jólin. Það hefur nú reyndar breyst mikið undanfarin ár að gefa út plötur eingöngu fyrir jólin heldur eru menn jafnvel farin að voga sér að senda út efni í fyrri parts árs. Það verður að viðurkennast að ég er orðin mýkri með árunum ekki þá bara í útliti heldur er tónlistar valið heldur búið að mýkjast, ég er farin æ oftar að gleðja hlustirnar t.d. með Sigur Rós en ég set Slayer æ sjaldnar á fóninn en ég gerði.

Þetta er vissulega skýr merki um hækkandi elli að Mugison hefur tekið við af Rage against the Macine og Hjálmar teknir við af Chipress Hill. Já kallinn er tekinn að mýkjast. Mér finnst Íslensk tónlist aldrei eða sjaldnar hafa verið betri en það sem hefur verið að koma út undanfarin ár og ég er með kenningu um það, það eru miklu fleiri lærðir tónlistarmenn að spila nú en oft áður ekki misskilja mig ég er mjög svagur fyrir hráu bílskúrsrokki ennþá. Það eru fleiri bönd að notast við alla flóruna af hljóðfærum ekki bara bassi, tromma, gítar heldur eru allskyns blásturs hljóðfæri of fiðlur mættar á svæðið. Það er meira að segja kórstjóri í henni Skálmöld minni.

 Það þykir ekki mikið mál að hafa í átta manna sveit faggott og túbuleikar í bandinu. Tími lúðrasveitanördana er loks kominn og sem betur fer, við erum að sjá miklu meiri breidd í tónlistinni nú en oft áður, ekki taka þessu þannig að tónlistin hafi verið eitthvað óspennandi eða leiðinleg, síður en svo. Nú munu lúðrasveitanördarnir (meina þetta orð á jákvæðan hátt, engin hate mail takk) taka yfir, lopapeysurnar inn fyrir leðrið, rakað í hliðunum inn fyrir síða þungarokkara hárið og tölvuúr á handlegginn í stað leðurbanda.

Lengi lifi byltingin.

Högni Snær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband