Kreppan.

Þessi pistill er úr Mosfellingi sem kom út í Sept. 2008 en ekki hvað.

imagesCANU84KF

Kreppan?

 

Jæja þá er hún komin blessunin, sú sem menn eru búnir að hóta í marga mánuði að kæmi, og hún kom með látum, þó að við höfum verið vöruð við henni þá var okkur alveg sama. Hún skall á einsog kraftmikil þynnka eftir gott sveitaball í Hlégarði, og það dugar ekkert alkaseltzer við kreppunni, bara bíða, spara og sitja helvítið af sér.

En nú þurfa sumir að breyta lífsháttum sínum, þyrlu pallarnir í 700 fermetra sumarhúsunum á Þingvöllum verður breytt í kartöflugarða. Uppstoppaði ísbjörninn sem búið var að panta verður að bíða eftir næsta góðæri. Panda steikin sem átti að verða í matinn á sunnudaginn verður að bíða fram á jól og lóga verður tígrisdýrinu þar sem það er orðið svo dýrt í rekstri, enda étur þetta kvikindi 15 kíló af nautalundum á dag.

Þeir verða að skipta út einkaþotunum fyrir ömurlegt fyrsta farrými hjá Flugleiðum og Range Roverinn skipt út fyrir strætó kort. Ég get nú samt ekki verið sammála síðasta pistla höfundi honum Þrándi vinum mínum sem sagði að þetta væri bara allt saman gott og blessað enda er hann ekki að ala upp tvö börn og borga af húsi, bíl, fasteigna gjöld, síma, sjónvarpi, tryggingum og þar fram eftir götunum. Þetta er kannski gott og blessað hjá hótel mömmu en margir verða eftir í djúpum skít.

Ég er t.d. með drusluna mína í glæsilegu myntkörfuláni sem þótti fín hugmynd á sínum tíma en það er einsog djöfullinn sjálfur hefði gripið í taumana um leið og kallinn var búinn að skrifa undir og enn sést ekki fyrir endann á því ævintýri. En hverjum er um að kenna!!!!Ofurmenntuðum hagfræðingum úr háskólanum!

Jakkaklæddum viðskiptafræðingum úr Bifröst!

Eða ríkisstjórninni!

Kannski.

Voru það hámenntaðir útrásar víkingarnir sem við háfum ekki haft undan við að dásama síðastliðinn 5 ár sem eru senda okkur með hraðpósti beina leið til helvítis. Ég ætla ekki að svara því enda breytir það ekki ástandinu að hálshöggva neinn núna við þurfum bara lausnir og það strax.

En einsog við Íslendingar segjum svo oft ÞETTA REDDAST.

 

Högni Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband