20.8.2012 | 21:13
Gamli, gamli.
Þessi pistill er númer 38 í röðinni og kom Mars 2010.
Gamli, gamli.
Á því herrans ári 2010 sem nýlega rann sitt skeið varð ég þess heiður aðnjótandi að eiga afmæli, sem er ekki frásögufærandi þar sem mér skilst að allflestir Íslendingar lendi í þessari sömu krísu á hverju ári alveg einsog ég.
Nema hvað að í þetta skiptið varð ég þrítugur sem aldrei hefur gerst áður og gerist sennilega ekki aftur í bráð. Ég var búin að ákveða brjálað afmælis partý í mörg ár en kreppu draugurinn sló rækilega á puttana á mér með það þannig svo fór sem fór en ég á það bara inni. Þegar ég var lítill púki rauðhærður og vitlaus (nú er ég bara sköllóttur og vitlaus) voru menn á þessum aldri þrjátíu ára og eldri alveg hund gamlir. Fyrir sex ára pjakk á þessum tíma var slíkt fólk bara gamalmenni maður hélt að maður yrði sennilega aldrei svona gamall, en svo kom að því 24 árum seinna er ég komin á þetta stig og bara aldrei verið eldri. En þessu fylgir mikil ábyrgð ég þarf loksins að fara haga mér einsog maður þ.e.a.s. haga sér eftir aldri sem má segja að kannski sé komin tími til. Vera ábyrgur foreldri, góður uppalandi, kurteis, haga sér vel á mannamótum o.s.f. Þetta er nú ekki alltaf gaman það er reyndar miklu skemmtilegra að haga sér einsog asni og sletta rækilega úr klaufunum. En þar sem maður er komin á fertugs aldurinn (djíseskræst) er nú kannski tími komin til og lofa ég hér eftir að fara að haga mér einsog og það er orðað t.d. fara eftir umferðarreglunum, læra bridds, ekki fara fullur upp á svið á þorrablótinu og muna ekki eftir því daginn eftir, það eru slíkir hlutir sem ég ætla að fara temja mér. Ég þarf nú reyndar ekki að hafa áhyggjur af því að fá gráa hárið enda ekkert hár eftir til að grána (smá ljós punktur). Ég vil að sjálfsögðu þakka öllum þeim sem sendu mér heilla óskir á afmælisdaginn en eini fjölskyldumeðlimurinn sem mundi eftir deginum var Arnar bróðir sem sendi mé SMS eftir miðnætti áður en hann fór að sofa. L
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.