Ferðasumarið 2012.

Þetta er minn 47. pistill og hann birtist í Mosfellingi í September 2011.

untitled

Ferðasumarið 2012.

 

Það verður ekki deilt um það að sumarið í ár hefur verið gott ferðasumar.

Það hafa víða um land verið slegin met. Eftir mikið markaðssetningar átak Inspierd by Iceland átakið þá verður að segjast þú ert ekki maður með mönnum nema að þú hafir heimsótt klakann. Þetta að vísu byrjaði ekki gáfulega þegar að þrír eða fjórir dallar ákváðu að  heimsækja landann á sama tíma að það rann upp fyrir mönnum að að væri kannski ekki pláss  fyrir alla þessa túrhesta. Og það kom á daginn, allir langferðabílar landsins voru smalaðir saman niður á höfn og það var ekki nóg, ó nei, allir langferðarbílar voru hvattir til, en nei, allir fjölskyldubílar, hjólbörur og hestakerrur yrði smalað saman niður á bryggju og andskotans túrhestunum yrði skutlað gullna hringinn sama hvað tautar og raular.

Vinsældir landsins hafa náð alla leið til Bandaríkjanna og alla leið til Hollywood enda hefur ekki verið þver fóta fyrir Hollywood stjörnum hér í sumar. Allir pöbbar , skemmtistaðir hafa verið yfirfullir af hrokafullum Hollywood ösnum það er ekki einu sinni hægt að fara á Goldfinger og fá einn stuttan lengur án þess að hanga í röð á eftir Tom Cruse eða Ben Stiller. Það eru ekki allar Hollywood stjörnur að drekka í sig Íslenska menningu í Kópavoginum, heldur eru sumir vesalingarnir komnir hingað til að vinna. Sem er bara gott fyrir þau og okkur líka enda veitir ekki af landkynningunni. Sagan segir að Íslenska sjávarloftið fari ekki vel í alla og það hafi rústað hjónabandi Tomm og Kötu okkar Íslandsvina frá henni Ameríku.

Það eru ekki bara stjörnurnar sem hafa það gott þetta sumarið einnig hefur orðspor Íslenska lambakjötsins náð út um víðan völl og þú ert ekki maður með mönnum hvar sem þú ert í heiminum nema þú hafir smakkað íslenska lamakjötið og ert alvöru kallmaður nema þú klæðist því líka.

Gott orðspor og hróður Íslands hefur borist víða, og það eru bæði gæði Íslenska lambakjötsins og sú staðreynd að að sé fullt af Californíubúm að við fáum óþarfa athygli, jú Grænlandsbjössi veit að hálendi Íslands sé fullt að spik feitum Ameríkönum og gæða lambakjöti og þar sé nóg af éta að hann hefur vanið komu sína oftar á klakann enda ekki á hverjum degi sem von er á Tom Cruse, Ben Stiller eða einhverjum öðrum úr HOLLYWOOD er á matseðlinum.

 

 

Högni Snær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband