8.9.2012 | 20:10
Hvað er að gerast ?
Þessi pistill er númer 40 í röðinni og þetta er útgáfan af honum sem ekki var stytt.
Hvað er að gerast ?
Ég er farinn að velta því fyrir mér æ oftar hvað sé nú eiginlega að mér, það er nú þannig að þegar við horfum á fréttir eða kveikjum á tölvum þá er það fyrsta sem blasir við manni eru fréttir af hörmungum heimsins. Tugir drepnir í mótmælum, margir fórust, þar á meðal börn eru dæmi um fyrirsagnir í fréttum undafarnar vikir og daga. Ég er hættur að kippa mér upp við svona réttir og fyrirsagnir, hér áður fyrr brá mér mjög, leið illa og fékk sting í magann þegar ég las um þessar hörmungar en nú er einsog mér sé skítsama, hvað er að gerast með mig?
Ég er sennilega orðinn ónæmur fyrir svona fréttum því á minni ævi er ég því miður búinn að lesa og heyra allt of margar svona daprar fréttir. Ég les um aurskriður og talið sé að tugir manns sé saknað eða látin og hvað geri ég ? Ég athuga hvaða lið Liverpool eigi næst að mæta eða athuga með veðrið, þetta er ekki eðlilegt og ég er farinn að hafa miklar áhyggjur hvað þetta snertir mig lítið að ég sé hættur að standa á sama en mér er ekki sama.
En eru fleiri svona einsog og ég ? Já mér sýnist það að við erum orðin flest svona ef ekki öll. Um daginn voru tugir drepnir í mótmælum í arabaheiminum sem telst nú ekki til frétta lengur miðað við áhugann og lesturinn sem þessi frétt fékk heldur var mest lesið hvað dömurnar í 10 árum yngri á 10 vikum voru búnar að léttast mikið. Einnig var stór frétt um afleiðingar kjarnorkuslysins í Japan og hvaða áhrif það hefur á framtíð okkar allra , en hvað haldið þið að hafi verið mest lesna frétt þann daginn?? Jú hvort að David Beckham væri búin að fá sér tatto á typpið. Já typpið á Beckham virðist hafa meira vægi í augum okkar Íslendinga en náttúruhamfarir og hungursneið ef marka má mbl.is. ekki það að það sé nokkuð athugavert við það að velta fyrir sér ástandi typpisins á manni sem spilar knattspyrnu í Bandaríkjunum en að það skuli vera svona vinsælt les efni hefði mér aldrei dottið í hug, kannski sé þar vannýtt viðskipta hugmynd fyrir einhvern þarna úti??
Högni Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.