12.1.2012 | 18:52
Tímamót.
Þetta var 13. pistillinn.
Tímamót.
Nú er að koma að þeim tímapunkti í lífi mínu sem kemur nákvæmlega einu sinni á ári. Jú mikið rétt þann 30 maí næstkomandi á ég afmæli,ég verð einu ári eldri enn ég er í dag en samt bara deginum eldri áður en ég lagðist í beddann kvöldinu áður, árinu yngri. Hér áður fyrr var þessa dags beðið með mikilli tilhlökkun en nú í dag er þetta tilgangslaus áminning að ég sé að verða gamall. Stórir blómvendir og gamlar viskí flöskur eru afþakkaðar en ég minni á bankareikninginn minn..................... þar sem yfirdráttarheimildin er orðinn ansi svæsinn.
Ég verð á þessu herrans ári 2006 26 ára gamall,ykkur þykir það eflaust enginn tímamót en þau eru það svo sannarlega fyrir mér. Maður er ekki kominn á þrítugsaldur fyrr en maður er röngu megin við 25 ára.
Það fylgir mikinn ábyrgð að vera kominn á þennan aldur, maður þarf að fara að haga sér einsog maður, hætta allri vitleysu og reyna eftir bestu megni að haga sér einsog meðlimur í vísitölufjölskyldu eins maður les um í blöðunum.
Hvernig veit ég að ég er að verða gamall???
Bumban er fyrir löngu orðinn útstæð, hárið farið að þynnast hrottalega mikið, svo mikið að ég varð að grípa til sköfunnar góðu, maður er orðinn mýkri maður og háskælir yfir Oprhu þáttunum á stöð 2, ég skipti út Vodkanu og landasullinu fyrir kaldan mjöð eða rauðvínsglas. Þegar maður sér krakka út í búð þá er maður nefndur í laumi Kallinn eða maðurinn, maður má ekki taka korkinn úr rauðvínsflöskunni því þá er maður þunnur í tvo til þrjá daga sem sagt ekki 19 ára lengur (því að þá var þynnka bara tröllasögur og sögusagnir). Þegar ég var svona sex ára þá voru menn á þrítugs aldri bara gamlir kallar í mínum augum, bara komnir með aðra löppina í gröfina.
Þann 30 maí verð ég opinberlega kominn á þrítugsaldurinn samkvæmt mínum bókum og ef ég væri ekki búinn að missa mest allt hár myndi það verða grásprengt þegar ég vakna þennan þriðjudagsmorgunn.
Já ég verð breyttur maður, eldri og reyndari. Maður getur sagt við unglinga nútímans að maður hafi verið uppi á þeim tímum þegar Bubbi hafði hár, Michael Jackson var ekki bara barna perri, Ísland komst á verðlaunapall í handbolta og Davíð Oddson var bara borgarstjóri en ekki þessi mafíuforingi sem hann er í dag. Boy Georg þótti mikill töffari, Coventry voru að berjast um titilinn og Silvester stalone fannst mönnum vera nokkuð góður leikari.
Þetta voru gömlu góðu dagarnir.
Dagarnir þegar maður var ungur, óreyndur og vitlaus, nú er ég bara vitlaus.
Ég tala bara einsog afi heitinn þegar hann talaði um heimstirðöldina seinni og skömmtunarárin. Já ég er strax farinn að tala einsog ég sé orðinn gamall.
Enn maður verður bara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt og taka þessu einsog maður. Því það eru bjartir tímar framundan jafnvel þótt hárið sé farið og vömbin sé enn útstæð.
Högni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.