Vandræðaleg atvik.

Þetta er pistill númer 30 sem ég gerði og hann kom í Mosfelling.

untitled

Vandræðaleg atvik.

 

Öll höfum við lent í einhverjum vandræðalegum atvikum, mis vandræðalegum þó. T.d. að setjast upp í bíl og reyna að koma honum af stað þegar þú áttar þig á því að þetta er ekki þinn bíll, eða eitthvað annað mis gáfað. Ég á ansi mörg slík atvik því miður, sum fyndin en önnur fara ekki á prent....Aldrei.

Eitt atvik af alltof mörgum sem mér dettur í hug gerðist þegar ég var sautján ára og ný kominn með bílpróf, ég var að aka heim úr bænum þegar ég er kominn í langa bílaröð sem ætlaði engan enda að taka. Þegar maður er ný kominn með bílpróf þá lætur maður ekki smámuni einsog bílalestir stoppa sig né einhvern asnalegan hámarkshraða sem er einu núlli of lítill. Þetta var á veginum þar sem nú er Nóatún og Húsasmiðjan sem ekki var tvöfaldur þá. Kallinn tók af skarið og setti kvikindið á pinnann og allt í botn, í það minnsta sem druslan dreif. Ég var ekki kominn nema fram úr svona 5-6 bílum þegar ég sé að það eru nokkrir bílar eftir og ákveð að ná þessu í einni bunu enda enginn bíll sjáanlegur á móti mér. Bílstjórar bílana horfa á mig hneykslaðir í sínu fínasta pússi jakkaklæddir og í sunnudagskjólunum þegar druslan drattast fram úr þeim. Þegar ég kemst að fremsta bílnum átta ég mig á öllu hneykslinu, ég sé að fremstur í flokki er LÍKBÍLL sem er með alla jarðarförina á leið upp í Gufunes. Bílstjóri líkbílsins horfði á mig ekki ánægður og ég horfði á hann til baka og reyndi að afsaka mig með látbragði og varalestri til að biðjast afsökunar á þessu tillitsleysi mínu.

Ég skammaðist mín svakalega og dreif mig heim og sagði ekki nokkrum manni frá þessi .............fyrr en nú.

 

Högni Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ þetta er nú eitt af því neyðarlegra Högni minn, en gott að koma þessu burt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Þessi saga er því miður ekki sú versta.....

Högni Snær Hauksson, 20.6.2012 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband