3.4.2012 | 21:33
Landsliðsþjálfari Íslands ???
Þessi pistill er frá 6 Júní 2008 þegar enginn vildi taka við landsliðinu, og hann kom í Mosfellingi. www.mosfellingur.is
Landsliðsþjálfari Íslands.
Þegar þetta er skrifað er ný búið að ráða Guðmund Guðmundsson sem landliðsþjálfara Íslands, gott mál það og var ég nokkuð ánægur að hann hafi verið ráðinn.
Búið var að tala við Dag Sigurðsson sem ekki gat tekið að sér verkefnið þar sem hann sé í vinnu hjá Val!!! Því næst var talað við Geir Sveinsson sem eitt sinn þjálfaði Val fyrir mörgum árum með arfaslökum árangri ef ég mann rétt. Svo næst var talað við Aron Kristjánsson sem er búin að vera þjálfa erlendis og núna hjá Haukum með ágætis árangri. Mér finnast þessi þrír kandídatar vera slæm hugmynd hjá HSÍ og ber vott um reynslu leysi á þeim bænum... því var ekki haft samband við mig strax!
Ég var tilbúinn að taka djobbið að mér fyrir náttúrulega svakalega háa upphæð á mánuði og fríðindi sem myndu fá bankastjóranna til að væta sig af öfund. Mitt fyrsta verk væri að skamma stjórn HSÍ fyrir að detta sér í hug að ætla ráða svona andskotans pappakassa í þetta starf Geir Sveins og co. Aron er fínn hjá Haukum og dagur best geymdur í Austurríki þar sem hann þáði svo vinnu eftir allt saman. Svo myndi ég banna stjórnar mönnum HSÍ að mæta fullir í viðtöl, þar sem ég einn hefði rétt á því rífa kjaft, þvoglumæltur og ölóður við þróttafréttamenn þjóðarinnar. Ég jafnvel myndi heimta að hausar myndu fjúka. Æfinga prógrammið mitt væri einfalt, við myndum æfa VÖRN og við myndum æfa SÓKN. Ekki eyða dýrmætum tíma í að slasa okkar bestu menn í fótbolta eða körfubolta á æfingum, einsog hefur nú gerst. Í Íslenska landsliðinu eru heimsklassa menn sem spila heimsklassa bolta með sínum liðum, bara ekki fyrri Íslands hönd. Ég Myndi biðja hvern leikmann að setja niður á blað 5 bestu leikkerfin i vörn og sókn sem eru notuð hjá þeirra félagsliðum svo myndi ég velja 10 (5x16) bestu úr þeim hugmyndum og við myndum vinna með þau kerfi. Ég hefði sent einn eða tvo leikmenn heim úr hópnum sem spilaði síðast og brennt símanúmerin þeirra. Svo myndi ég skella á heraga í hópinn og hver og einn yrði að taka stíft í vörina og drekka 1 lítra af fjörmjólk á hverjum degi. Ég myndi að sjálfsögðu skella einum eða tveimur Aftureldingamönnum í hópinn einsog sönnum Mosfellingi sæmir. Mjólkursamsalan og Geiri á Goldfinger yrðu aðal styrktaraðilar landsliðsins og ég myndi heimta að Skúli boxari og Mosfellingur yrði aðstoðarþjálfari enda enginn betri til að kenna mönnum að gefa einn á lúðurinn en hann.
Svo myndi ég hirða einn Evrópu eða heimsmeistara titill enda löngu tími til kominn eða vera bara meðal 10 efstu einsog þetta hefur verið undanfarinn ár.
Þegar Gummi Gumm klúðrar þessu þá slærðu bara á þráðinn Einar minn og ég verð ekki lengi að kippa þessu í liðinn.
Högni Snær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.