3.11.2012 | 20:33
Ísland lang bezt í heimi.
Þessi pistill er númer 45 og birtist í Mosfellingi í Maí 2011.
Ísland lang bezt í heimi.
Ég er og hef alltaf verið vonlaus þjóðremba sem lýsir sér þannig að ég hef óbilandi trú á Íslandi og Íslendingum jafnvel er rembingurinn svo mikill að þegar um óvinnandi veg er að ræða þrjóskast ég við og held í trúnna. Ég er þessi óþolandi Ísland lang bezt í heimi týpa.
Við eigum besta vatnið, besta fiskinn, fallegasta kvennfólkið jú og karlpungarnir eru rosalega fallegir líka, við höfum hreinasta loftið,Ríkasta fólkið, bragð besta ísinn, Við erum duglegasta fólkið, við eigum bestu fótboltamenn í heimi (ef tekinn er blessuð höfðatalann með í reikninginn) og að sjálfsögðu besta handboltafólk í heimi líka.
Við erum hamingjusömust, flottust, feitust, grönnust, sterkust,eigum flottustu sauðkindina, snjallasta hundinn og flottust hestanna, mestu snillinganna og svo lengi mætti telja, ég aldrei verið í vafa um að hér sé best að vera og ég mun ekki fara neitt annað.
Nú svona seinni ár hafa bankað ýmsar staðreyndir í mig og bent mér á að þetta sé nú kannski ekki svona. Þar sem bent var á að loftið Íslandi væri ekki svona hreint, ísinn væri í meðallagi fótboltastrákarnir okkar væri bara þokkalegir og aldrei komist á stórmót þrátt fyrir höfðatölu og allt það. Við eigum heldur ekki mestu snillingana það sýndi sig þegar við klúðruðum fjármálakerfinu okkar og okkur er varla treystandi fyrir að hafa umsón með sparibauk.
Við byggjum stórglæsilegt tónleikahús fyrir marga milljarða og menn rífast um það hvort það bæði leki og ryðgi. Landeyjarhöfnin er gott dæmi um okkar verk og hugvit sem við getum verið stolt af og svo er það nýjasta útspil okkar sem toppar allt annað sem við höfum klúðrað að þegar þjóðir með bein í nefinu og vit í kollinum eru að reyna koma sér út úr Evrópusambandinu hvað gerum við jú við sækjum um að fá að koma inn ekki bara að fá að vera memm heldur ætlum við að borga fyrir það.
En skítt með þatta allt ég enn á því að Ísland lang bezt í heimi.
Högni Snær.
Athugasemdir
Þú er flottur Högni Snær
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.