Pilsinn taka völdin.

31 sept. 2005.

 

Pilsin taka völdin.

untitled

 

Það var löngu ákveðið að þetta yrði dagurinn enda 30 ár frá því að við misstum okkur svona síðast 24 .10.2005 var dagsetningin.Kvennafrídagurinn/Kvennamótmælinn.

Nú skyldu karlremburnar, frekjurnar hætta með þennan yfirgang og frekju því nú taka Pilsin völdin. Klukkan 14.08 voru störf lögð niður, landið lamað. Læknar skildu sjúklinga sína eftir á skurðarborðinu,strætóar voru stöðvaðir og bílstýran gekk út, flugfreyjur fleygðu sér frá borði og bjórinn varð að afgreiða sig sjálfur, þjónustufulltrúar og gjaldkerar hverfa frá og banka tékkar verða bíða til morguns.

 Apótekum lokað og megrunar töflurna byrja að safna ryki, Kennarar taka poka sinn í bili og sást til einnar sparka létt í sköflunginn á einum vandræðardrengnum svona rétt til að hefna fyrir óréttlætið sem stelpurnar þurfa að þola, og krakkarnir eru í höndunum á kennurum einsog Arnari bróður og Siggeiri leikfimiskennara.

Gamla fólkið á elliheimilum verða að skammta lyfin sín sjálf.

Meira að segja húsfreyjurnar snúa sér á hina hliðina í bólinu þetta kvöld og skeiðvöllurinn lokaður þangað til á morguns, nema menn kjósi að taka einn sóló.

Þær streyma tugþúsundum saman niður á Ingólfstorg, bílum er velt og kveikt er í sportpöbbum, tískuvöruversluninn Íslenskir karlmenn er lögð í rúst.Víkingasveitinn er hafð til taks, orustuþotann á vellinum er ræst út og fyllt er á tankinn.Því nú munu Pilsin taka Völdin.

Nei nei ég er bara að grínast......................

Hvernig stendur á því að 30 árum eftir síðasta fund þarf að endur taka leikinn? 

Er virkileg ekkert búið að breytast?

Ef minnið bregst mér ekki er árið 2005 og svona óréttlæti á sér stað á okkar tímum. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar .....það eru lög sem eiga að koma í veg fyrir þetta en ekki er þeim framfylgt.

Ef ég reyni að koma með smá muntóbak í gegnum tollinn er ég sektaður og hent í grjótið, en ef ég stunda svona yðju sem atvinnurekandi er ég bara hagsýnn.

Það ætti að setja á fót stofnun sem má fara hvenær sem er í launareikninga fyrirtækja og skoða þessi mál og ef að sá sem gerir þetta gefur ekki nógu góð rök fyrir þessu  t.d. starfsaldur, reynslu og ábyrgð í fyrirtækunu ætti að sekta og hækka viðkomandi laun tafarlaust.

Það eru stjórnvöld sem setja þessi lög en opinberar stofnanir eru ekki síður að brjóta þetta.Ég vil að dóttir mín þurfi ekki að fara á svona fund eftir 30 ár með kröfuspjald og mótmæla,heldur að fara í svona göngu og fagna og minnast þess að 24.10.2005 var þróunninni breytt.

P.S. Ég hefði mætt á fundinn en ég var að vinna......

 

Högni

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband