30.9.2012 | 18:42
Þriggja stjörnu jól.
Þessi pistill sem birtist í Mosfellingi, því stórgóða bæjarblaði sem fagnaði 10 ára afmæli um daginn. Hann er númer 42 í röðinni og hér kemur útgáfa sem ekki hefur verið stytt í blaðið.
Þriggja stjörnu jól.
Nú er Desember mánuður kominn og þeir sem því sinna er að hefja jóla undirbúning og ef til vill kannski farinn að spá í hvað þið viljið fá í jólagjöf og hvað þið ætlið að gefa öðrum. Þessi spurning hvað á ég að gefa hinni og hvað á ég að gefa þessum getur valdið miklum vandræðum og stuðlað að höfuðverk á heimsmæli kvarða. En lausnin er ......ekki spyrja mig ég veit ekki rassgat um hver á að fá hvað og hef alltaf átt í vandræðum með þetta má að minnsta kosti hvað suma varðar. Hentugar lausnir hér áður var að gefa fólki bók, mynd eða hljómplötu sem síðar varð að geisladisk en er meir og meir að breytast aftur í plötu eftir því sem árinn líða. En hvaða bók, mynd eða disk á að gefa það er jú stóra spurningin, Þá kem ég mér að efninu því þar höfum við álitsgjafanna og gagnrýnendurnar sem sífelt eru að gefa stjörnur og einkunnir þá höfum við þó eitthvað álit sem er búinn að segja sína skoðun á bókinni, disknum eða myndinni öfugt ef ég ætla að versla rúmteppi í jólagjöf handa mömmu þá er enginn DR. Gunni til að gefa því stjörnur eða Jón Viðar sem rakkar rúmteppið í sig. En er hægt að treysta þessum álitsgjöfum sem tala hellst í fyrirsögnum og búið er að setja stjörnurnar á kápuna á bókinni þegar hún fer í prentun.Ekki er uppörvandi fær pottþétt fimm stjörnur hjá mér hann var ekki búinn að hlusta á plötuna en góður dómur samt. Þegar myndir hafa verið arfaslakar þá er oft leitað álits á facebook flott skemmtun Halli..... Ég ætla að sjá þessa fyrst að Halli á facebook fannst hún góð skemmtun. Ekki höfum við öll sama smekk sem betur fer og því ætti þetta fólk að hafa smekk fyrir öllu eða þá smekk fyrri alla? Einsog t.d. sá sem gaf Shakespeare in Love fimm stjörnur á að minnsta kosti ekki að starfa í þessum bransa, eða sá sem gaf stuðmanna myndinni Í takt við tíman þrjár stjörnur hefur eflaust átt við alvarleg veikindi að stríða og óska ég honum góðs bata, ég gæti endalaust áfram haldið og nefnt hundruðir mynda sem ég hef séð, bóka sem ég hef lesið og diska sem ég hef hlusta á. En það er að sjálfsögðu mín skoðun og endurspeglar ekki smekk allra. Ég hef ákveðið að gefa þessum jólum þrjár stjörnur þó svo að þau eru ekki búinn og verða kannski hálfra stjörnu jól hjá einhverjum og fimm stjörnu hjá öðrum þá geri ég einsog gagnrýnendurnir, ég hlýt að hitta í mark hjá einhverjum.
Högni Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.