Evró 2012.

Þessi pistill er númer 46 í röðinni og kom út í Júní í fyrraí Mosfellingi.

imagesCA4T7AY6

Evró 2012.

 

Ég ætti nú eftir allan þennan tíma að vera þessum andskotans hnútum kunnugur þessum svekkelsis, þjóðrembings bjartsýnis spám, en ég læri víst aldrei.

Nú þannig er mál með vexti að nú ekki alls fyrir löngu var Evróvision haldið á einum afskekktasta stað veraldar og ég er ekki að tala um Selfoss heldur Azerbaijan. Já Nú þyrfti að Skipta um sennilega fimm vélar á leiðinni og múta átta tollvörðum og tíu lögreglu þjónum á ca. fjórum túngumálum bara svo að farangurinn og allir kjólrnir sem Jónsi á endi ekki í Ástralíu eða annarstaðar sem við Evróvisionfararnir frá Íslandi komumst ekki í þá.

Fyrir þessa keppni var ég hæfilega svartsýnn einsog fyrir allar okkar keppnir að ég  spáði því að við yrðum dæmd úr keppni eftir seinna rennsli eða í besta falli við myndum lenda í 16. Sæti af tíu mögulegum.

En svo var það einn morguninn þegar ég var að vinna og  ég var að hlusta á útvarpið að fólk var að tala um hvaða sæti við myndum lenda í nema hvað það væri nú hellst vandamálið hvar við ættum að halda keppnina að ári enda væri Harpan uppbókuð fram á mitt ár 2016 og Egilsshöllin væri löngu farinn á hausinn og gæti ekki tekið á móti öllu þessu fólki. Sigur væri auka atriði nema hvar ættu allir blaðamennirnir að gista?  Elsku Palli minn spáði okkur 1-2. Sætið og Evró-Reynir sagði að við myndum skeina þessari sænsku, eftir að hafa hlustað á svona sigur spár í ca. 5-7 daga var ég farinn að trúa þessu bulli og ég var farinn að setja mig í stellingar fyrir að sjá Jónsa í svörtum klæðum að taka við fálkaorðuni úr höndum Þóru, Ástþórs, Óla eða hverjum þeim sem mundi halda partýið að ári.

Ég læri aldrei, nú hætti ég að glepjast af þessum bjartsýnisspám og nú er ég hættur að gera mér vonir um sjálfsagðan sigur, enda Ólympíuleikarnir í næsta mánuði og við eflaust farin að plana hvar við munum taka á móti strákunum okkar í sigurveislunni..Harpan eða Egillshöll......

 

Högni Snær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband