15.5.2012 | 21:48
Enn og aftur...
Þessi pistill er frá 4 mars 2009.
Enn og aftur...
Já enn og aftur ætla ég að fjalla um það sem allir eru löngu orðnir þreyttir á að lesa um, þessa helvítis kreppu.
Vegna þessa að í hverri viku kemur eitthvað nýtt í ljós sem er einhverjum til skammar. Sumir sögðu af sér, aðrir létu setja lög til að draga sig út úr húsi og enn aðrir fóru í fýlu og koma ekki aftur í pólitík að eigin sögn.
Ég er orðin þreyttur að heyra í fjölmiðlum hvað við = almenningur gerðum allt svo arfavitlaust í góðærinu og hvað við hefðum átt að gera í betur staðin. Ef Páll Óskar þessi dúlla fer ekki að hætta að segja hvað við vorum vitlaus og heimsk í okkar kaupum, fjármögnunum og eyðslu þá fer ég persónulega og mölva þessum 9 ára Nokia síman hans. Ég verð alltaf súr og fúll þegar mér er bent á og mér velt upp úr eigin mistökum, ég þarf ekki stanslausar sjónvarps eða heilsíðu auglýsingar fréttablaðinu til að fatta það að við erum í djúpum skít.
Range Rover jeppar eru táknmynd góðærisins og er það skiljanlegt, að borga á milli 8 og 18 milljónir fyrir einhverja breska bíldruslu sem er svo kannski ekki framleidd í Bretlandi heldur sett saman í Víetnam eða á álíka stað er heimskt. Svo er Palli alltaf að tala um þessa flatskjái sem virðast vera stór táknmynd í þessu góðæri líka, ég vil benda á að þegar ég keypti mér það drasl þá voru gömlu túpu sjónvörpin ekki til, það eru svo margir hættir að framleiða þau svona svipað og þegar vínilplöturnar hættu og tónlist kom bara út á geisladiskum og maður hafði ekkert val heldur varð maður að kaupa geislaspilara.
En ef ég spái meira út í þetta þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég sé þá bara sekur. Sekur góðærispési...... Ég er einn af þessum góðæris bruðlörum, ég keypti mér íbúð fyrir um það bil átta árum í stað þess að búa í foreldra húsum til fimmtugs. Þegar gamli Nokia síminn datt í vatnsfullan eldhúsvaskinn þá var ég bara svaka kall og keypti mér bara nýjan. Ég nenni ekki að labba eða taka strætó til Reykjavíkur í vinnu svo ég fjárfesti í bíl á bílalánum, og er enn að súpa seyðið af þeirri vitleysu og verð næstu 5-7 árin. Ég hafði stundum kjöt og kjúkling í matinn í stað þess að hafa hrökkbrauð og vatn á boðstólnum já eða núðlusúpu til hátíðarbrigða. Í helgar og sumarfríum þá hef ég nú ferðast út fyrir bæjarmörkin en hefði betur setið heima því svoleiðis bruðl á ekki að þekkjast á neinu skynsömu heimili.
Já ég get sjálfum mér um kennt einsog þú segir Palli minn og hefði átt að spara.
Því næst ætla ég að Downloada næstu plötuna þína af netinu heldur enn að borga fyrir hana í verslun, þau hún sé eflaust hverra krónu virði.
Högni Snær Góðærisbruðlaðri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.