Verðlækkun í Mosfellsbæ ?

Þessi er frá Apríl 2007.

imagesCAJ1P9V0

Verðlækkun í Mosfellsbæ ?

Ég var að velta því fyrir mér fyrirhugaðri verðlækkun sem átti að taka gildi mánaðarmótin febrúar mars,og hreinlega hvort kaupmenn myndu nú láta verða að því, að lækka úr 24% eða 14% í 7%,og hvort við neytendur myndum njóta góðs af þeim lækkunum eða ekki. Lækka átti matvörur, sælgæti, gos, bækur, geisladiska, léttvín og bjór. En stjórnvöld ákváðu að fresta lækkun léttvíns og bjórs eitthvað fram á næsta ár að mér skilist án þess þó að ég hafi það á hreinu. Birgjar (þeir sem selja sjoppunum, matvöruverslunum, veitingastöðunum o.f.l. vörur) undirbjuggu sig vel fyrir þessar lækkanir vel, nú með því að HÆKKA vörur sínar allt frá 5-13% rétt fyrir áramót eða eftir og kenndu ýmist gengi krónunnar eða að það sé svo langt síðan þeir hafi hækkað.

Við höfum nú heyrt um þetta í fjölmiðlum undanfarið en hvernig komu þessar lækkanir við okkur Mosfellinga hér í búllum bæjarins? Ég fór á stúfanna og gerði mjög óformlega verðkönnun á nokkrum stöðum bæjarins bara svona til að athuga hvort eigendur fyrirtækja væru nokkuð að svíkjast um....

Ég fór sunnudaginn 11 febrúar og kannaði nokkra staði, því næst fór ég og kannaði verðinn sunnudaginn 11 mars og var ég sanngjarn á að eigendur hefðu nægan tíma til að aðlagast breytingum. Ég byrjaði á Pizzabæ og tékkaði á nokkrum tilboðum. Pizza tilboð númer 1 sem ég skoðaði var á 1599 og eftir lækkun 1499 kr. númer 2 var á 1099 og fór í 1040, númer 3 var á 2390 og fór í 2270 þannig að Svanni og félagar fá fjóra plúsa hjá kallinum fyrir þetta framtak. CCCC.

Því næst fór ég í Bónus video og kannaði hvað Pulsa og kók kostuðu Pulsan var á 200 og hálfur lítir í plasti var á 180kr en eftir lækkun var pulsan komin í 188 og kókið í 155 og einnig hafði aðrar vörur og sælgæti lækkað, flott hjá Bónus video liðinu Fjórir plúsar þar   CCCC.

Snæland var næst á dagskrá og ostborgara tilboð var á 770 kókið á 170 og pulsan á 220, en eftir lækkun hafði kókið lækkað í 150 og sælgæti lækkað einnig en maturinn sem þau bjóða upp á hafði EKKI lækkað heldur staðið í stað. Þegar ég spurði af hverju þau hefðu ekki lækkað þá vildu þau meina að hækkunin hjá byrgjunum hafi verið svo mikil og að í staðinn að hækka á sínum tíma þegar sú hækkun kom þá hafi þau ákveðið að lækka ekki nú, og að þetta hafi verið skilaboð frá höfuð stöðvum Snælands. Svei og skamm segi ég en þau fá þó bara 2 plúsa fyrir lækkunina CC á hinu sem þau lækkuðu , en 3 mínusa fyrir að lækka ekki NNN.

Draumakaffi var heimsótt síðast. Þar hafði ég tekið verðið á nokkrum tegundum sem voru búnar að haldast óbreitt verð á fram að þessu en það hafði EKKERT lækkað eftir mína verð könnun og þótti mér það mjög leiðinlegt þannig að Draumakaffi fær  NNNN  fjóra mínusa.

Að mínu mati eru tvær hliðar á þessu og önnur þeirra er sú að birgjar eru búnir að hækka og verslanir sem eru ekki búnar að hækka í kjölfarið verða að taka þetta á sig, þeir sem hækkuðu með birgjunum eru að jafna þetta út. Svo eru það þau sem ekki lækkuðu eru  þau að svíkja okkur kúnnanna!!!! Og hvar eigum við að snúa viðskiptum okkar í framtíðinni! Ég læt ykkur um að dæma um það.

En svona einkunn fá staðirnir sem ég heimsótti.

Pizzabær  CCCC

Bónus Video  CCCC

Snæland CC og  NNN

Draumakaffi  NNNN

 

Högni Snær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband