12.2.2012 | 11:37
Önugur.
Žessi pistill er frį Įgśst 2007.
Önugur.
Hver į žaš ekki til aš vera önugur, fśll eša skapillur svona af og til! Ég er ekkert frįbrugšin öšru fólki af žvķ leiti nema ég er žannig oftar, en bara af og til. Ég er svartsżnn, nöldra stundum ķ konunni minni og er oft grķšarlega morgunn fśll. Žegar ég horfi į mķna menn (Liverpool) spila ķ sjónvarpinu žį er ég svo svartsżnn fyrir fram aš žetta sé nįnast daušadęmt frį fyrstu mķnśtu žeir eru aš klśšra žessu.
Svo klįra mķnir menn žetta og allt žetta svartsżnis tal mitt er til einskis og ég verš grķšarlega įnęgšur, en ef jafntefli veršur nišurstašan eša žvķ nś verra aš vesalingarnir tapa žessu helvķti žį get ég alltaf sagt ég vissi žetta alltaf .
Svo hef ég žann mišur skemmtilega ósiš aš blóta hressileg, mér finnst nś alltaf gott aš blóta vel enda er žaš góš leiš til žess aš fį örlitla śtrįs fyrir skapinu. En žaš sem verra er aš ég er farinn aš blóta og sletta į śtlensku ķ öllu žessu blóti sem er alls ekki gott mįl, og ég ekki stoltur af žvķ, enda eigum viš Ķslendingar mikiš safn af skemmtilegum blótsyršum śr eigin mįli til aš velja śr.
Ég žarf aš fara aš venja mig af žvķ aš blóta svona enda er dóttir mķn komin į žann aldur aš apa allt upp eftir manni sem mašur segir. Žegar mašur er kannski aš spjalla ķ sķmann viš kunningja sinn og segir kannski sakleysislega Ęji haltu kjafti žį er eru lķtil eyru nįlagt sem muna allt svona,svo er mašur spuršur Pabbi af hverju į xxx aš halda kjafti! Ég verš stundum fśll og skapillur žegar t.d. sjónvarpiš bilar eša springur į bķlnum, ég meina hver veršur žaš ekki. Žį er nś gott aš geta slegiš hönd į lęri og blóta andskoti hressilega. Ég var aš vakna einhvern morguninn, svona rétt milli svefns og vöku og ķ grķšarlegu svartsżnis kasti mig hafši dreymt aš Liverpool hafši falliš,Visareikningurinn vęri kominn, fram vęri Ķslandsmeistari ķ handbolta, konan farinn frį mér, sjįlfstęšisflokkurinn hefši nįš hreinum meirihluta į žingi, vinnings mišinn ķ lottóinu hafši fariš ķžvotta vélina, og Įlafosssamtökin vęru aš mótmęla ķ garšinum mķnum. Žegar ég įttaš mig į žvķ aš mig hafi til allra gušslukku veriš aš dreyma. Ég veit um betri leiš til aš byrja morguninn į en aš vakna viš svona martröš en ég fer ekki nįnar śt ķ smįatriši um žaš hér, en žetta var dauša dęmdur dagur svona mišaš viš byrjunina. En žį mundi ég eftir orša til tęki sem ég hafši lesiš um, og žaš įtti aš róa žann sem ķ žunglyndinu var. Žį var sagt viš hann eftir aš hafa vaknaš viš svona svartsżnis martrašir
Vertu nś glašur Žś er hvorki sköllóttur, né aš noršan.
Žannig aš ég er daušadęmdur en ég er ekki aš noršan.
Högni Snęr.
Athugasemdir
Góšur
Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 12.2.2012 kl. 13:05
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.