Sól, sól skín á mig.

Þessi pistill er frá Ágúst 2010 og er númer 34 hjá mér.

imagesCAQVQWQ2

Sól, sól skín á mig.

 

Þetta er búið að vera gott sumar, allavega hvað veðrið varðar. Það er aðaltómstunda iðja okkar Íslendinga að ræða um veðrið. Ég hef gripið sjálfan mig að því þegar ég er að spjalla við einhvern í síma sem er ekki staddur á sama stað á jarðkringlunni og ég að spyrja hann “Hvernig er veðrið hjá þér ?”. Hitinn í sumar hefur nú farið nokkuð oft yfir 20 stiginn og miðað við þessa heimsfrægu höfðatölu sem við erum alltaf að vitna í þá er 25 stiga hiti á Íslandi svona einsog 35 stiga hiti á Spáni. Miðað við höfðatölu...enda erum við bara rúmlega 300 þúsund hræður sem búa á þessu gjaldþrota skeri.

Ekki eru nú allir glaðir þegar sól hækkar og hitinn rís, stangveiðimenn skála nú ekki beint yfir slíku veðurfari og bændur bölva einnig veðurguðunum þegar þessu veðri fylgir þurrkur.

Ég er einn af þeim sem fagna ekki þannig veðri en það er hvorki út af því að ég er mikill veiðimaður né er ég bóndi. Ég er nefnilega rauðhærður. Við rauðhærða fólkið er þjóðflokkur sem þolir illa mikla sól og hita, við erum kannski skildari vampírum hvað þetta varðar. Þegar fer að vora og sól hækkar á lofti þá þarf ég nefnilega að heimsækja apótekið og versla þar sólarvörn helst einhverja nógu andskoti sterka svo ég lifi af sumarið. Flest okkar af þessum þjóðflokki (rauðhærðir) verða ekki brún heldur verðum við rauð og í besta falli humar bleik ef við verðum heppinn, þess vegna sést ég afar sjaldan þræða sólbaðsstofur og ligg ekki í sólbaði nema vera búinn að bera á allan skrokkinn eitthvað drullumall úr apótekinu númer 50+. Ekki skánaði nú ástandið þegar hárvöxturinn á hausnum á mér ákvað að fara í ævilangt verkfall og ég varð sköllóttur.

Já nú lá sá rauðhærði illa í því.

 

Högni Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband