25.4.2012 | 22:42
Gestrisni.
Þessi pistill birtist í Mosfellingi í september 2008.
Gestrisni.
Ég er að vinna í fiskbúð og þar kynnist ég mörgu skemmtilegu og lífsglöðu fólki, jú og einstakasinnum leiðinda pésum. Ég fæ oft fólk til mín sem biður mig um ráðleggingar um eldamennsku og undirbúning sem ég reyni að redda eftir bestu getu. Ein spurning kemur ansi oft fyrir og hana heyri ég mjög oft.
Áttu ekki eitthvað gott handa mér ég er að fá útlendinga í mat?
Og oft er þessi spurning lögð fram af slíkri ákveðni að allir sem eru í búðinni heyri og helst krakkarnir í sjoppunni við hliðina líka. Öll viljum við vera gestrisinn og draga fram okkar það besta þegar við fáum gesti í mat, og ég tala ekki nú um þegar til okkar koma útlendingar. Þá eru dregnar fram stórskota uppskriftir, dustað af hillunum, stéttin sópuð og sparistellið dregið fram til að mynda rétta stemmningu. Við viljum hafa það sem flottast fyrir gesti okkar og ég tala nú ekki um ef þeir eru ekki bornir og barnfæddir Íslendinar.
Ég hef hinsvegar aldrei verið spurður umÁttu ekki eitthvað gott handa mér ég er að fá tengdamömmu í mat? eða hvað þá Áttu ekki eitthvað gott handa mér ég er að fá mömmu og pabba í mat? Enda er nú bara hægt að bjóða upp á vatn og hrökkbrauð handa slíku hyski.
Ein ágæt frú bar upp þessa skemmtilegu spurningu í sumar og ég benti henni á flottan rétt sem væri frábær á grillið eða pönnuna enda viðraði vel til slíkrar iðju þann dag. Rétturinn sem ég mælti með var marineraður skötuselur í hvítlauk, basil og rósmarinn, hún var í miklum vafa um þetta val mitt og spurði ertu viss um að Ameríkanar borði skötusel ?Ég sagðist nú vera viss um það hafi sést til þeirra einu sinni eða tvisvar að leggja sé slíkan herramansmat sér til munns enda eru þeir eflaust smekk menn upp til hópa. Hún lagði leið sína til mín nokkrum dögum seinna og skilaði til mín þakklæti og hrósi enda vel tókst til, og kanarnir hressir með matinn því sagði hún þeim að þetta væri bara white fish og allar tegundir í sjónum þar ytra falla undir slíkan flokk sem ekki er lax,silungur eða túnfiskur. Næsti kúnni sem spyr mig Áttu ekki eitthvað gott handa mér ég er að fá tengdó í mat? Fær feitan afslátt þó svo að spari stellið verði ekki reitt fram.
Athugasemdir
Var í fiskibúðinni hans Kára hér um daginn þar kom eldri kona og vildi silung, spurði hann hvernig væri best að elda hann, hún var nefnilega að fá vinkonu sína í mat....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 09:11
Ha ha..........
Högni Snær Hauksson, 28.4.2012 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.