Landkynning.

Þessi Pistill kom í Mosfellingi 2005.

Landkynning.

 Fáni

Íslendingar eru helst þektir erlendis fyrir sína einstæðu náttúrur og þá kannski Björk.Nú í seinni tíma er búið að bætast við þennan lista er skemtanalífið á Íslandi,lauslæti Íslenskra kvenna (þ.e.a.s. sum flugfélög, erlend held ég markaðsetji Ísland þannig).

Nú nýverið kom ein helsta auglýsing Íslands í þættinum Amazing Race (A.R) og í Letterman þegar Kieffer Sutherland lýsti aðdáun sinni á landi og þjóð,þá einna helst skotgleði okkar um áramót og fegurð kvenna.Þátturinn A.R. er sagður vera ein dýrmætasta auglýsinginn sem við höfum  aflað okkur erlendis og það lýsti sér nú kannski best þegar alþingismönnum var boðið á kostnað okkar skattgreiðanda í frumsíningarpartý á þættinum.Þar flæddi allt í kampavíni og veislumat einsog hefðinn er þegar skattgreiðendur þurfa að borga brúsann.

Við þennan landkynningarlista hefur bæst við í formi tónlistar og ber þá hellst að nefna Sigurrós,Quarasi,Emílianna Torinni,Múm og fleiri sem hafa verið að gera það gott á erlendri grundu.Sumum útlendingum finnast Íslenskirtónlistar menn svo Spes þá er væntanlega horft til Bjarkar og Sigurrósar,ég spurði þann útlending sem sagði þetta við mig og hann útskýrði það með því að spyrja mig hvort virkilega allir á Íslandi væru svona Spes? Ha Spes? (wierd)? Já sagði hann klæðasig allir hér svona 80´s og eru með sítt að aftan sem er í tísku núna þá það sé ljótasta tíska allra tíma,og trúa allir á álfa og tröll.Þá áttaði ég mig hvað hann var að meina,hver kannast ekki við þessa steríótípu sem hann var að tala um?.Artí Fartí Spes típu.??

Sem notar gömul útvíð föt og lopa húfur, mætir í Klink og Bank galleríið hverja helgi,situr og lærir á kaffihúsum,fer á mótmælafundi,heldur því fram að grasið sé blátt þó  að það sé oftast grænt og er með röndott 50´s veggfóður í stofunni hjá sér.Flestir þekkja þessar típur og hafa kannski verið með þessu krökkum í skóla eða á fótbolta æfingum.Ég útskýrði fyrir honum að margir væru svona að guði gerðir og væru ekki bara að elta tískuna.Og ég bað þennan ágæta mann að gefa mér mynd á því hvernig útlendingar sæju Íslendinga,og þetta kennir okkur ekki að trúa öllu því sem við lesum eða heyrum  frá útlöndum,enda er þettta ekki rétt mynd af okkur.

Íslendingar byrja allir að drekka mjög ungir og eru náttúru börn í eðli sínu sem hlusta á Björk og trúa á álfa og tröll.Við erum hamingjusamasta og þunglindasta þjóð í heimi og graðasta og lauslátasta þjóð í heimi sem hann útskírði með nýju hjálpartækjakönnunni sem nýlega var gerð opinber þar sem Íslenskt kvennfólk á fleiri hjálpartæki í svefnherberginu en nokkur önnur þjóð.Við eigum tærasta vatnið og besta fiskinn,og drekkum dýrustu vín í heimi sem má bara útskýra á verðlaginu hér heima.Við skjótum upp flugheldum fyrir fleiri miljarða króna á hverju ári en höfum ekki efn á að borga kennurunum okkar sæmileg laun.

Fyrir mitt leyti þá finnst mér þessi sýn á Ísland frekar skrítinn og ekki markverð en hvaða sýn höfum við á löndum sem við lesum um eða heyrum um í fréttunum en höfum aldrei komið til?

Ekki trúa öllu sem þú lest því allt sem þú lest er lygi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband