17.9.2012 | 20:10
Mosfellingar eða ekki..
Þessi pistill er númar 41 í röðinni þessi útgáfa af pistlinum hefur ekki komið út áður.
Mosfellingar eða ekki..
Ég er fæddur og uppalin í Mosfellsbæ og er stoltur af, því því hvergi annarsstaðar líður mér betur, um daginn var ég að spjalla við kunningja minn og talið barst af því að hann væri ekki Mosfellingur þó svo að hann hafi búið hér í á annan áratug. Hann er sem sagt nýbúi í Mosfellsbæ, hvenær erum við sem búum hér komin í tölu alvöru Mosfellinga...
Ég ætla að reyna að leggja orð í púkk og útkljá þetta leiðindarmál í eitt skiptið fyrir öll, ef þið eru fædd í Mosfellsbæ þá eru þið sjálfkrafa innfædd ekki satt þó svo að foreldrar ykkar séu það ekki. Ef þú fluttir hingað þegar þetta hét Mosfellssveit ekki Mosfellsbær þá ertu orðin innfæddur.
Fyrir ykkur nýbúana sem ekki vita þá hét Mosfellsbær Mosfellssveit. Svo er nú spurning að ef þú ert búin að búa hér í... hvað eigum við að segja 10 ár þá ert þú komin í fullorðins manna tölu og mátt segja að þú sért orðin Mosfellingur en þú ert á skilorði þangað þú ert búin að búa hér í 15 ár og þá ert þú orðin fullgildur Mosfellingur eða Innfæddur Mosfellingur.Þá heldur bæjarstjórinn fyrir þig og þína svona allvöru partí á Ásláki til að vígja þig inn.
Við Mosfellingar erum miklir heimsborgarar og við eigum það til að bregða okkur út fyrir bæjarmörkin nokkrum sinnum á lífsleiðinni þá meina ég ekki bara til að versla í matinn, detta í það og annað slíkt heldur á ég við að við eigum það stundum til að flytja út fyrir bæjarmörkin tímabundið meðan við sækjum nám eða förum í víking til höfuðborgarinnar í maka leit enda eru Mosfellingar prýðisgóðir til undaneldis og vinsælir sem slíkir þegar svo ber undir. En svo virðist sem flest okkar koma aftur í sveitina fyrr eða síðar sumir koma seint en koma þó enda eru Mosfellingar alltaf velkomnir aftur úr ævintýraferðum sínum.
Það eru þó enn sumir sem þrjóskast við og vilja ekki heim, slíkar ákvarðanir ber að virða en það má því kenna slæmu maka vali eða mengunin í höfuðborginni hefur kannski ruglað fólk í rýminu.
Enn flyst fólk í sveitina okkar og bera þau tíðindi hæst nú að Mosfellingar hafi fengið viðbót í mannlífið þegar forseti lýðveldisins Herra Ólafur Ragnar Grímsson og hans frú Dorrit hafi fest kaup á koti í rauða hverfinu rétt hjá Reykjum, ég vil nota þetta tækifæri og bjóða þau velkominn í sveitina og minna þau á skyldur okkar Mosfellinga sem eru að taka mæta á alla heimaleiki Aftureldingar borga á línuna á Áslák eða Hvíta riddaranum þegar svo vill til og vera hauslaus á þorrablótinu einsog sönnum Mosfellingi er einum lagið. En nýjustu fréttir herma að kannski verði ekkert af kaupunum þar sem stór ´leyndur galli einsog fasteignasalarnir kalla það stundum kom í ljós eftir að húsið var keypt en sá ´leyndi galli reyndist vera nágranni, fyrrverandi kollegi Ólafs úr pólitíkinni.
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.