Árið 2008.

Þessi pistill er 26. pistillinn sem ég skrifaði og kom hann í Mosfelling.

untitled

Árið 2008.

 

Árið 2008 verður sennilega minnst sem árið sem kreppan skall á okkur Íslendingum. En það gerðist nú fullt af skemmtilegum hlutum á því ári sem við getum verið stolt af og við skulum nú ekki einblína bara á það neikvæða þó svo að það fari nú helvíti hátt á listann Skandall áratugarins sem eflaust verður gefin út á næstu árum. Ísland náði silfri í handbolta á árinu á ólumpíuleikunum í Kína, en miðað við höfðatölu sem við Íslendingar viljum gjarnan vitna í þá unnum við mótið, og öll efstu þrjú sætin. Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna náði líka frábærum árangri með því að komast á úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi og ef við vitnum í þessa höfða tölu þá erum við búinn að vinna það mót ekki satt?? Evróvision liðið sem við sendum út í ár náði góðum árangri og þau voru ekki send heim eftir general prufuna einsog undanfarin ár.

Afturelding karla fór upp um deild og stelpurnar okkar héldu sér í hópi meðal þeirra bestu. Margt skemmtilegt gerðist í menningar og skemmtanalífi á árinu þangað til að stóri skellurinn kom síðla vetrar 2008.

Bara ef banka kallarnir hefðu nú verið með þetta höfðatölu hugarfar þegar þeir stöðu í ströngu í útrásinni , við erum nú bara ca. 320 þúsund Íslendingar hér á þessu fallega skeri okkar. Hefði bara ekki nægt svona einsog eitt útibú í tveimur til þremur löndum, ein einkaþota skipt á milli nokkra fyrirtækja ein 800 milljóna íbúð í London og ein í New York? Hversu ríkir þurftu þeir að vera til að vera ánægðir með sinn hlut 100 milljarðar ? Nei kaupa meira græða meira eitt úrvaldsdeildar lið í enska boltanum, þakíbúðir í London Ferrari bílar sem kosta 300 milljónir svo ef það springur á honum þá bara kaupa nýjan. Lúxussnekkju með þyrlupalli sem þú notar tvisvar á ári á Bahama, Eyjur í Breiðarfyrði sem þeir finna ekki einu sinni á korti hvað þá heimsækja. Svo að sjálfsögðu þyrlu til að komast í lax eða í bústaðinn enda er Lamborgini lélegur á malarvegunum. Ef þú hefur ekki tíma fyrir börnin þá er bara að kaupa Einbýlishús í Skerjafirðinum og sportbíl í bílskúrinn hand þeim til að friða samviskuna. En nú er öldin önnur sumir flúnir land og skilja eftir sig sviðna jörð, en öðrum nægir einfaldlega að eiga fyrir matarinnkaupum í bónus og fyrir íbúðarláninu sem var þó ekki tekið í erlendu minntkörfuláni en er búið að hækka svo svakalega að manni svíður í bossann.

 

 

Högni Snær   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband