Ferðasaga.

Þessi er frá Maí 2007. 

untitled

Ferðasaga.

Ég einsog svo margir landsmenn ákvað að skella undir mig betri fætinum og skella mér í smá ferðalag um páskana.Við fjölskyldan vorum búin að ákveða að fara vestur á Barðaströnd og vera það í góðu yfirlæti í nokkra daga. Þá var ekkert að bíða eftir og bara komin tími til að fylla drusluna af olíu, hlaða skottið af drasli, hoppa inni ríkið og taka með sér rautt og hvítt, koma við í búðinni og fylla kæliboxið af kræsingum.. jú og leggja af stað.

Þetta er aldrei svona einfalt það kemur alltaf eitthvað upp á?

Hægra aftur dekkið hálf vindlaust, sólgleraugun týnd eða brotin, síminn að verða batteríslaus og veiðistöngin tínd inni í geymslu.

En hálftíma á eftir áætlun var lagt af stað og að þessu sinni ætluðum við ekki að keyra alla leið heldur að aka í Stykkishólm og taka Breiðarfjarðar ferjuna Baldur yfir á Brjánslæk sem er í um það bil 20 mínútna akstri frá leiðar enda.

Það er mjög þægilegt að taka dallin yfir fjörðinn ef það viðrar vel í sjóinn. Margt að sjá og alltaf hressandi að hræra í þýsku bakpokaferðamönnunum sem eru að fara skoða Látrabjarg eða eitthvað annað, það eru alltaf nokkur stykki af þeim í bátnum. Nú ef það viðrar illa í sjóinn þá er bara að henda í sig nokkrum sjóveikispillum og sitja yfir Bangsimon með dóttur minni og hinum börnunum í video horninu. Ferðin í Hólminn gekk bara nokkuð vel og þrátt fyrir að vera aðeins á eftir áætlun var dallurinn ekki lagður af stað með okkur fjölskylduna á hafnarbakkanum, það hefur stundum munað ansi litlu.

En við fjölskyldan fórum um borð og allt gekk einsog í sögu.

Það er að segja að ég og dóttur mín höguðum okkur vel, svo þegar líða tók á ferðina þá ákvað ég að fara fram í og kíkja á þá afþreyingu sem í boði var í bíó salnum, ég er ekki að grínast þegar ég sá hvað var að sýna.......... Titanic... já ég er ekki að grínast og ekki að ýkja það var verið að sýna Titanic...sko þessa sem að skipið sekkur og allir drepast. OK ég er ekki mjög hjátrúarfullur en ef að ég er að sigla í 30 ára, nokkur hundruð tonna járna braki sem framleitt er í Rússlandi, boðið út til lægstbjóðanda og rekið er af vegagerðinni þá finnst mér ekki vera góð leið til að drepa tímann með að sýna þessa mynd. Þar sem þetta stóra glæsilega skip sekkur í jómfrúarferðinni sinni þá er það ekki hughreystandi að vita af mér inni í þessu braki sem var keypt á einhverju tilboði frá Lettlandi sem er búin að þjóna sínum tilgangi í 30 ár þar svo selt til Íslands. Þegar ég fer svo aftur í skip og er að skoða bæklinga um gersemar vesturlands rek ég augun í bækur í einum rekkanum sem var fullur enda engin tekið eintak með sér, var forsíða hans mynd að skipi að sökkva og þegar ég rýndi í heiti bókarinnar/Bæklings var þetta Árskýrsla sjóslysa frá 2005 .

STA 0082 

Ég er ekki að grínast þetta var sú afþreying sem boðið var upp á í þessari ferð, bíómyndir um drukknandi fólk, ef svo ég hefði nú þurft að bregða mér frá og pissa eða eitthvað þá gæti ég lesið um þetta og flett þessu upp frammi ef ég skyldi nú hafa misst af einhverju.

Ég er prinsipp kall þegar kemur að þessu ég vil ekki horfa á flugslysamyndir áður en ég fer að fljúga, ég vil ekki heyra talað um klósett ferðir eða reynslu meðan ég er að borða og ég vil ekki horfa á myndir um sökkvandi báta eða skoða það í bæklingum þegar ég er að sigla. Svona er ég bara, annars gekk ferðin bara ágætlega.

Högni Snær.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÆÆ þetta er frekar ósmekklegt að mínu mati. ég segi sama ég vil ekki sjá neinar slysamyndir áður eða meðan ég ferðast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2012 kl. 16:02

2 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Seinni myndina tók ég af bókini í bátnum..haha

Högni Snær Hauksson, 11.2.2012 kl. 08:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha!! virkilega hughreystandi mynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband