Áföll á árinu.

Hér er pistill númer 43 sem ég sendi frá mér, og kom hann í Mosfellingi í Janúar 2012.

images

Áföll á árinu.

 

Já það er staðfest hjartaknúsarinn, sprelligosinn og partýpésinn Kim Jong-il er látinn. Þessir hörmulegu atburðir áttu sér stað seint í síðasta ári því herrans 2011. Þessi mikli stuðbolti var að sjálfsögðu allra manna merkastur, sem dæmi um það sem hann gerði þegar hann fæddist þá tóku himnarnir á móti honum með hvorki fleiri né færri en tveimur regnbogum og árstíðirnar skiptu úr vetri í vor, hann setti viðmið okkar á vesturlöndunum í tísku með kakí skyrtunni og buxunum sem hann klæddist gjarnan. Hann fann einnig upp hamborgarann og setti heimsmet í golfi í fyrsta skiptið sem hann spilaði það með því að fara fimm sinnum holu í höggi og leika hringinn á 38 höggum undir pari. Hann er mesti leiðtogi heimsins og afmæli hans er fagnað með kvikmyndum og hátíðum um heim allan. Hann byrjaði að tala þegar hann var fimm vikna og hann var að sjálfsögðu byrjaður að ganga átta vikna. Gott ef að kauði fann ekki upp koktelsósuna, rabbsbarasultu, ljósaperuna og bestaflokkinn í Reykjavík.

Þessara mikla höfðingja verður sárt saknað og ekki var það nú á bætandi að heyra þessi sorgar tíðindi þegar ég var enn að jafna mig á þeim sorgar fréttum að Anna Mjöll og Cal Worthington væru að skilja eftir mjög hamingjusamt fimm mínótna hjónaband. Á Föstudagskvöld (í kvöld) verður bænastund á Ásláki meðan húsrúm leifir til heiðurs Kim Jong-il þar sem ég, sjóarinn síkáti (úr síðasta Mosfellingi) og sendiherra Kína leiðum samkomuna í bænum og skemtisögum.

Ég tek það fram að þessi pistill er skrifaður í kaldhæðni og með þeim orðum ætti ég að fá færri Email um það hversu mikið fífl ég sé, þó ég fái minn skammt af E-mailum eflaust verðskuldað. En þessi helvítis pappakassi sem hefur haldið heilli þjóð í heljargreipum, svelt miljónir til dauða, fankelsað og pyntað annað eins er loksins dauður, og vonandi tekur annar betri við. En ég held ekki..

 

Högni Snær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband