26.5.2012 | 23:45
Partýið búið.
Þessi pistill er frá 11 Maí 2009 hann kom ekki svona í Mosfelling heldur var hann minkaður mikið, þetta er pistill í fullri lengd sem engin hefur lesið áður.
Partýið búið.
Ég veit að það er nóg komið skrifum um ástandið en ég á með að skrifa aftur um það. Maður er búin að lesa og heyra ansi margar líkingar um ástandið og um þá útrásarvíkinga sem komu okkur í það ástand sem við erum nú stödd í. Hver þjóðfélagsfræðingurinn, stjórnmálafræðingurinn, gamlir pólitíkusar og hvað nú sem allt þetta fólk kallast, hafa keppst um að lýsa þeirri klípu sem við nú erum í. Og undir hvaða kringumstæðum okkur var þangað komið. Fyrir mér er þetta einsog lítil dæmisaga, eða sorgarsaga sem mætti lýsa á þennan hátt.
Þetta er einsog ég væri að halda partý og búin að bjóða slatta af fólki og svo fer það að spyrjast út einsog gengur og gerist,
Hey það er partý hjá Högna í kvöld? Ætlarðu ekki að mæta .
Svo byrjar húsið að fyllast og ég kannast ekki við helminginn að liðinu sem er mætt á svæðið, ég vildi gefa þessu aðeins séns og ákveð að bíða með að reka alla út. Liðið er á kvöldið, svaka stuð og síminn hringir ég verð að skreppa frá kannski í hálftíma eða mestalagi klukkutíma og hugsa með mér er treystandi að skilja allt þetta fólk eftir meðan ég skrepp frá ? Ég er aðeins í kominn í glas og dómgreindin kannski ekki upp á sitt besta þessa mínútuna þannig að ég hugsa skítt með þetta, þetta er allt fullorðið fólk og ætti nú að vera húsum hæft, enda eru þarna inn á milli gamlir félagar sem ég get treyst. Í leigubílnum byrja ég að efast hvort þetta hafi nú verið skynsamleg ákvörðun en Bakkus slær á allar slíkar vangaveltur. En þegar ég kem aftur heim er húsið í rúst, gjörsamlega í rúst. Búið að klára bjórinn og helmingurinn er í teppinu, koníaks flaskan sem ég fékk í brúðargjöf og ætlaði að geyma þangað til að ég verð fertugur er tóm, búið að skjóta köttinn, æla í rúmmið, klósettið stíflað, fiskarnir í fiskabúrinu í barnaherberginu komnir í baðið já og sumir svamla í eldhúsvaskinum, nágrannarnir búnir að hringja á lögguna og einhver skildi eftir sig síður skemmtilegan minjagrip í heita pottinum. Og allir útrásarvíkingarnir sem komu óboðnir í partýið farnir á pöbbinn að halda áfram að skemmta sér og vilja ekki kannast við neitt þegar kemur að því að borga þrifinn.
Högni Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.